24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 20
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Ég er með fjögur fermingarbörn nú í Kvennakirkjunni. Ferming- arfræðslan er í fullu samstarfi við sóknarprestana þeirra og þau taka að einhverju leyti þátt í starfi skól- anna, fara í ferðir og ýmislegt fleira með fermingarsystkinum sínum,“ segir Auður. „Í kvennaguðfræði er Guð kona og konur eru ávarpaðar í stað karl- manna. Við túlkum texta Bibl- íunnar þannig að konur taki við boðskapnum.“ Guð er vinkona „Í fermingarfræðslunni er hins vegar ekki farið djúpt í kvenna- guðfræði,“ útskýrir Auður. „Ég kenni börnunum fyrst og fremst að Guð elski þau og að hún sé vin- kona þeirra og að Guði finnist þau flott eins og þau eru. Það sem ég vil kenna þeim er að þau viti að Guð elskar þau og þau geti alltaf snúið sér til hennar. Þá kenni ég þeim að nota Biblí- una sér til halds og trausts og skilja fyrirgefningu. Ég vil að þau viti að þau eiga alltaf aðgang að Guði. Ég vil að þeim finnist til um sig af því að Guði finnst til um þau.“ Auði finnst að í borgaralegri fermingu sé það helst skjólið sem Guð veitir og fyrirgefningin sem börnin fara á mis við. „Þegar allir eru á móti okkur og við höfum gert eitthvað sem við erum ekki sátt við þá er alltaf hægt að leita til Guðs.“ Mæðurnar í starfi kirkjunnar „Nei, krakkarnir spyrja mig ekki af hverju ég fermist í Kvennakirkj- unni og ekki með þeim,“ segir Salka Einarsdóttir úr Hjallaskóla, eitt fermingarbarna Auðar kven- kirkjuprests. „Mamma mín, hún Ingibjörg, er í Kvennakirkjunni og bróðir minn fermdist líka í kirkj- unni fyrir nokkrum árum.“ Þórhildur Alfa Þórisdóttir, Lága- fellsskóla, segist einnig vera komin í Kvennakirkjuna fyrir tilstilli móður sinnar. „Mamma mín hún Auður er í Kvennakirkjunni og það er þess vegna sem mig langaði að vera hér. Þórhildur segist ögn strekkt á taugum fyrir ferminguna. „Mér finnst það svolítið mikið mál að fermast þótt það sé líka spennandi og skemmtilegt.“ Þórunn Daðadóttir gengur í Seljaskóla. „Fósturmamma mín er í kórnum í Kvennakirkjunni. Ég held að Guð sé ekki per- sóna,“ segir Þórhildur aðspurð um hvort hún tali við Guð eins og konu. „Ég held að það skipti ekki máli hvernig við tölum við Guð,“ bætir Þórunn við. „Guð er bara eind“ Matthías Valdimarsson er í Hagaskóla og eins og hin ferming- arbörnin tengist móðir hans, Vil- borg, inn í Kvennakirkjuna. Matthías segist ekki halda að Guð sé kona. „Guð er bara eind,“ bætir hann við. „Krökkunum í skólanum er algerlega sama um hvað ég er að gera í Kvennakirkj- unni,“ segir Matthías aðspurður um hvort ferming hans veki ein- hverja athygli. „Mér finnst ekkert hrikalegt að krakkar fermist vegna gjafanna. Ferming markar fremur tímamót í lífinu en að þau séu trúarleg at- höfn. Við höfum tekið skírn og er- um bara að staðfesta hana. Fyrir þá sem eru trúaðir og iðka trú er þetta bara skemmtileg veisla og það er allt í lagi,“ segir Matthías og rekur endahnút á samtalið við ferming- arbörn Auðar sem svo sannarlega eru öll vel máli farin og hugsi um trú sína. Árvakur/Valdís Thor Fermingarbörnin fjögur í Kvennakirkjunni Guð er kraftur og kynið skiptir ekki máli ➤ Er sjálfstæður hópur semstarfar í íslensku þjóðkirkj- unni og byggir starf sitt á kvennaguðfræði. Hún var stofnuð 14. febrúar 1993. ➤ Guðsþjónustur Í kvenna-guðfræði eru textar Biblíunn- ar túlkaðir í anda kvenna- guðfræði og breytt þar sem menn eru ávarpaðir og konur ávarpaðar í staðinn. KVENNAKIRKJANFermingarbörnunum hennar Auðar Eirar Vil- hjálmsdóttur kvenkirkju- prests er nokkuð sama um það hvort Guð er kona eður ei. Í Kvenna- kirkjunni blómstrar krist- in trú þar sem ímynd Guðs sem valdmikils kon- ungs eða dómara er ekki til. Þau skilja prest sinn, hana Auði, sem talar um Guð sem gæskuríka og góða vinkonu og læra að rækta innilegt samband við hana. Unga fólkið þarf skjól „Þegar allir eru á móti okk- ur og við höfum gert eitt- hvað sem við erum ekki sátt við þá er alltaf hægt að leita til Guðs.“ „Bróðir minn fermdist hér líka.“ Salka Ein- arsdóttir, Hjallaskóla. „Svolítið mikið mál að fermast en samt gaman.“ Þórhildur Alfa Þórisdóttir, Lágafellsskóla. „Ekkert hrikalegt að fermast vegna gjafa.“ Matthías Valdimarsson, Hagaskóla. „Skiptir ekki máli hvernig við tölum við Guð.“ Þórunn Daðadóttir, Seljaskóla. 20 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.