24 stundir - 29.02.2008, Page 12

24 stundir - 29.02.2008, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir Allianz Ísland hf. | Laugavegur 176 | 105 Reykjavík | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is | BYR er eigandi Allianz á Íslandi Eru þínir peningar að fuðra upp? Viðbótarlífeyrissparnaður - tryggir þína framtíð Hafðu samband við ráðgjafa Allianz. Þú ferð aldrei í mínus hjá Allianz! Ó ! ·1 1 1 7 1 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Lengi hefur verið ríkjandi viðhorf hér á landi að almennar siðareglur eigi ekki sérlega vel við í bloggheimum og þar sé mönnum leyfilegt að segja hvað sem er. Nýlegur dómur héraðsdóms kveður upp úr með að þetta sé ekki svo og að netverjar verði að bera ábyrgð á orðum sínum eins og aðrir. Öllum ætti að vera ljóst að í netheimum fara menn hvað eftir annað of- fari í meiðandi ummælum um náungann, oft í skjóli nafnleysis. Menn virðast líta svo á að það sé sjálfsagður réttur þeirra að hella úr tilfinn- ingaskálum sínum á netsíður og kveða upp alls kyns dóma yfir samborg- urum sínum. Það er sannarlega engin ástæða til að fagna slíku ábyrgð- arlausu frelsi en það er álitamál hversu hart á að taka á slíkum brotum. Nýfallinn dómur héraðsdóms vekur upp ýmsar áleitnar spurningar sem munu verða æpandi staðfesti Hæstiréttur dóminn. Af stað gæti farið hrina málaferla þar sem alls kyns vælukjóar sem telja hafa verið vegið að sér sækja rétt sinn. Þeir sem hýsa nafnlaust blogg geta einnig verið gerðir ábyrgir orða sem eru ekki frá þeim runnin, þar sem þeir teljast vera ábyrgðarmenn viðkomandi síðu. Síðan vaknar sú spurning hversu dýr orð séu og hversu háar skaðabætur menn verði að greiða fórnarlömbum sín- um. Ekki verður annað séð en að upphæðin sem Gauki Úlfarssyni er gert að greiða Ómari R. Valdimarssyni sé ansi há, til dæmis miðað við þær skaðabætur sem kynferðisglæpamönnum er gert að greiða fórnarlömbum sínum. Ummæli Gauks voru vissulega glannaleg og ekki skynsamleg, en eru langt frá því að vera með því versta sem sést hefur í bloggheimum. Refsiglaðir menn kunna að fagna því að nú sé hægt að draga bloggara fyrir dóm. Þeir sem hallast ekki að slíkum leiðum hljóta að telja æskilegra að í bloggheimum komi menn sér upp eigin siðareglum og fari eftir almenn- um kurteisisreglum. Það er óhjákvæmilegt að menn fari einstaka sinnum fram úr sér í bloggskrifum þar sem svo stór hópur stundar þau. En ef menn þekkja leikreglurnar þá munu flestir fara eftir þeim. Fæstir vilja vera dregnir fyrir dóm vegna meiðandi ummæla. Í þessu máli, líkt og svo mörgum öðrum, er refsigleði, höft og helsi ekki endilega svarið. Við verðum að sætta okkur við að mistök munu eiga sér stað en þau verða mun færri en ella ef menn átta sig á almennum siðareglum og einsetja sér að fara eftir þeim. Hversu dýr eru orð? SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Ég er að velta því fyrir mér hvers vegna gagnrýni Andrésar Magn- ússonar læknis á íslenska banka- kerfið hefur feng- ið svo mikinn hljómgrunn. Er það ekki vegna þess að almenn- ingur í þessu landi er búinn að fá sig gjörsamlega fullsaddan á vaxtaokrinu, óhófinu og matadorspilamennsk- unni í bankakerfinu? Og líka vegna þess að fólk treystir ekki hagfræðingum fyrir fimm- aura? Þeir hafa svo oft haft rangt fyrir sér, verið uppteknir við að verja rotið kerfi, talað upp gengi á pappírum sem voru einskis virði í raun. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN Fullsaddir Frá því að fyrirtækið Jarðvélar […] varð gjaldþrota hefur Reykjanesbrautin verið stór- hættuleg, – kannski hættu- legasti þjóðvegur landsins. Það berast nánast daglega fréttir um árekstra, slys og óhöpp á kafl- anum milli Voga- afleggjara og Grindavíkurafleggjara. Ástandið er óþolandi og seinagangur Vega- gerðarinnar líka. Í stað þess að fá nýjan verktaka strax í málið er það sett í útboð, að kröfu fjár- málaráðuneytisins eftir því sem manni skilst. Það er lágmarks- krafa að bætt sé úr ljósum og við- vörunarmerkjum. Pétur Gunnarsson eyjan.is/hux Seinagangur Við framsóknarmenn beittum okkur fyrir því á síðasta kjör- tímabili að ná samkomulagi við lyfjaheildsala sem hefur skilað sér í mun lægra lyfja- verði. Nú þarf að halda áfram að lækka lyfjaverðið og árangursrík- asta leiðin í þeim efnum er að lækka skattlagn- ingu. Lækkun virðisaukaskatts á lyf myndi koma þeim best sem hvað höllustum fæti standa í þjóðfélaginu, sjúkum, öldruðum og öryrkjum. Þessir hópar þurfa því miður að bíða þessarar kjara- bótar um óákveðinn tíma. [] for- gangsmál allra flokka að bæta sérstaklega stöðu þessara hópa. Birkir Jón Jónsson birkir.blog.is Dýr lyf Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@24stundir.is Nýfallinn héraðsdómur fyrir nauðgun á barnapíu er merki um að nauðgunar- dómar séu að þyngjast eilítið. Slíkt er fagnaðarefni í sjálfu sér þótt flestum finnist dómar fyrir kynferð- isbrot enn vera allt of vægir. Dómar fyrir kynferð- isbrot hafa í gegnum tíðina verið of vægir á Íslandi en það að nauðgunardómar séu að þyngjast hægt og bít- andi er jákvæð þróun. Löggjafinn hefur sent þau skilaboð til dómstólanna að nauðgun er mjög alvarlegur glæpur, svo alvarlegur að hann getur varðað allt að 16 ára fangelsi. Dómstólum ber að virða þann vilja löggjafarvaldsins. Auðvitað veit ég að þungir dómar eru ekki einhver allsherjarlausn en dómarnir þurfa að vera sanngjarnir og réttlátir. Að mínu mati þarf ekki einungis að vera samræmi á milli dóma fyrir sömu brot heldur þarf einnig að vera eitthvert samræmi á þyngd dóma milli brotaflokka. Slíkt samræmi er ekki fyrir hendi. Nægir að líta til hinna þungu fíkniefnadóma annars vegar og hins veg- ar á dómana fyrir kynferðisbrot. Þessi dómafram- kvæmd er ekki í samræmi við réttlætiskennd almenn- ings. Undanfarin ár höfum við tekið mörg jákvæð skref í þessum málaflokki. Skilgreiningin á nauðgun hefur m.a. verið víkkuð út þannig að nú er ofbeldi eða hótun ekki lengur skilyrði fyrir því að hægt sé að telja verknaðinn vera nauðgun. Þá telst það nú vera nauðg- un að þröngva vilja sínum gagnvart rænulausum ein- staklingi. Í umræddum héraðsdómi er sérstaklega tal- að um að brotið hafi verið gegn sjálfsákvörðunarrétti, athafnafrelsi og friðhelgi stúlkunnar sem verður að teljast vera frekar ný og jákvæð nálgun hjá íslenskum dómstóli. Við eigum að líta á nauðganir sem mjög al- varleg brot á kynfrelsi og sjálfs- ákvörðunarrétti einstaklingsins. Þessi mál snúast hins vegar ekki einungis um lög og dóma. Það þarf einnig að fjölga þeim málum sem fara í gegn- um kerfið og tryggja fræðslu og skil- virkan stuðning við þolendur kyn- ferðislegs ofbeldis. Að mínu mati er þessi málaflokkur miklu mikilvægari en margt annað. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar Vægir dómar en jákvæð þróun ÁLIT Ágúst Ólafur Ágústsson aoa@althingi.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.