24 stundir - 29.02.2008, Side 41

24 stundir - 29.02.2008, Side 41
24stundir FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 41 Brad Pitt hefur nú kunngjört að Angelina Jolie gangi með tvíbura undir belti. Uppi hafa verið sögur þess efnis síðustu dagana, en í vikunni opinberaði sjarmörinn fréttirnar í fyrsta skiptið. Vinur parsins sagði í samtali við Daily Mail að mikil hamingja hefði gripið um sig vegna fregnanna enda þótt barneignir hafi ekki beint verið fyrirhugaðar í bráð. „Þau voru ekki beint að plan- leggja barneignir akkúrat núna, en Angelinu líður vel og Brad er himinlifandi yfir því að verða faðir enn á ný. Annars hefur Brad farið hljóðlega með fréttirnar en um síðustu helgi ákvað hann að segja vinum sínum og fólki sem mun vinna með honum á næstu mánuðum,“ sagði vinurinn. hþ Eiga von á tvíburum Josh Hartnett og Girls Aloud- söngkonan Nadine Coyle eru að sögn slúðurblaðanna ytra farin að stinga saman nefjum. Parið hefur sést ítrekað saman í Los Angeles og hafa margir velt því fyrir sér hver sú heppna sé. „Öll Hollywood hefur verið að spá í hver sé með honum alltaf. Hérna þekkja ekki allir þessa stelpu og því hafa margir verið afar forvitnir,“ sagði heimild- armaður Daily Star. hþ Hittir söngkonu Girls Aloud Slúðurblöðin vestanhafs gera því nú skóna að Britney Spears sé ólétt eftir papparassann Adnan Ghalib, en þau hafa sem kunnugt er verið að rugla saman reytum. Vinir ljósmyndarans segja hann hafa reynt að kynnast Britney til þess eins að geta barnað hana. „Britney er draumurinn hans Adnans. Hann veit að hann er góður fyrir lífstíð ef hann eignast barn með henni,“ sagði vinur Adnans í tímaritinu Star. hþ Britney Spears með barni? KRINGLAN - SMÁRALIND JAKKI 4990 EKKI MISSA AF!

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.