24 stundir - 29.02.2008, Page 31

24 stundir - 29.02.2008, Page 31
24stundir FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 31 LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@24stundir.is a Tegundum fer hratt fjölgandi. Það er mikil gróska í þessu og mismunandi hundar sem henta mismunandi fólki. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Hundar af öllum stærðum og gerðum sýna sig og sjá aðra á al- þjóðlegri sýningu Hundaræktar- félags Íslands í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Um 800 hreinræktaðir hundar af 83 teg- undum mæta í dóm á sýningunni sem er ein þriggja stórsýninga fé- lagsins á ári hverju. „Tegundum fer hratt fjölgandi. Það er mikil gróska í þessu og mismunandi hundar sem henta mismunandi fólki,“ segir Hanna Björk Krist- insdóttir sem situr í sýningar- stjórn. Kynning á ólíkum tegundum Í anddyri reiðhallarinnar verða jafnframt sölu- og kynningarbásar um ólík hundakyn. Hanna Björk bendir á að þangað geti þeir sem hafa áhuga á að fá sér hund mætt og rætt við eigendur og ræktendur og kynnt sér hundana. „Á vefsíðu félagsins kemur líka fram á hvaða degi og klukkan hvað hver tegund er sýnd þannig að fólk getur nálg- ast dagskrána þar ef það er að spá í einhverja sérstaka tegund,“ segir hún. Slóð vefsíðunnar er www.hrfi.is. Öflugt ungmennastarf Að auki taka 40 ungmenni þátt í keppni ungra sýnenda og segir Hanna Björk að mjög öflugt ung- lingastarf sé innan félagsins. „Þessir krakkar sem sigra fara og taka þátt í mótum erlendis. Þá verða þeir reyndar að fá lánaða hunda þar sem ekki er leyfilegt að fara út með hund og koma strax með hann til baka,“ segir Hanna Björk að lokum. Sýningin fer fram á laugardag og sunnudag og hefjast dómar kl. 9 árdegis báða dagana og standa fram eftir degi. Margar tegundir Mikil gróska er í hundarækt hér á landi og sem dæmi verða hundar af 83 tegundum á sýningunni í Víðidal. Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands Hundalíf í Víðidal Nærri 800 hreinræktaðir hundar af 83 kynjum mæta í dóm á alþjóðlegri hundasýningu sem Hundaræktarfélag Ís- lands heldur í Víðidal um helgina. ➤ Hundaræktarfélag Íslands varstofnað árið 1969. ➤ Innan félagsins starfa deildirum ólíkar hundategundir. ➤ Félagið rekur einnig hunda-skóla og gefur út tímarit um hunda. HUNDARÆKTARFÉLAG Árvakur/ÞÖK Bjór og reggí Tónleikar Reggíhljómsveitin Hjálmar heldur upp á bjórdaginn með tónleikum á skemmtistaðn- um Nasa við Austurvöll á laug- ardag. Húsið verður opnað kl. 23 og er aðgangseyrir 1.200 krónur. New York-rokk Tónleikar Bjórdeginum verður einnig fagnað á tónleikastaðnum Organ í Hafnarstræti þar sem New York-bandið The Pains of Being Pure at Heart skemmtir með leik og söng. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Strengjasveit á Nesinu Tónleikar Strengjasveit Listahá- skóla Íslands heldur árlega tónleika sína í Seltjarnarneskirkju sunnu- daginn 2. mars kl. 17. Á efnis- skránni eru verk eftir Antonin Dvorák og Þorkel Sigurbjörnsson. Stjórnandi er Gunnar Kvaran sellóleikari. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Vortónleikar í Háskólabíói Tónleikar Um 120 ungmenni sýna afrakstur vinnu sinnar á ár- legum vortónleikum Skóla- hljómsveitar Kópavogs í Há- skólabíói sunnudaginn 2. mars kl. 14. Flutt verður tónlist úr ýmsum áttum. Það besta í bænum Þjóðhræðihátíð verður haldin í þjóðfræðimiðstöðinni í Lista- og menningarverstöðinni á Stokks- eyri laugardaginn 1. mars kl. 16. Þeir sem koma fram á hátíðinni eru meðal annars Þór Vigfússon, Bjarni Harðarson og þær Kristín Einarsdóttir og Heiða í Unun sem fjalla um íslenska dægurlaga- menningu á skemmtilegan hátt. Aðgangseyrir er 1000 kr. Þjóðhræðihátíð Söngkonan knáa Ragnheiður Gröndal skemmtir Stokkseyr- ingum og nágrönnum með leik og söng í kvöld. Tónleikarnir fara fram á Draugabarnum og hefjast kl. 21. Létt og góð stemning verð- ur á Draugabarnum að tón- leikum loknum. Aðgangseyrir er 1.800 krónur. Von er á góðum tónleikum enda Ragnheiður í fremstu röð íslenskra söng- kvenna. Ragnheiður á Draugabarnum Ferðafélagið Útivist hefur á sunnudag fyrsta áfanga raðgöngu sem kennd er við Steingrím J. Sigfússon alþingismann. Í göng- unni verður gengið í nokkrum áföngum yfir landið frá Reykja- nesi norður á Langanes. Þessa leið gekk Steingrímur sumarið 2005. Fyrsti áfangi göngunnar frá Reykjanestá í Grindavík verður genginn á sunnudag og er farið með rútu frá B.S.Í. kl. 9:30. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig áður að sögn Skúla Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Útivistar. Skúli segir að fyrsti áfangi göng- unnar henti öllum. „Áfangarnir eru miserfiðir en flestallir eru fyrir flesta sem á annað borð geta labbað og eru með réttan búnað,“ segir hann. Skúli segir að Stein- grímur sjálfur stefni á að taka þátt í einhverjum hlutum leið- arinnar. „Hann er sérstaklega spenntur fyrir síðasta áfanganum en ég gæti vel trúað að hann kæmi í fleiri.“ Fetað í fótspor Steingríms J.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.