24 stundir - 30.01.2008, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
„Ég geri einkum athugasemdir
við tvennt í nýju biblíuþýðingunni.
Annars vegar málfar og framsetn-
ingu og hins vegar stíl og meðferð
myndmáls, en á þessu tel ég mig
kunna nokkur skil. Eftir því sem ég
best veit, og það hefur ekki verið
hrakið, er þarna um að ræða slæm-
ar villur, miklu verri og fleiri en í
þeim biblíuþýðingum sem ég
þekki. Í tölvu minni er ég með
langt skjal með dæmum um
þetta,“ segir Jón G. Friðjónsson
prófessor sem á fimmtudagskvöld,
kl. 20, heldur erindi í húsi Sögu-
félagsins í Fischersundi um nýju
biblíuþýðinguna. Erindi hans
nefnist: Það skal vanda sem lengi á
að standa: Um biblíuþýðinguna
nýju.
Breytingar út í loftið
Í erindi sínu mun Jón taka fjöl-
mörg dæmi og bera þau saman við
eldri útgáfur. Þegar blaðamaður
biður hann að nefna dæmi um
þýðingar sem honum þykja að-
finnsluverðar segir hann: „Ef ég tek
einfalt dæmi sem gæti höfðað til
málkenndar allra þá hefur hugtak-
ið „á síðustu dögum“ ákveðna
biblíumerkingu; það vísar til
dómsdagsins. Það hefur verið not-
að í öllum biblíuútgáfum okkar
óslitið fram til dagsins í dag. Allt í
einu heitir þetta í nýju biblíuþýð-
ingunni „á komandi dögum“. Er
þetta ekki bara enska: In coming
days? Ég ætla ekki að dæma beint
um það en ég segi að samkvæmt
minni málkennd er grundvallar-
munur á „á síðustu dögum“ og „á
komandi dögum“ og ég held að
flestir hljóti að vera sammála mér.
Ef ég tek annað dæmi sem allir
ættu að skilja þá erum við vön að
segja að eitthvað komi „frá hjart-
anu“ og af því hjartað er tákn til-
finninga og kennda þá skilja þetta
allir. Samkvæmt mínum skilningi
er rangt og brýtur málvenju að
segja að eitthvað komi úr hjartanu.
Það skiptir engu máli hvernig
frumtextinn er, þetta er ekki ís-
lenska og fullkomlega óþörf breyt-
ing.“
„Ég tel að það megi ekki breyta
neinu í Biblíunni nema menn geti
fært að því rök og viti hvers vegna
þeir breyta. Það geta komið upp
mörg tilvik þar sem þarf að breyta
en í þessari nýju biblíuþýðingu er
mjög mikið um geðþóttabreyting-
ar, breytingar út í loftið,“ segir Jón
og bætir við: „Villurnar skipta ekki
tugum heldur hundruðum.“
Ekkert nema það besta
Þegar Jón er spurður hvaða dóm
hann gefi nýju biblíuþýðingunni
svarar hann: „Þessi þýðing er ekki
boðleg fyrir næstu kynslóðir. Í
mínum huga er það þannig að
Biblían er ekki bara bókmenntarit
og trúarrit, heldur helsta menning-
arrit okkar, hornsteinn íslenskrar
menningar, og hefur líka verið það
málfarslega. Þess vegna er ekkert
nema það besta nógu gott fyrir
Biblíuna, þýðingarvillur í henni
eru ekki boðlegar og þær þarf að
leiðrétta undanbragðalaust. Ef
Biblían er mjög gölluð þá verða
menn að taka sér tak. Þeir sem
bera ábyrgð á þessu verða að vega
og meta þá gagnrýni sem fram
kemur og grípa til ráðstafana sem
þeim þykja viðeigandi. Mín afstaða
er fullkomlega skýr. Við þessa bibl-
íuþýðingu verður ekki unað.“
Jón G. Friðjónsson
„Villurnar skipta ekki tugum
heldur hundruðum.“
Jón G. Friðjónsson prófessor gagnrýnir nýju biblíuþýðinguna
Ekki boðleg þýðing
➤ Jón G. Friðjónsson er prófess-or í íslensku máli við Háskóla
Íslands.
➤ Hann hlaut Íslensku bók-menntaverðlaunin fyrir bók
sína Merg málsins sem kom
út árið 1993. Þar er fjallað um
íslensk orðatiltæki, uppruna
þeirra og sögu.
MAÐURINN„Villurnar skipta ekki
tugum heldur hundr-
uðum,“ segir Jón G. Frið-
jónsson prófessor um
nýju biblíuþýðinguna.
Annað kvöld heldur hann
erindi um þýðinguna.
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Á þessum degi árið 1969 héldu Bítlarnir síðustu op-
inberu tónleika sína þegar þeir léku á þaki hljóðvers
síns í London. Nágrannar kvörtuðu undan hávaða og
lögregla skarst í leikinn og stöðvaði tónleikana. Í apr-
ílmánuði 1970 tilkynnti Paul McCartney síðan að fjór-
menningarnir, John, Paul, George og Ringo, hefðu
slitið samstarfi sínu.
Bítlarnir eru sennilega áhrifamesti tónlistarhópur
allra tíma. Englandsdrottning heiðraði þá með orðu í
Buckingham-höll árið 1965. „Við erum vinsælli en
Jesús Kristur,“ sagði John Lennon og þau orð hans
ollu miklu uppnámi og mótmælum.
Æstir Bítlaaðdáendur létu ekkert sem fjórmenning-
arnir gerðu framhjá sér fara og töldu sig finna dulin
skilaboð í textum þeirra. Þegar platan Abbey Road
kom út þóttust þeir til dæmis sjá þar ýmis merki þess
að Paul væri dáinn.
Svanasöngur
Bítlanna
MENNINGARMOLINN
Bókmennta-
fræðistofnun
Háskóla Ís-
lands hefur
sent frá sér
bókina Heil-
agra karla
sögur. Þetta
eru sögur 12
dýrlinga frá
miðöldum,
flestar þýddar eða end-
ursagðar úr latínu eða lág-
þýsku.
Þetta er í fyrsta sinn sem
helgisögur af þessu tagi eru
gefnar út á Íslandi.
Sögurnar eru allar gefnar út
eftir handritum frá 14., 15. og
16. öld og prentaðar með nú-
tímastafsetningu.
Heilagra
karla sögur
Bjarni Helgason opnar næst-
komandi laugardag sýningu í
Listasafni Borgarness.
Á sýningunni eru 6 prentuð
verk í 1,5 x 1 m ljósakössum.
Verkin eru unnin á síðustu ár-
um, þau elstu frá árinu 2004
og þau yngstu frá þessu ári.
Verkin eru unnin úr skjá-
myndum úr myndskeiðum.
Annars vegar myndskeið sem
tekin eru á ferð og hins vegar
af viðfangsefnum sem hreyf-
ast. Skjámyndunum er síðan
raðað saman og einfaldleiki,
endurtekningar, taktur og
hljómræn heild eru markmið
myndsköpunarinnar.
Landslag í
ljósaskiltum
AFMÆLI Í DAG
Franklin D. Roosevelt
forseti, 1882
Vanessa Redgrave
leikkona, 1937
Gene Hackman leikari, 1930
Boris Spassky skákmeistari,
1937
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Þögult þakklæti kemur
engum að gagni.
Gladys Bronwyn Stern
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Með eða án hjóla
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25