24 stundir - 30.01.2008, Side 38

24 stundir - 30.01.2008, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir “Illkvittinslega fyndin” - Madonna “Fyndin, sexy og ótrúlega klúr” - Daily Mirror Pam Ann Flugfélag Íslands kynnir: í fyrsta skipti á Íslandi! Í Tjarnarbíói 31. janúar og 1. febrúar Flugfreyja ríka og fræga fólksins - ógleymanlegt uppistand! „Spaugstofumenn voru í raun að gera grín að fólkinu sem komu umræðunni upp frekar en Ólafi F. Mér finnst að fólk ætti að geta haft smá húmor fyrir þessum sirkus sem búinn er að vera og hætta þessu væli ellegar hringja á vælubílinn og sleppa því að horfa á Spaugstofuna.“ Ómar Örn Ólafsson eyjan.is/goto/omardiego „Finnst engum skringilegt að þjóðfélagið liggi á hliðinni vegna hvað sé viðeigandi eða óviðeig- andi umfjöllun um andlega heilsu Ólafs F. Magnússonar - en á sama tíma smjatta fjölmiðlar á harmsögufréttunum af banda- rískum söngkonum sem kljást við taugaáföll og eiturlyfjafíkn ?“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan „Í nýjustu [Rambo] myndinni eru að meðaltali þrír drepnir á hverri mínútu sem er talsvert betra en Rambo III. Í nýju mynd- inni er ekkert verið að eyða tím- anum í vitleysu enda byrjar fjörið strax eftir rúmar 3 mínútur. Síð- ast þurfti að bíða í 40 mínútur eftir blóði, sem er allt of langt.“ Henry Birgir Gunnarsson blogg.visir.is/henry BLOGGARINN Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Ragna Ingólfsdóttir badmin- tonkona heldur áleiðis til Írans á fimmtudag, til að spila á al- þjóðlegu badmintonmóti í höf- uðborg landsins, Teheran. Íran hefur verið mikið í fréttum und- anfarið, af miður skemmtilegum tilefnum, en klerkastjórnin, með Mahmoud Ahmadinejad forseta í fararbroddi, þykir ekki beint frjáls- lynd í fasi, nema síður sé. Dauða- refsing liggur við samkynhneigð og óheimilt er að gagnrýna eða gera grín að yfirvöldum. Þá eru mann- réttindi kvenna ekki í hávegum höfð auk þess sem Bandaríkja- menn saka Írana um smíði kjarna- vopna, sem ekki hefur þó sannast. Segist hvergi bangin „Ég hef safnað kjarki, enda talað við marga sem þekkja til. Þeir segja að þetta sé frekar öruggt, svo fremi sem lög þeirra og hefðir séu virtar. Eflaust held ég mig þó mest inni á hóteli svona til að byrja með og sé svo til,“ segir Ragna, sem vonast til að geta spilað í sínum hefðbundna klæðnaði, stuttbuxum og bol. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum að spila þannig, en hins vegar eru þær írönsku ekki jafnheppnar. Þær eru í alklæðnaði frá toppi til táar, aðeins sést í andlit þeirra. Ég man þegar ég var að keppa á Máritíus- eyju einu sinni og sumar músl- imastelpurnar þurftu að spila í svona múnderingu, að skipan föð- ur þeirra. Það var 40 stiga hiti í höllinni og við sem vorum í stuttbuxum vorum að kafna úr hita og leið þeim eflaust ekki vel, enda svitnuðu þær heiftarlega í þessum alklæðnaði. Kannski þetta sé skýringin á að engin írönsk stelpa er á topp 100-listanum. Annars spila stelpur sér og strákar sér og engir tvenndarleikir leyfðir, sem er alveg í lagi mín vegna. Það getur borgað sig að spila um þessi stig, því það Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona leggur land undir fót Fer til Írans að safna stigum Ragna Ingólfsdóttir setur ferð til Írans ekki fyrir sig þegar badminton er ann- ars vegar. Hún ætlar sér á Ólympíuleika og lætur klerkastjórnina ekki hræða sig. Staðráðin Ragna ætlar sér að ná árangri og lætur Sharia-lögin ekki aftra sér. Forsetinn Mahmoud Ahmadinejad er hold- gervingur forsjárhyggjunnar, að margra mati. er lítið um sterka mótherja á mótinu. Eflaust leggja ekki allar í það að fara, en svo eru líka lands- mót víða þessa helgi, eins og í Danmörku og Þýskalandi. Ég verð því að komast í undanúrslit til þess að hækka mig á heimslistanum,“ segir Ragna sem er nú í 53. sæti listans og eygir von um ólympíu- drauminn. HEYRST HEFUR … Fyrsta Monitor-tölublað ársins kemur út í næstu viku. Nú heyrist að Biggi og félagar hafi nýtt janúar til gagngerra endurbóta á blaðinu og að búast megi við að forsíðuandlitin verði ekki úr heimi tónlistar eins og síðustu forsíðuandlit. Mikil leynd hvílir yfir hvaða andlit þetta eru, en samkvæmt heimildum 24 stunda er um heimfræga einstaklinga að ræða sem hafa aldrei sungið lag opinberlega. afb Atli Bollason, hljómborðsleikari Sprengjuhall- arinnar, hefur skotið upp kollinum hér og þar sem álitsgjafi undanfarna daga þó lítið fari fyrir hljóm- sveitinni. Þegar mótmælin í Ráðhúsinu stóðu sem hæst birtist við hann viðtal í fréttum RÚV þar sem hann tíundaði alvarleika málsins. Í vikunni var hann svo aftur mættur, í þetta skiptið í Kastljósið, þar sem hann mótmælti niðurrifi Sirkuss. afb Bloggarinn María Kristjánsdóttir hefur þorað að segja það sem fáir aðrir hafa þorað í umræðunni um Spaugstofuna og hið meinta ómaklega grín þeirra í garð Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra. Það er hversu vel gestaleikarinn Erlendur Eiríksson stóð sig í gervi Ólafs, en þeir voru jú sláandi líkir. Segir María það „hneykslanlegt“ að enginn skuli hafa minnst á hversu „eiturgóður“ Erlendur var. tsk Það er ekkert heilagt í veð- urspánum hjá veðurfræðingnum Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem geng- ur stundum undir nafninu Siggi stormur, en hann afgreiðir veð- urspár eftir pöntunum eins og sást glöggt í veðurfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldið. Þar birtist skíðasvæðið Wagrain á veðurkortinu en Sigurður segir að það fái að birtast stöku sinnum, einfaldlega vegna þess að hópur áhorfenda hafi óskað eftir því. „Þannig er að það er skíðahópur að fara til Wagrain í Austurríki og þetta fólk hefur verið mjög duglegt að hringja í mig og biðja mig um að vera með veðurhorfur fyrir þetta svæði. Þannig að ég hef gert þetta svona þriðja til fjórða hvern dag að hleypa því að.“ Viðrar vel til loftárása Sigurður segir að hann fá reglu- lega beiðnir um að birta veðurspár fyrir hina og þessa staði og hann reynir að verða við óskum flestra. „Hópar sem eru að fara eitthvað hafa sérstaklega haft samband. Ég hef fengið beiðni um spá fyrir Írak til að fylgjast með hvort þar væri sprengjuveður og ég hef sýnt Írak. Við eigum kort fyrir allan heiminn, við eigum kort fyrir Afríku, Suður- Ameríku, Antarktíku og Ástralíu.“ Sigurður játar það að þessar óskir áhorfenda auki svolítið við vinnuálagið hjá honum en hann setur það ekki fyrir sig enda er þjónustulundin rík í honum Sig- urði. „Stundum er þetta svolítil handavinna fyrir mig en að sjálf- sögðu gerir maður þetta. Ég er að þessu fyrir fólkið, ekki mig.“ vij Fínt skíðaveður í Wagrain Veðurspá hjá Sigga eftir pöntunum Siggi Stormur Afgreiðir veðurspár eftir pöntunum áhorfenda. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 2 4 8 3 7 5 6 1 9 5 6 9 2 8 1 3 4 7 1 7 3 4 6 9 8 2 5 8 9 4 7 1 2 5 3 6 6 2 7 5 9 3 1 8 4 3 1 5 6 4 8 7 9 2 4 3 6 8 2 7 9 5 1 7 5 1 9 3 4 2 6 8 9 8 2 1 5 6 4 7 3 Það vilja allir kaffi. 24FÓLK folk@24stundir.is a Það var mjög erfitt að troðast út úr skápnum á 10 cm háum hælum eftir að hafa skriðið upp um pínulítið gat á sviðinu. Jæja Jónsi, var það léttir að koma út úr skápnum? Jón Jósep Snæbjörnsson, best þekktur sem Jónsi í Í svörtum fötum, tók þátt í skemmtiatriði á árshátíð Icelandair um helgina, þar sem hann kom út úr skáp í kjól og háhæluðum skóm til að taka lagið, en Jónsi vann sem flugþjónn hjá fyrirtækinu í fyrra. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Jón er gagnkynhneigður.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.