24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir
„Forgangsakreinar strætó eru hunsaðar, sérstaklega
í Lækjargötu,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., og bætir við: „Vagnstjórar eru orðnir
þreyttir á ástandinu.“ Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík,
segir að það hafi ekki komið fyrir að menn hafi verið
sektaðir fyrir að keyra á forgangsakreinunum, en það
þurfi að skilgreina brotið betur í löggjöfinni. „Farið
var af stað með þessar akreinar án þess að vera með
skýr úrræði,“ segir Guðbrandur. Búið er að leggja fram
frumvarp á Alþingi þar sem bætt verður inn í umferð-
arlögin nýjum málslið, sem er svohljóðandi: „Almenn
umferð ökutækja um forgangsakreinar strætisvagna
og leigubifreiða er óheimil.“ Ólöf Nordal, formaður
samgöngunefndar og ein þeirra sem lögðu málið fyrir
Alþingi, segir að ekki sé enn komið að málinu hjá
nefndinni. Hún segir lögregluna ekki hafa lagalega
heimild til þess að sekta eins og lögin eru í dag.
sgs
Forgangsakreinar fyrir strætó og leigubíla ekki til í lögum
Lögreglan má ekki sekta
Samvinna Íslendinga og Svía um
að koma fleiri lyfjum inn á íslenska
lyfjamarkaðinn er fyrsta skrefið í því
að koma á norrænum lyfjamarkaði,
segir á fréttavef sænsku lyfjastofn-
unarinnar, Läkemedelsverket. Haft
er eftir Christer Backman, sem er í
forsvari hjá sænsku lyfjastofnun-
inni, að reyna eigi að fá fyrirtæki
sem sæki um leyfi þar til að sækja
líka um á Íslandi. Einnig eigi að
biðja þau um að sækja um hér vegna
lyfja sem þegar hafi verið samþykkt í
Svíþjóð. Greint er frá því að íslensk
yfirvöld muni samþykkja sænskar
merkingar á pakkningum. Árangur-
inn verður kynntur á ráðherrafundi
Norðurlandaráðs í júní. ibs
Samvinna við Svía um markaðsleyfi
Skref að norrænum
lyfjamarkaði
„Við erum með 25 tegundir af
bruggi á lager en getum reddað
þeim bjór sem fólk vill, t.d.
Heineken eða Guinness,“ segir
Þórarinn Egill Sveinsson um-
boðsmaður Brugghússins ehf.
en fyrirtækið er að hefja inn-
flutning á sérhæfðum brugg-
vélum. Þær verða leigðar út til
sveitahótela og veitingastaða.
„Svo er hægt að þróa eigin bjór
í samráði við Brugghúsið, t.d.
setja út í hann íslenskar jurtir og fá þannig ákveðinn heimabrag á
þetta,“ segir Þórarinn.
Tækið er á við stóran ísskáp að stærð. Það getur bruggað allt að 195
lítrum í einu en hver lögun tekur um tíu daga. Þá getur fyrirtækið ann-
að hvort selt beint af kútnum og hafið nýja lögun þegar bjórinn er bú-
inn eða dælt bjórnum á annan kút og hafið nýja lögun strax.
„Fjárbindingin er engin fyrir staðinn því ekkert er greitt fyrr en kom-
inn er bjór til að selja,“ segir Þórarinn. Greidd er mánaðarleg leiga af
bruggtækinu og svo er greitt fyrir hverja lögun en Brugghúsið stendur
skil á áfengisgjaldi og öllum skatti.
thorakristin@24stundir.is
Á þriðja tug bruggtegunda
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra telur ekki ástæðu
til þess að koma á fót rannsókn-
arnefnd til að rannsaka fangaflug
í íslenskri lofthelgi. Þetta kom
fram í svari hennar til Steingríms
J. Sigfússonar á Alþingi í gær.
Útgangspunktur Steingríms var
danskur sjónvarpsþáttur sem
danska Ríkissjónvarpið gerði um
fangaflug Bandaríkjamanna er
sýndur var í Sjónvarpinu á mánu-
dag. Sagði Steingrímur Ísland
hafi komið verulega við sögu í
þættinum og að hann hefði sýnt
að hægt væri að rannsaka málið.
Það gengi í bága við þau orð ráð-
herra að ekki væri hægt að sann-
reyna ólögmætt fangaflug yfir
landinu. Ráðherra sagði að aðal-
atriðið væri að grípa til aðgerða
til að tryggja að ólögmætt fanga-
flug ætti sér ekki stað í íslenskri
lofthelgi í framtíðinni. þkþ
Fangaflug CIA
ekki skoðað
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið
að viðurkenna sjálfstæði Kosovo,
en ekki liggur fyrir endanleg
ákvörðun um dagsetningu. Utan-
ríkisráðuneytið segir að vegna
hinna sérstöku aðstæðna í Kos-
ovo muni viðurkenning á sjálf-
stæði þess ekki hafa fordæm-
isgildi, en hafa beri öryggi og
stöðugleika á svæðinu að leið-
arljósi. mbl.is
Sjálfstæði Kos-
ovo viðurkennt
Ekki er loku fyrir það skotið að
virðisaukaskattur á lyfjum verði
lækkaður á þessu kjörtímabili ef
marka má orð Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra,
á þingi í gær. Svaraði hann þar
fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar.
„Ríkisstjórnin sem nú situr er
mikil skattalækkanaríkisstjórn
þannig að við skulum sjá hvað
verður,“ sagði ráðherra. þkþ
Verðlækkun á
lyfjum möguleg
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkir úr Æskulýðssjóði
Æskulýðssjóður starfar samkvæmt æskulýðslögum nr. 70/2007 og reglum um Æskulýðssjóð nr. 60/2008.
Næsti umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er 1. apríl 2008.
Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka:
1. Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.
2. Þjálfun forustufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða.
3. Nýjungar og þróunarverkefni.
4. Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.
Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði í félagsstarfi, svo sem þing, mót eða þess
háttar viðburði, né ferðir hópa.
Menntamálaráðherra úthlutar styrkjum úr Æskulýðssjóði að fengnum tillögum stjórnar Æskulýðssjóðs.
Umsóknarfrestur í Æskulýðssjóð er fjórum sinnum á ári, 1. febrúar, 1. apríl, 1. september og 1. nóvember
og er umsóknarfrestur auglýstur hverju sinni.
Í umsókn til Æskulýðssjóðs skulu koma fram upplýsingar um:
- nafn æskulýðsfélags eða æskulýðssamtaka
- nafn og heimilisfang umsækjanda
- heiti, lýsing og markmið verkefnis, ásamt kostnaðar- og tímaáætlun
- áætlaðan fjölda þátttakenda
- samstarfsaðila eftir því sem við á
- kennitölu og númer bankareiknings er styrkurinn á að leggjast inn á ef viðkomandi hefur fengið
úthlutað styrk.
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef
Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsoknir.stjr.is. Aðgangur er veittur á kennitölu umsækjanda (ekki
kennitölu æskulýðsfélags eða æskulýðssamtaka) og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann
gefur upp við nýskráningu. Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar.
Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja menntamálaráðuneytið undir flipanum
Umsóknir. Þar er umsóknareyðublað fyrir Æskulýðssjóð. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út.
Umsækjendur geta fylgst með afgreiðslu umsókna sinna með því skrá sig inn á umsóknavefinn.
Nánari upplýsingar um Æskulýðssjóð veitir Ásta Ingólfsdóttir í síma 545 9500 eða í tölvupósti á
asta.ingolfsdottir@mrn.stjr.is.
Menntamálaráðuneyti, 27. febrúar 2008.
menntamalaraduneyti.is