24 stundir - 29.02.2008, Side 34
Nafnið er svolítið óhefðbundið
en er hluti af nýrri stefnu framleið-
andans og munu framvegis allir
fólksbílar hans bera svipað nafn.
Númerið segir til um stærðarflokk-
inn og er i30 því þriðji minnsti bíll-
inn í röðinn.
Að utan finnst mörgum að i30
líkist Kia cee’d, og kannski ekki að
ástæðulausu. Bílarnir deila nefni-
lega ekki bara grunnplötu, heldur
fjölda íhluta. Afturendinn á i30 er
þó öllu skyldari BMW 1 og því
kemur fáum á óvart að i30 sé ein-
mitt hannaður í Þýskalandi.
Áströlsk fjöðrun óskast
Ástralir hafa tekið bílnum fagn-
andi og var hann nýlega kosinn bíll
ársins þar í landi. Að vísu hafa þeir
þann háttinn á að sérstilla fjöðr-
unina áður en bíllinn er settur í
sölu þar og ég held að við mættum
alveg fara að þeirra fordæmi. Aft-
urfjöðrunin er óþarflega mjúk og
getur slegið saman sé farið yfir
venjulega hraðahindrun. Að öðru
leyti var bíllinn ágætur og
áreynslulaus í akstri og undir stýri
líður manni ágætlega, ekki síst
vegna þess hvað mælaborðið í bíln-
um er flott.
En Ástralir hafa líka gefið því
gaum hversu sparneytin og um-
hverfisvæn dísilvélin í bílnum er.
Reynsluakstursbíllinn var einmitt
með dísilvél og sjálfskiptingu og
þrátt fyrir að keyra engan sparakst-
ur tókst mér að halda honum í
kringum 6 lítrana þegar best lét
innanbæjar. Ennfremur er vert að
geta þess að vélarhljóð er vel innan
velsæmismarka á meðan veghljóð
er frekar mikið, eins og á sumum
öðrum þýsk-ættuðum bílum.
Summa hlutanna
i30 hefur hlotið lof og góða
dóma víðast hvar, en það er ekki
svo auðvelt að benda á eitthvað eitt
sem skarar sérstaklega fram úr.
Plássið í bílnum er vel viðunandi,
hann er ágætlega hannaður út frá
fagur- og vinnuvistfræðilegu sjón-
armiði, ágætlega búinn, passlega
ódýr og þægilegur í umgengni …
en ekkert endilega frábær.
Lykillinn að velgengninni er
sennilega að þegar hver og einn
hlutur sinnir sínu hlutverki í sam-
hljómi við aðra, verður útkoman
betri en summa hlutanna.
Reynsluakstur Hyundai i30 Crdi 1,6
Betri en summa hlutanna
Sumir segja að i30 sé
besti bíll sem Hyundai
hefur látið frá sér fara til
þessa. Kíkjum aðeins á
hann.
Að utan
Minnir á Kia cee’d að fráskildum bak-
hlutanum sem er nauðalíkur BMW 1.
Að innan
Aftur er eitt og annað sem minnir á Kia
cee’d en blá baklýsing og fleiri smáatriði
gefa töluvert vandaðri tilfinningu.
Öryggi og búnaður
6 árekstrarpúðar, stöðugleikakerfi,
aðgerðastýri, USB og AUX tengi, virkir
höfuðpúðar.
Fjölskyldan
20 hirslur víðs vegar um bílinn, aftursæti
leggjast alveg niður og mynda flatt gólf
við farangursrými. Pláss er mjög áþekkt
t.d. Volkswagen Golf. 4 NCAP stjörnur.
Í HNOTSKURN
NIÐURSTAÐA
Sértu að leita að þægilegum og
þokkalega búnum bíl á góðu verði
gæti i30 verið það sem þig vantar.
Á stöku stað vantar þó herslu-
muninn til að gera hann frábæran.
HYUNDAI i30 1,6 Crdi
Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is
• 1,6 lítra dísilmótor • 115 hestöfl • 255 Nm
• 4 þrepa sjálfskiptur • Framhjóladrif • 12,8 sek. í
hundrað • Eyðsla í blönduðum akstri 4,9 l / 100
km • Stöðugleikabúnaður • ABS
• Verð: 2.430.000 kr. • Umboð: B&L
+
-
Góð heildartilfinning,
flottur, sparneytinn og gott
verð.
Afturfjöðrun of mjúk,
veghljóð mikið, vantar
herslumun á útbúnað.
Á pappír: Upplifun: Verð:
Ljósmyndir/Baldur Örn Óskarsson
34 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir
A u k i n ö k u r é t t i n d i - M e i r a p r ó f
Upplýsingar og innri tun í s íma 567 0300
Næsta námskeið
hefst 5 . mars
SÍMAR:
AX:
Alhliða bi
réttingar
GRÆNUMÝRI 3 - SÍMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS
BÍLAPARTAR
VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ
www.kistufell.com
Vantar þig varahluti í
ameríska bíla ?
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
VARAHLUTAVERSLUN
kistufell@centrum.is
Tangarhöfða 13 Sími 577 1313
Við sérpöntum fyrir þig
Smiðjuveg 30, Rauð gata, 200 Kóp.
S. 577 6400
LÍFSSTÍLLBÍLAR
bilar@24stundir.is a
i30 hefur hlotið lof og
góða dóma víðast hvar.
ÚR BÍLSKÚRNUM
i30 Nafn bílsins er allsérstætt, en við eig-
um eftir að sjá meira af því sama.
BMW? Þetta er með þýskari rössum
sem sést hafa, án þess að það sé slæmt.
Flottur Innrétting bílsins er með þeim
skárri í þessum flokki.
● Ofurbílasýning í Öskju
Um helgina efnir Askja til stór-
sýningar á lúxus- og sportbíl-
unum Mercedes-Benz AMG. Á
meðal sýningargripa verða 457
hestafla C 63 AMG, 360 hest-
afla SLK 55 AMG, 510 hestafla
ML 63 AMG og 525 hestafla S
63 AMG. Sýningin er á Lauga-
vegi 170 og er opin í dag frá 10-
18 og 10 til 16 á morgun.
● Lúxusblendingur frá BMW
Í vor mun BMW frumsýna X6-
sportjeppann opinberlega, og
um leið kynna blendingsútgáfu
(hybrid) af sama bíl. Bíllinn er
hlaðinn búnaði sem gerir hann
vinsamlegan umhverfinu, þó
svo að hann líti nokkuð ógn-
vekjandi út.
● Laguna fallegastur
Á alþjóðlegu bílasýningunni í
París var skutbílsútgáfan af Re-
nault Laguna kosinn fallegasti
bíll síðasta árs af almenningi
um alla Evrópu. Ennfremur
hlaut bíllinn fyrstu verðlaun
fyrir hönnun innanrýmis.