24 stundir - 30.01.2008, Síða 24

24 stundir - 30.01.2008, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@24stundir.is a Ég hef þessa erlendu hýsingu til öryggis og hún hefur líka þann kost að ég kemst alls staðar í gögnin mín. Ef ég er á ferðalagi get ég strax sent við- skiptavini mynd sem ég tók fyrir hann. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Fólk hefur án efa aldrei tekið jafn- mikið af ljósmyndum og nú á þess- um síðustu og verstu stafrænu tím- um. Þegar kostnaður við filmukaup og framköllun stendur ekki lengur í vegi fyrir sköpunar- gleðinni smella menn af í gríð og erg og dæla síðan afrakstrinum með reglulegu millibili inn á harða diskinn á tölvunni. Fjölskyldualbúm hverfa Ekki leiða allir hugann að fram- tíðargeymslu þessara gagna og vista þau jafnvel aðeins á harða diskn- um. Ef tölvunni er stolið eða hún hrynur verður skaðinn því mikill og heilu fjölskyldualbúmin hverfa jafnvel með öllu. Aðrir sýna meiri fyrirhyggju og gera afrit af gögnunum og geyma þau á ólíkum stöðum. Hægt er að brenna myndir á geisladiska, geyma þær í sjálfstæðum gagna- geymslum (flökkurum) eða í net- vistun. Geymir gögnin víða Christopher Lund ljósmyndari segist blanda ólíkum geymsluað- ferðum saman. „Ég er með harðan disk í tölvunni, með utanáliggjandi diska og svo hýsi ég þetta á net- þjóni í Bandaríkjunum,“ segir hann og bætir við að hann þori ekki að geyma allt á einum stað. „Ég hef þessa erlendu hýsingu til öryggis og hún hefur líka þann kost að ég kemst alls staðar í gögnin mín. Ef ég er á ferðalagi get ég strax sent viðskiptavini mynd sem ég tók fyrir hann og svo framvegis,“ segir Christopher sem leggur áherslu á að myndirnar séu vistaðar í fullri upplausn. Ýmsir aðilar bjóða upp á netvist- un og mælir Christopher með að fólk kynni sér vel þá þjónustu sem í boði er. „Ég skipti við fyrirtæki sem heitir PhotoShelter.com og stórir ljósmyndarar standa á bak við. Það hefur vaxið frekar hratt og er með netþjóna á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum og jafnvel í Evrópu þannig að það á að vera eins öruggt og hægt er,“ segir hann. Ekki aðeins netvistun Margir nýta netvistun ekki að- eins í þeim tilgangi að geyma ljós- myndir sínar heldur einnig til að koma þeim og sjálfum sér á fram- færi og eiga í samskiptum við aðra ljósmyndara. Á síðum á borð við Flickr.com og Ipernity.com gefst fólki til dæmis kostur á að deila myndum sínum með öðrum not- endum, taka þátt í hópum og um- ræðum. Geymsla stafrænna mynda Það er leikur einn að taka stafrænar myndir en málin vandast þegar kemur að geymslu myndanna. Varanleg geymsla stafrænna ljósmynda Eggjunum dreift í nokkrar körfur Það er skynsamlegt að geyma stafrænar myndir á fleiri stöðum en í heim- ilistölvunni. Annars er hætt við að heilu fjöl- skyldualbúmin fari for- görðum ef harði disk- urinn hrynur eða tölvunni er stolið. ➤ Þróun starfrænnar ljósmynd-unar má rekja aftur til sjötta áratugar síðustu aldar. ➤ Stafrænar vélar fyrir almenn-ing urðu algengar undir lok síðustu aldar. ➤ Samhliða framþróun staf-rænna myndavéla hafa vin- sældir þeirra aukist á kostnað filmuvéla. STAFRÆN LJÓSMYNDUN Falleg ljósmynd sem er prentuð af vandvirkni getur enst áratugum saman þó að hún komi að sjálf- sögðu aldrei í stað frumgagna hvort sem þau eru filmur eða staf- ræn gögn. Til að tryggja endingu prentaðrar ljósmyndar er mikil- vægt að hún fái rétta meðhöndlun. 24 stundir tóku saman nokkur góð ráð um meðhöndlun ljósmynda. Gættu að raka og hitastigi Best er að geyma myndir á stað þar sem ekki gætir raka og hitastig er ekki of hátt. Sérstaklega er hætt við að sveiflur í hitastigi leiki ljós- myndir grátt. Varist ljósið Ljós skapar ekki aðeins myndir heldur getur það einnig eyðilagt þær. Ekki láta ljós leika um myndir að óþörfu. Ekki hengja myndir upp á þeim stað í stofunni þar sem sólin skín sterkt á þær. Skynsamlegt er að skipta út ljósmyndum í römm- um öðru hverju til að hvíla þær. Hirslur við hæfi Geymið myndir í þar til gerðum umslögum, albúmum og hirslum sem innihalda ekki sýru eða önnur efni sem geta skaðað myndirnar með tímanum. Rétt meðhöndlun ljósmynda er mikilvæg Varast skal ljós, raka og hita Meðhöndlun mikilvæg Rétt meðhöndlun ljós- mynda skiptir máli til að tryggja endingu þeirra. Tæknibylting nútímans hefur fært ljósmyndurum meira en staf- ræna ljósmyndatækni. Með til- komu internetsins er til dæmis auðveldara fyrir þá að koma sjálf- um sér og verkum sínum á fram- færi og kynna sér verk annarra. Á netinu geta þeir jafnframt kynnt sér með auðveldum hætti dóma og umsagnir um ýmis tól og tæki svo sem myndavélar, tölvur og hugbúnað og borið saman. Það getur komið sér vel ef menn hyggja á kaup á búnaði. Bæði er um að ræða dóma sem skrifaðir eru af óháðum sérfræðingum sem og umsagnir ljósmyndara og áhuga- manna um ljósmyndun. Þá er víða hægt að varpa fram fyrirspurnum um tiltekin tæki og fá viðbrögð frá notendum og jafnvel taka þátt í spjalli. Af vinsælum síðum af þessu tagi má nefna photographyreview.com, dpreview.com og photo.net. Þá hafa íslenskir áhugaljósmyndarar haldið úti vefsíðunni ljosmynda- keppni.is þar sem þeir skiptast meðal annars á ráðum um tæki og tól. Tól og tæki á netinu Margir nýta sér fyrirferðarlitlar sjálfstæðar gagnageymslur, svokallaða flakkara, til að geyma ljósmyndir og önnur stafræn gögn. Gögnin eru þá afrituð af harða disk tölvunnar yfir á flakkarann. Það getur komið sér vel ef harði diskur tölvunnar gefur sig eða eitthvað hendir tölvuna. Þeir fást í ýmsum stærðum og gerðum allt eftir þörfum hvers og eins. Algengar stærðir á slíkum gagnageymslum eru 120, 250 og 500 gígabæt og verð er frá um 10.000 krónum. „Kostirnir eru helst þeir að þú ert mjög fljótur að bæta við þig miklu geymsluplássi og þetta er tiltölulega ódýrt,“ segir Christopher Lund ljósmyndari. „Ókostirnir eru helst þeir að boxin eru misjöfn að gæð- um. Sum þeirra hitna vegna þess að þau eru ekki með kælingu og ef diskarnir hitna mikið grillast þeir,“ segir hann. Fyrirferðarlitlar gagnageymslur Margir láta sér nægja að afrita stafrænar myndir á geisladiska í öryggisskyni. Ekki er þó mælt með því að fólk reiði sig ein- göngu á þá sem varanlega geymslu. Diskarnir eru við- kvæmir fyrir hnjaski og verða oft ólæsilegir með tímanum og því ekki hægt að komast í þau gögn sem þeir hýsa. „Ef menn hafa ekki verið með góða diska og skrifað þá á hægum hraða skemmast þeir oft hratt. Ég held að það séu allir hættir að reiða sig á þá sem langtímalausn og líta frekar á þá sem dreifingarform,“ segir Christopher Lund. Einnig leikur vafi á um framtíð geisladiskanna og ekki ólíklegt að önnur tækni leysi þá af hólmi fyrr eða síðar. Einn góðan veðurdag kann fólk því að standa frammi fyrir því að heimilistölvan geti ekki lesið geisladiskinn. Geisladiskar duga skammt Verð á netvistun ljósmynda er misjafnt eftir þjónustuaðilum og stærð geymslurýmis. Sumir bjóða fría vistun upp að vissu marki en einnig aðgang gegn gjaldi sem fel- ur þá yfirleitt í sér meira geymslurými, aukna niðurhals- getu og betri þjónustu svo nokk- uð sé nefnt. Á PhotoShelter má til dæmis fá 10 gígabæta geymslurými fyrir 10 Bandaríkjadali á mánuði (um 650 kr.) og Safn Símans býður upp á 10 gígabæta pláss fyrir 890 krón- ur á mánuði. Almennt er miðað við að hægt sé að vista um 1.000 ljósmyndir á hvert gígabæt en það fer að sjálfsögðu eftir stærð myndanna. Verð á netvistun fyrir ljósmyndir Það borgar sig að vista myndir í bestu mögulegu upplausn, sér- staklega ef fólk vill láta prenta þær út síðar meir eða vinna frek- ar með þær. Sumir freistast til þess að minnka myndir til að spara geymslurými en átta sig ef til vill ekki á því að það kemur niður á gæðum myndanna. Stærð mynda skiptir máli

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.