24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 18
Þýðingar skipta miklu
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
Gina Winje, framkvæmdastjóri
NORLA, bókmenntakynningar-
stofnunar Norðmanna og verkefn-
isstjóri norrænna þýðinga, var
stödd hér á landi á dögunum. Hún
var í miðpunkti á málstofu um út-
flutning réttinda og bókmennta-
kynningu á alþjóðvísu sem Félag ís-
lenskra bókaútgefenda og
Bókmenntasjóður stóðu fyrir í vik-
unni. NORLA hefur náð miklum
árangri í að vekja athygli á norskum
samtímabókmenntum og Gina
miðlaði af þeirri reynslu á mál-
þinginu.
„Það skiptir alla höfunda máli að
bækur þeirra séu þýddar á erlend
tungumál,“ segir Gina. „Þeir vilja
tilheyra samfélagi rithöfunda, ekki
bara í sínu eigin landi. Norskir rit-
höfundar eru að þessi leyti eins og
rithöfundar annarra landa. Þeir
skrifa á norsku og norskir lesendur
lesa bækur þeirra en verkið sjálft er í
eðli sínu alþjóðlegt. Þess vegna
skipta þýðingar gríðarlega miklu
máli. Þýðingar leiða til þess að les-
endahópurinn stækkar, verkið fer
víða og vekur áhuga á höfundinum
og bókmenntum lands hans.“
Gullöld í Noregi
Hver er staða norskra nútímabók-
mennta, eru höfundarnir að skrifa
góðar bækur?
„Að mínu mati erum við Norð-
menn að lifa aðra gullöld okkar í
bókmenntum á eftir tímabili Ibsens
og Hamsuns. Glæpasögurnar eru
góðar, skáldsögurnar eru góðar og
það sama má segja um ljóðagerð-
ina. Ég veit hins vegar ekki hversu
lengi þessi gullöld mun standa. Ef
ég á að nefna einn norskan nútíma-
rithöfund sem hefur vakið alþjóð-
lega athygli þá nefni ég Per Petter-
son. Skáldsaga hans Ut og stjæle
hester hefur verið þýdd á rúmlega
fjörutíu tungumál og fékk IMPAC-
verðlaunin sem eru stærstu verð-
laun sem veitt eru í heiminum fyrir
eitt verk. Þessi bók hefur fengið
dásamlega dóma og snertir lesend-
ur djúpt. Það lá samt aldrei fyrir í
byrjun að þetta væri bókin sem
heimsbyggðin myndi falla fyrir.
Þannig hluti er aldrei hægt að
reikna út og einmitt það gerir bóka-
útgáfu svo spennandi. Velgengni
þessarar bókar hefur hjálpað öðr-
um norskum höfundum, til dæmis
á breska markaðnum. Í ár munu
um tuttugu bækur koma út í enskri
þýðingu, sem telst mjög góður ár-
angur og er að hluta til að þakka
velgengni Ut og stjæle hester.“
Öll athygli mikilvæg
Allir virðast þekkja skandinavíska
krimmann. Heldurðu að hann muni
áfram verða á sigurbraut eða liggur
leiðin niður á við?
„Það er of snemmt að dæma um
það. Þeir skandinavísku glæpa-
sagnahöfundar sem hafa náð við-
urkenningu hafa verið að skrifa
góðar bækur í langan tíma. Það
verður forvitnilegt að fylgjast með
því hvað nýir glæpasagnahöfundar
munu gera, hvort þeir munu skrifa
á sama hátt og þeir sem nú eru við-
urkenndir eða allt öðruvísi og hvort
þeir munu ná sömu viðurkenningu.
Glæpasögurnar vekja athygli núna
og því er mikilvægt að nýta sér
áhugann meðan hann er við lýði því
hann getur gufað upp einn daginn.
Það eru tískusveiflur í bókmennta-
heiminum eins og annars staðar.“
Þekkja fleiri norskar bókmenntir
nú en fyrir tuttugu árum?
„Já, svo sannarlega. Þekkingin á
norskum nútímabókmenntum hef-
ur aukist til mikilla muna síðustu
ár. Noregur er og verður lítið land á
þessari jarðarkringlu en öll athygli
sem norskar bókmenntir fá er mik-
ilvæg. Og athyglin er mikil um þess-
ar mundir.“
Gina Winje „Þýðingar leiða til
þess að lesendahópurinn
stækkar, verkið fer víða og vek-
ur áhuga á höfundinum og bók-
menntum lands hans.“
Gina Winje hefur komið norskum bókmenntum á kortið
➤ Árið 2008 er fyrsta starfsárBókmenntasjóðs. Með hon-
um sameinast Menning-
arsjóður, Þýðingarsjóður og
Bókmenntakynningarsjóður
og er honum ætlað að styrkja
íslenskar bókmenntir heima
og heiman.
➤ Bók Pers Pettersons, Úti aðstela hestum, er væntanleg í
íslenskri þýðingu í haust.
BÓKMENNTASJÓÐURGina Winje hefur átt þátt
í því að koma norskum
nútímabókmenntum í
sviðsljósið. Árangurinn er
afar góður og hún var hér
á landi á dögunum til að
miðla af reynslu sinni.
Árvakur/Frikki
18 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Ég er ekki endilega sammála
öllu sem ég segi.
Marshall McLuhan
Gillzenegger
Biblía fallega fólksins
Kr. 690
Hinn heltanaði og hvítstrípaði Gillzenegger spar-
ar aldrei við sig stóru orðin, ekki einu sinni þegar
hann tapar í Eurovision. Byrjendaverk hans ber
hinn hógværa titil, Biblía fallega fólksins, og er bók
sem ótrúlega margir elska að hata. Þetta er grunnrit
fyrir alla hnakka sem vilja læra hljómborðsleik og
þjálfa buff. Hér eru kennd pungsnyrting og ból-
tækni en um leið farið yfir helstu atriði brúnku-
sprautunar og hnakkalegrar framkomu. En burðar-
ásinn í þessu kennsluriti allra teknótrölla er
gym-kaflinn, þar sem byssurnar eru píndar og brýnt
fyrir öllum að sleppa ekki deddurnum ef menn vilja
ná því að verða verulega massaðir. Allir sem ætla að
taka almennilega á því og komast í úrslit í Eurovisi-
on verða að eignast þessa bók ef þeir ætla að vera
buff með buffum.
Hinn árlegi bókamarkaður er hafinn í Perlunni og stendur til
9. mars. 24 stundir munu á þeim tíma kynna nokkrar for-
vitnilegar bækur sem þar fást á einkar hagstæðu verði.
Handbók allra teknótrölla
BÓKAMARKAÐSBÓK DAGSINS
Mál og menning sendir nú frá
sér bókina Draugaslóð í kilju.
Kristín Helga Gunnarsdóttir
hefur á undanförnum árum
skipað sér í hóp vinsælustu
rithöfunda landsins. Í
Draugaslóð fléttast saman nú-
tíð og fortíð, útilegumenn og
draugar leika lausum hala og
óbyggðirnar breiða úr sér.
Eyvindur Þóruson og amma
hans búa ásamt tveimur kött-
um í gömlum bústað við El-
liðavatn og sami magnaði
draumurinn sækir aftur og
aftur að Eyvindi.
Draugaslóð
komin í kilju
Nú er Óreiða
á striga eftir
Kristínu
Marju Bald-
ursdóttur
komin út í
kilju hjá Máli
og menningu.
Óreiða á striga er sjálfstætt
framhald metsölubókarinnar
Karitas án titils sem hlaut frá-
bærar viðtökur lesenda og
gagnrýnenda. Hér er á ferð
kröftug þroskasaga konu sem
fer sínar eigin leiðir en um
leið skörp ádeila; þetta er öðr-
um þræði aldarsaga, saga
þjóðfélags í mótun, saga
kvenna og frelsisbaráttu, saga
um ást og harm og marg-
brotið mannlíf.
Kröftug
þroskasaga
AFMÆLI Í DAG
Gioacchino Rossini
tónskáld, 1792
Jimmy Dorsey
hljómsveitarstjóri, 1904
Dinah Shore
söngkona, 1916