24 stundir


24 stundir - 30.01.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 30.01.2008, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir • Bætir líðan • Skjótvirkari • Ósýnilegur Compeed frunsuplástur! Nýjung - Byltingarkenndur plástur Fæst í apótekum www.compeed.com FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Í skýrslunni er staðfest að ríkis- sjóður nýtur hæstu einkunnar og matið er rökstutt. Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri er ósammála túlkun Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings, á sumum niðurstöðum skýrslu sem Moody’s birti um lánshæfi ríkis- sjóðs. Túlkun Ásgeirs kom fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær og er þar m.a. haft eftir honum að Moo- dy’s segi krónuna of litla fyrir ís- lensku bankana. Ýmislegt rangt í túlkuninni „Menn verða að lesa skýrslur vel og túlka þær rétt,“ segir Ingimund- ur og bætir við að sé það ekki gert verði umræðan ómarkviss. „Það er ekki rétt að niðurstöður skýrslunnar séu þær að það kæmi betur út fyrir bankana ef þeir flyttu höfuðstöðvar sínar til útlanda. Né er það rétt sem haldið hefur verið fram að Moody’s segi að það drægi úr hindrunum sem fylgja því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil ef bankarnir flyttu til útlanda,“ segir seðlabankastjóri. „Í skýrslunni er staðfest að rík- issjóður nýtur hæstu einkunnar og matið er rökstutt. Auk þess er bent á miklar erlendar skuldbindingar bankanna og metnir möguleikar ríkissjóðs til þess að bregðast við mjög erfiðum aðstæðum,“ segir Ingimundur og bætir við að þeir séu taldir góðir. Sama gerðist ef þeir hættu Illugi Gunnarsson spurði Geir Haarde forsætisráðherra um það hvort Moody’s teldi krónuna of litla fyrir bankana á Alþingi í gær. Geir sagði það ekki vera rétt og sagði jafnframt rangt að skýrslu- höfundar hvettu bankana til þess að flytja sig út. Það sem stæði í skýrslunni væri að óbein ábyrgð ríkissjóðs á skuldum bankanna myndi minnka ef bankarnir flyttu höfuðstöðvar sínar út. „Sú ábyrgð myndi líka minnka ef þeir hættu starfsemi,“ sagði Geir og bætti við að það væri „ekki pointið, eða aðalatriðið í skýrslunni“. Matið jákvætt fyrir ríkissjóð Forsætisráðherra sagði ennfrem- ur að matið væri mjög jákvætt fyrir efnahagsstöðu ríkissjóðs og sýndi að fjárhagsstaða bankanna sé traust. Nettóskuldir ríkissjóðs séu nánast engar og þar af leiðandi sáralitlar í samanburði við aðrar þjóðir. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á vidskipti@24stundir.is Seðlabankastjóri Segir mik- ilvægt að túlka skýrslur rétt. Rangtúlkanir rýra umræðuna  Seðlabankastjóri og forsætisráðherra mótmæla túlkun Ásgeirs Jónssonar á skýrslu Moody’s  Matið er jákvætt, segir Geir ➤ Moody’s Investors Services eralþjóðlegt matsfyrirtæki. ➤ Umfjöllunin snýr að lánshæf-iseinkunn ríkissjóðs. Rík- issjóður fær Aaa, sem er hæsta einkunn. Í samanburði við önnur lönd með sömu einkunn kemur Ísland einnig vel út, m.a. vegna lágrar skuldastöðu hins opinbera. Lánshæfi ríkissjóðs er því gott að mati fyrirtækisins. MOODY’S SKÝRSLAN MARKAÐURINN Í GÆR             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                                    : -   0 -< = $ ' 4>?4?@A3 @4BCB5A?B 333AABBD5 D>AC5>?3B D3C3CC@3D3 C4?DCA4B 5@AD5CA5 3??55@>??4 D4C@D354D@ 35>4C5@3 DA5>A5?3A 453AA?CA4 @DA3@BBC >4D>455A , @3D3C??? D3C5B>> >CA5D53 , @344@BA@ 4?@4DD , , , , @5>>DC??? , , CE5D 5@E?? @3EA4 @@E@C D?E@? 3?E>? DAE3? A4@E?? 3@EA? BBED? AE33 @>EDA 5EC> B5ED? @EB> 4E4C @CAE5? @5C?E?? >D?E?? @E?A @34E?? 3E>A D3ED? , , 33>5E?? , , CE4? 5@E3? @3EC5 @@E@B D?ED? 3@ED? DAE55 A4CE?? 3@EC5 BBEB? AE3A @>E35 5EB? B4E?? @EB4 4EA3 @B?E5? @5BAE?? >3>E?? @E?C @>@E?? 3E5D , , , 3355E?? @?E?? 4E5? /   - @D >? 5> 5B B? @> A @D? BC C CD 5B A 4 , 3 5 B , >? C , , , , @C , , F#   -#- DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C D5@D??C DB@D??C DB@D??C DB@D??C DC@D??C DB@D??C DB@D??C D5@D??C B@D??C 4@DD??A DDCD??A DB@D??C D5@D??C @>@D??C ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi Banka fyrir 2.827 milljónir. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Flögu Group, en þau hækkuðu um 56,52%. Bréf í Century Al- uminum hækkuðu um 12,82% og SPRON hækkaði um 10%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Alfesca um 0,74%. Bréf í Glitni lækkuðu einnig um 0,74% og í FL Group um 0,45%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,5% og stóð í 5.552,98 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,28%. ● Samnorræna OMX-vísitalan hækkaði um 1,08%. Breska FTSE- vísitalan hækkaði um 1,7% og þýska DAX-vísitalan um 1,1%. Tap á rekstri Straums-Burðaráss á síðasta ársfjórðungi 2007 hljóð- aði upp á rúmar 57 milljónir króna, samanborið við rúmlega 26 milljarða hagnað á sama tíma- bili árið 2006. Hagnaður á árinu öllu nam 14,3 milljörðum króna. „Þrátt fyrir óvenjulega erfiðar markaðsaðstæður á seinni helm- ingi ársins skiluðum við við- unandi hagnaði yfir árið,“ segir William Fall, forstjóri Straums- Burðaráss. hos Tap á síðasta ársfjórðungi Hagnaður Glitnis nam 27.651 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 38.239 milljónir króna árið 2006 og dróst því saman um 27,7% milli ára. Hagnaður á fjórða árs- fjórðungi nam 2,5 millj- örðum króna samanborið við 9,3 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2006. Hreinar vaxtatekjur á fjórða ársfjórðungi voru 11,9 milljarðar og hækk- uðu um 54,6% frá fjórða ársfjórðungi 2006. Þóknanatekjur á fjórða ársfjórðungi ársins námu 10,6 milljörðum og jukust lítillega frá sama ársfjórðungi árið áður. Helmingur af hagnaði bankans fyrir skatta á árinu 2007 myndaðist af starfsemi utan Íslands. Heildareignir voru 2.949 milljarðar en voru 2.246 milljarðar í ársbyrjun 2007. mbl.is Hagnaður dregst saman um 28% Mikill fjöldi Serba beið í bið- röðum við pósthús víðsvegar um Serbíu í fyrradag til þess að sækja frí hlutabréf í sex ríkisfyr- irtækjum sem verið er að einka- væða. Löggjöf sem nýlega var sett kveð- ur á um að 15 prósenta hlutur í þeim fyrirtækjum sem ríkið mun einkavæða á árinu muni renna til almennings. Önnur 15 prósent munu fara til starfsmanna fyr- irtækjanna, ríkið mun halda 21 prósenti en 49 prósent verða seld til alþjóðlegra fyrirtækja. ejg Almenningur fær hlutdeild Verð á gulli náði sögulegu há- marki í gær, fór í 933,33 dali úns- an. Ástæðan er meðal annars rak- in til vandamála sem komu upp hjá framleiðanda í Suður-Afríku og lágs gengis Bandaríkjadals. Þá fór verð á platínu í 1738,75 dali únsan í dag, sem einnig er met. Eftirspurn eftir góðmálmun hef- ur farið vaxandi upp á síðkastið þar sem fjárfestar leita að öruggri höfn eftir verðfall á hlutabréfa- mörkuðum. mbl.is Gullverð nær hámarki Árvakur/Kristinn

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.