24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Húmorinn í myndinni er lúmskur, jafnvel óskýr, en alltaf und- irliggjandi án þess þó að vera drepfyndinn. Á tíðum virðist myndin rembast við að vera frumleg og töff, með áreynslulausum leik, sem er hálfgert vörumerki í myndum Andersons. Pakistanar vilja fá Bollywood bræðranna þriggja, sem er alveg hipp og kúl að vissu marki, en verður á endanum þreytandi og óspennandi, þar sem söguþráð- urinn og framvindan er of efnislítil og hæg í ofanálag. Hefði verið lagt jafn mikið í handrit og samtöl einsog útlit og stíl væri um frábæra mynd að ræða. En þó að myndin sé vissulega augnakonfekt er hún algerlega bitlaus hvað handritið varðar og allt of auðmeltanleg. Borin saman við ofannefndar myndir Andersons, þá er hún betri en The Royal Tenenbaums, sem var slöpp, en mun leiðinlegri en The Life Aquatic with Steve Zissou, sem var mjög fín. And- erson-aðdáendur munu varla sleppa þessari mynd hans, en hún virðist eiga lítið erindi við hinn al- menna íslenska bíógest. The Darjeeling Limited fjallar um lestarferðalag þriggja bræðra á Indlandi, en þeir hafa ekki hist í eitt ár, frá dauða föður síns. Leggja þeir upp í andlegt ferðalag sem byggist þó mest á óhefðbundnum vímuefnagjöfum úr indverskum apótekum. Leikstjórinn Wes And- erson, sem hefur til dæmis gert myndirnar The Royal Tenenbaums og The Life Aquatic with Steve Zissou, heldur sig við sama stílinn, sem er orðinn eilítið þreyttur. The Darjeeling Limited skartar frábær- um litum, myndatöku, klippingu og tónlist, en skortir góðan sögu- þráð, leik og stefnu. Myndinni má líkja við abstraktmálverk; litaklessur sem líta mjög vel út á striganum, en mynda í raun ekki neitt sérstakt. Húmorinn í mynd- inni er lúmskur, jafnvel óskýr, en alltaf undirliggjandi án þess þó að vera drepfyndinn. Á tíðum virðist myndin rembast við að vera frum- leg og töff, með áreynslulausum leik, sem er hálfgert vörumerki í myndum Andersons. Lítil sem engin svipbrigði, jöfn tónhæð og flóttalegt augnaráð einkennir leik Miðana! Lestarvörður gerir bræðrunum lífið leitt. Rosalega flottar umbúðir en heldur rýrt innihald The Darjeeling limited Bíó: Háskólabíó Leik stjóri: Wes Anderson Að al hlut verk: Adrian Brody, Owen Wilson, Jason Schwartzman Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is BÍÓ Leikstjórinn Sam Raimi, sem hef- ur gert myndir á borð við Army of Darkness og Spiderman- þríleikinn, hefur samþykkt að taka höndum saman við Disney og ABC um að framleiða þáttaröð byggða á fantasíubókaflokki Ter- rys Goodkinds, The Sword of Truth. Stefnt er að frumsýningu þáttaraðarinnar í haust. vij Raimi færir sig í fantasíurnar Kvikmyndaritið Variety hefur greint frá því að leikararnir Dennis Quaid og Arnold Vosloo hafi tekið að sér hlutverk í leik- fangakallastríðsmyndinni G.I. Joe. Tökur á myndinni hefjast í Los Angeles í næsta mánuði en stefnt er að frumsýningu mynd- arinnar í Bandaríkjunum þann 7. ágúst á næsta ári. vij Enn fleiri hetjur ganga í herinn Fréttir af voveiflegu andláti Heath Ledger á dögunum skóku heimsbyggðina. Ledger virtist hafa heiminn í hendi sér, enda bæði vandaður og myndarlegur maður og þótti af mörgum einhver allra efnilegasti leikari samtímans. Því miður er hann ekki eina dæmið um ungar stjörnur sem hafa þurft að kveðja sviðið langt um aldur fram. 24 stundir tóku saman nokkra unga leikara sem létust á þessum áratugi Stjörnur í blóma lífsins sem kvöddu sviðið langt fyrir aldur fram Þeir sem guðirnir elska Heath Ledger 4. apríl 1979 - 22. janúar 2008 Heath Ledger hafði skapað sér ágætis nafn í heimalandi sínu, Ástralíu, áður en hann hélt til Bandaríkjanna og lék í unglingamyndinni geysivinsælu, 10 Things I Hate About You, árið 1999. Í kjölfarið fékk hann fjölmörg bitastæð verkefni, en hans þekktasta er tvímælalaust hlutverk Ennis del Mar í Brokeback Mountain, sem tryggði honum Óskarstilnefningu. Ledger fannst látinn í íbúð sinni 22. janúar síðastliðinn, 28 ára að aldri. Enn er margt á huldu varðandi andlát hans. Við rúmið hans fundust svefntöflur og kvíðalyf, en ekkert bréf, og er talið að hann hafi látist af slysförum. Ledger var syrgður um gervallan heim enda um einn efnilegasta leikara samtímans að ræða. Brandon Lee 1. febrúar 1965 - 31. mars 1993 Brandon Lee var sonur kínversku bardagagoðsagnarinnar Bruce Lee, sem lést þegar Brandon var átta ára. Hann hóf ungur að reyna fyrir sér í leiklistinni og árið 1993 fékk hann aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Crow. Í kvikmyndinni er atriði þar sem skotið er úr byssu á persónu Brandons og var ákveðið að notast við alvöru byssu við upptökur á því. Prufuskoti var hleypt af, en kúlan festist í hlaupinu án þess að tökuliðið tæki eftir því. Byssan var því næst fyllt af púðri en þegar úr henni var skotið fór kúlan úr henni og í líkama Brandons. Úrskurðað var að um slys hefði verið að ræða, en marga grunar að maðkur hafi verið í mysunni. Brandon er jarðaður við hlið föður síns í Seattle. River Phoenix 23. ágúst 1970 - 31. október 1993 River Phoenix var aðeins 15 ára þegar hann lék í gæðamyndinni Stand by Me og í kjölfarið fylgdu myndir á borð við Little Nikita og Running on Empty, sem tryggði honum tilnefningu til Óskarsverðlauna. Undir lok níunda áratugarins var hann af mörgum talinn líklegur til að verða einn af þeim stærstu innan fárra ára. Phoenix átti þó sinn djöful að draga og er hann var nýorðinn 23 ára lést hann af ofneyslu eiturlyfja fyrir utan skemmtistaðinn Viper Room í Los Angeles. Bróðir hans, Joaquin Phoenix, hringdi á lögregluna og tilkynnti um atburðinn og var símtalið flutt margsinnis í fjölmiðlum næstu vikur eftir atburðinn. Chris Farley 15. febrúar 1964 - 18. desember 1997 Chris Farley var einn af vinsælustu gamanleikurum 10. áratugarins en hann ruddi sér fyrst til rúms árið 1990, þegar hann var innvígður í Saturday Night Live hópinn. Hann lék í röð vinsælla gamanmynda en eftir því sem stjarna hans varð skærari fór heilsu hans hrakandi. Fyrripart árs 1997 var Farley mikið í fréttum vegna heilsu sinnar, en hann var langt yfir kjörþyngd og átti auk þess við alvarlegan vímuefnavanda að stríða. Hann fór í sína fyrstu meðferð árið 1993 og átti eftir að fara í 30 í viðbót án þess að ná tökum á neyslu sinni. Farley lést svo í íbúð sinni rétt fyrir jól 1997 af ofneyslu kókaíns og heróíns, en það var yngri bróðir hans sem kom að honum. Aaliyah 16. jan. 1979 - 25. ágúst 2001 Aaliyah var rétt skriðin á táningsaldur þegar hún varð þekkt söngkona. Hún fékk fljótt áhuga á leiklist og um aldamótin lék hún í sinni fyrstu stóru mynd, Romeo Must Die, og ári síðar í Queen of the Damned. Aliyah var 22 ára þegar hún lést í flugslysi á Bahamaeyjum þar sem hún hafði verið við tökur á myndbandi við lagið Rock the Boat. Flugvélin var komin um 70 metra frá flugbrautinni þegar hún skall til jarðar og allir níu sem voru innanborðs létust. Rannsókn leiddi í ljós að flugvélin hefði verið ofhlaðin yfirgengilega, en auk þess hafði flugmaðurinn ekki tilskilin réttindi. Aaliyah lést klukkan 18:50 sem er, ótrúlegt en satt, sami tími og hún fæddist á. 28 ára 28 ára Brad Renfro 25. júlí 1982 - 15. janúar 2008 Brad Renfro var aðeins 11 ára þegar hann lék í kvikmyndinni The Client sem varð gríðarlega vinsæl. Hann fékk mörg áberandi verkefni í kjölfarið og var af flestum talinn á meðal efnilegustu leikara 10. áratugarins. Hann átti hins vegar við mikinn vímuefnavanda að stríða og prýddi eitt sinn forsíðu L.A. Times í handjárnum, eftir að hafa verið tekinn fyrir eign á heróíni og meþadoni. Renfro var 25 ára þegar hann fannst látinn í íbúð sinni í Los Angeles 15. janúar síðastliðinn. Vitað er að um kvöldið hafði hann setið að harðri drykkju ásamt félögum sínum. Talið er að hann hafi látist vegna ofneyslu áfengis og eiturlyfja, en dánarorsök hefur þó enn ekki verið gefin upp. Tupac Shakur 16. júní 1971 - 13. september 1996 Einn fremsti rappari sögunnar og sá söluhæsti ef marka má Heimsmetabók Guinness. Tupac þótti einnig öflugur leikari og lék í sinni fyrstu kvikmynd, Juice, árið 1992 og naut hún talsverðra vinsælda. Tupac varð í kjölfarið eftirsóttur á hvíta tjaldinu og átti eftir að leika í fimm kvikmyndum til viðbótar, en þrjár af þeim komu út eftir dauða hans. Tupac var 25 ára þegar hann var skotinn til bana þar sem hann sat í bíl eftir hnefaleikabardaga Mike Tyson og Bruce Seldon í Las Vegas. Enginn var sakfelldur fyrir morðið, en fjöldi fólks hefur rannsakað málið á eigin forsendum og eru uppi margar kenningar um dauða hans. Þá vilja einhverjir meina að Tupac sé hreinlega ekki dáinn. Jonathan Brandis 13. apríl 1976 - 12. nóv. 2003 Jonathan Brandis var kornungur þegar hann hóf að leika gestahlutverk í sjónvarpsþáttum og árið 1992 komu út tvær vinsælar unglingamyndir með honum í aðalhlutverki, Sidekicks og Ladybugs. Brandis varð feikivinsæll í kjölfarið, einna helst á meðal ungra stúlkna. Með árunum fór þó að halla undan fæti hjá kappanum og hann fékk fá bitastæð hlutverk. Hann var 27 ára þegar hann hengdi sig á heimili sínu eftir að hafa farið út að borða með vinum sínum fyrr um kvöldið. Atburðurinn kom fjölskyldu og vinum Brandis í opna skjöldu, enda hafði fátt bent til þess að hann væri í slæmu andlegu ástandi og hann átti ekki við vímuefnavanda að stríða. 23 ára 33 ára 22 ára 25 ára 27 ára 25 ára Yfirvöld í Pakistan hugleiða um þessar mundir hvort það ætti að afnema áratuga gamalt bann á sýningum indverskra Bollywood- mynda í landinu. Bannið var sett á árið 1965 þegar stríð Indverja og Pakistana stóð sem hæst en nú er tíðin önnur og pakistanskir kvikmynda- áhugamenn vilja ólmir fá að sjá Bollywood-myndir án þess að þurfa að óttast grimma laganna verði. vij

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.