24 stundir - 29.02.2008, Síða 1
24stundirföstudagur29. febrúar 200842. tölublað 4. árgangur
Fjögur börn fermast í Kvenna-
kirkjunni þetta árið þar sem
presturinn, Auður Eir, segir
þeim að Guð sé kona og um
hana talað sem gæskuríka og
góða vinkonu.
Guð er kona
FERMING»20
Gina Winje, framkvæmdastjóri frá
Noregi, segir að miklu skipti að þýða
bækur á önnur tungumál því að þær
séu í eðli sínu alþjóðlegar. Hún segir
Norðmenn vera að upplifa gullöld í
bókmenntum.
KOLLA»18
23,5% munur á
létt kakómjólk
NEYTENDAVAKTIN »4
Skoskum þingmönnum hafa
borist tvær áskoranir þar sem
þeir eru hvattir til að náða þá
sem voru dæmdir fyrir galdra
fyrr á öldum. Í annarri áskor-
uninni er meðal annars talað
máli miðils sem stungið var í
steininn árið 1944.
Í hinni áskoruninni er þess
krafist að nafn allra sem hlutu
dóm eftir skoskum nornalög-
um á milli 1565 og 1736 verði
hreinsað. Er áætlað að þar sé
um að ræða 4.000 manns, en
um 85% voru konur. aij
Síðustu norn-
irnar náðaðar
GENGI GJALMIÐLA
SALA %
USD 65,95 +0,70
GBP 131,11 +0,55
DKK 13,40 +1,02
JPY 0,62 +0,89
EUR 99,84 +1,00
GENGISVÍSITALA 130,23 +0,86
ÚRVALSVÍSITALA 4.896,83 -1,18
»12
0
-2
-9
-4 -6
VEÐRIÐ Í DAG »2
Hreinar skuldir íslenska þjóð-
arbúsins eru með því mesta sem
þekkist í heiminum, en hrein er-
lend staða þess var neikvæð um
sem nemur 113 prósentum af
vergri landsframleiðslu við lok
þriðja ársfjórðungs 2007. Hún hef-
ur næstum tvöfaldast á
fjórum árum.
Íslenska útrásin
fengin að láni
»2
Kurr er í íbúum Reykhólahrepps
vegna mögulegrar fækkunar póst-
dreifingardaga úr fimm í þrjá.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
heimilað Íslandspósti að fækka
dreifingardögum úr fimm í þrjá á
tveimur landpóstaleiðum sem
farnar eru frá Patreksfirði
og Króksfjarðarnesi.
Þjónustuskerð-
ing Póstsins
»4
Umræður um einhliða upptöku
evrunnar voru útilokaðar og Ís-
land er ekki á leið í ESB. Hins
vegar fór ekki á milli mála að
Geir H. Haarde forsætisráðherra
var mikið í mun að gefa ekki
með neinum hætti til kynna að
Ísland væri að þoka sér
nær ESB-aðild.
ESB-aðild slegin
köld í Brussel
»6
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Áætlað er að Menntasmiðjan á Ak-
ureyri, sem sinnir almennri sí-
menntun, verði lögð niður í núver-
andi mynd frá næsta hausti. Unnið
er að því að hluti hennar verði
sameinaður Starfsendurhæfingu
Norðurlands (Byr). „Þessa ákvörð-
un hefur samfélags- og mannrétt-
indaráð Akureyrarbæjar tekið án
nokkurs samráðs við starfsfólk
Menntasmiðjunnar,“ segir Val-
gerður Bjarnadóttir, sem átti upp-
haflega hugmyndina að stofnun
Menntasmiðjunnar og hefur kennt
þar í fjórtán ár.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir,
forstöðufreyja Menntasmiðjunnar,
sagðist hafa fengið þau tilmæli „að
ofan“ að tjá sig ekki um málið við
fjölmiðla.
Byr allt annað fyrirbæri
Valgerður Bjarnadóttir segir það
synd að leggja eigi Menntasmiðj-
una niður enda hafi hún lengi verið
skrautfjöður bæjarins. Hún segir
ljóst að andi Menntasmiðjunnar
muni ekki svífa yfir sameinaðri sí-
menntunarstofnun. „Byr er allt
annað fyrirbæri en Menntasmiðj-
an. Í Menntasmiðjunni er þjónust-
an persónulegri enda er hún fyrir
fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í
námi eða stendur á einhvern hátt á
tímamótum. Byr er meira eins og
hefðbundinn skóli,“ segir Valgerð-
ur.
„Að baki þessu starfi liggur mikil
fagleg þróunarvinna og það er sárt
að sjá öllu því góða starfi kastað. Ég
vona að ákvörðunin verði endur-
skoðuð,“ segir Valgerður.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæj-
arstjóri á Akureyri, segir að verið sé
skoða hvernig hægt sé að sameina
alla fullorðinsfræðslu á Akureyri
undir einn hatt en enn hafi ekki
verið ákveðið hvernig.
Menntasmiðjan á Akureyri verður lögð niður í haust Ekkert
samráð var við starfsfólk Forstöðufreyjan í fjölmiðlabanni
➤ Sinnir símenntun fyrir Ak-ureyri og nágrenni. Þar er sér-
stök Menntasmiðja fyrir kon-
ur og önnur fyrir ungt fólk.
➤ Þar eru m.a. námskeið í sjálf-styrkingu, tölvuvinnslu og ís-
lensku fyrir útlendinga. Sjá
www.menntasmidjan.is.
MENNTASMIÐJAN
Smiðja slegin af
Enginn hefur fengið sekt fyrir að aka á forgangsakrein fyrir strætisvagna og leigubíla enda engin lög sem banna
akstur á slíkum akreinum. Lögreglan hefur þó haft afskipti af ökumönnum sem aka á þessum akreinum og þeir
fengið skömm í hattinn fyrir tillitsleysi.
Ekið á forgangsakrein
Árvakur/Ómar„Forgangsreinar eru ekki virtar og allra síst í Lækjargötu“
...Enginn er betri
ÞÚ FÆRÐ
FERMINGARRÚMIÐ
HJÁ OKKUR
Gullöld í bókmenntum