24 stundir - 29.02.2008, Síða 24

24 stundir - 29.02.2008, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir fermingargjöf Flott hugmynd að Kira 3 Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 41 32 7 02 /0 8 Fermingartilboð 9.990 kr. Verð áður 11.990 kr. Tjöld frá 6.990 kr. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Veislulist og Skútan, Hólshrauni 3 - Hafnarfirði - 555 1810 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Fermingarveislan er frábært tæki- færi fyrir fermingarbarnið að æfa sig sem gestgjafa. Eins og t.d. með því að útbúa boðskortin á réttan hátt og vera tilbúin/n að standa upp og halda pínulitla tölu og bjóða fólk velkomið. Þá er mik- ilvægt að fermingarbarnið loki sig ekki af inni í herbergi heldur sé sýnilegt allan tímann og taki á móti gestunum og hafi málbragð við alla gestina.“ Gjafabókhald „Mikilvægt er að halda full- komið bókhald yfir gjafir þannig að það megi þakka fyrir þær. Kort- in eiga það til að týnast þegar þær eru settar á gjafaborðið. Þetta er leiðinlegt þegar fólk hefur haft mikið fyrir gjöfunum og því er svo mikilvægt að hafa þessa hluti á hreinu,“ segir Bergþór. Þá segir hann að almennt séð finnist sér heppilegast að opna gjafirnar eftir á þar sem þær séu ekki það sem fermingin snýst um auk þess sem óþægilegur samanburður getur skapast fyrir gestina. Dónalegt að standa á beit En hvernig á maður að borða snyrtilega í fermingarveislum þar sem oft er þröng á þingi? „Ef um matar- eða kaffiveislu er að ræða er nú yfirleitt komið fyrir litlum borðum þar sem leggja má frá sér diska eða glös. Þegar veitingarnar eru eitthvað sem fólk tekur í hönd- ina, eins og nú virðist orðið al- gengara, þá er aðalatriðið að standa ekki við borðið og hindra að aðrir komist að. Sumir taka líka servíettu og eru að raða á hana eins og disk sem er alveg óþarfi í raun- inni því borðið fer ekkert frá manni,“ segir Bergþór. Árvakur/Frikki Fermingarveislur góð æfing fyrir framtíðina Mannasiðirnir og kurteisi mikilvæg ➤ Bergþór mælir með að sendaút aðskilin boðskort frekar en þér/ykkur er boðið þar sem slíkt sé stofnanalegt. ➤ Mynd á boðskorti ætti aðvera nýleg til þæginda fyrir gömlu frænkurnar. ➤ Ef fingramatur er á borðumskal taka sér einn bita og fara frá endrum og sinnum. NOKKUR GÓÐ RÁÐKurteisi og mannasiðir eru mikilvægir í ferming- arveislum líkt og á öðrum mannamótum. Bergþór Pálsson er sérfróður í mannasiðum og gefur hér nokkur góð ráð. Kurteisi og manna- siðir eru mikilvægir í fermingarveislunni. Þótt allir vilji samgleðjast fermingarbarninu og taka þátt í degi þess eru fermingarveislur ekki endilega efstar á óskalista allra. Þar kemur oft saman fólk sem þekkist lítið sem ekkert og því mikilvægt að reyna á ein- hvern hátt að blanda fólki sam- an. Bergþór segir ágætt að vera undirbúinn með leik þar sem hægt er að skipta í tvö lið svo allir geti tekið þátt. Eins sé góð hugmynd að hafa söngtexta til- búna. Gaman er ef foreldri eða systkini geta haft tilbúna og und- irbúna litla, sæta tölu. Annars sé mikilvægast að tækifærisræður séu ekki lengri en þrjár mínútur. Eitthvað fyrir alla Það er í raun ekkert sem ekki má gera í fermingarveislum og fer algjörlega eftir smekk og ósk- um fermingarbarnsins og for- eldra. Ef mikið er af yngri börn- um í veislunni er t.d. allt í lagi að þau fái að horfa á vídeó eftir að búið er að borða. Myndasýn- ingar af fermingarbarninu síðan það var lítið geta verið skemmti- legar en eins og með ræðurnar ættu þær ekki að vera of langar. Hlustið fyrst og fremst á ferm- ingarbarnið og heyrið hvernig hún eða hann vilja helst hafa veisluna. Þetta er jú dagur ferm- ingarbarnsins. Allir eiga að geta skemmt sér í veislunni Enginn kvíðahnútur Stuð er ekki alltaf fyrir hendi í veislum en úr því má bæta.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.