24 stundir


24 stundir - 21.05.2008, Qupperneq 16

24 stundir - 21.05.2008, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Enn eitt vandræðamálið í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar hefur verið dregið fram í dagsljósið. Borgin hefur greitt Valsmönnum hf. 100 milljónir í bætur þar sem hún hefur ekki enn gefið út lóðarleigusamning fyrir Hlíðarendalandið. Skipulag svæðisins gekk í gegn árið 2004 og keyptu Valsmenn þá landið á tæpar 800 milljónir króna. „Í kjölfarið fórum við á fulla ferð við að hanna og nýta landið. Síðan kom borgin til okkar og bað okkur um að fresta framkvæmdum vegna skipulagsbreytinga sem voru aðallega út af Háskólanum, vegalagningu og öðru slíku,“ segir Brynjar Harðarson, stjórnarformaður Valsmanna hf., í forsíðufrétt 24 stunda í gær. Nýr samningur milli borgar og Valsmanna var því gerður og framkvæmdum frestað til 1. júlí 2007 og tíu milljónum lofað á mánuði fyrir hvern mánuð sem þeir þyrftu að bíða fram yfir það eftir að hefja framkvæmdir. Hundrað milljónirnar dekka fyrstu tíu mán- uðina en enn segjast borgaryfirvöld ekki tilbúin með lausn. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, segist vonast til að hún fáist á næstu vikum. Það getur skipt tugmilljóna máli hversu margar vikur það verða. Stefnan í skipulagsmálum miðborgarinnar er óskýr. Borgarbúum er sagt að landið í Vatnsmýri sé svo dýrmætt að þar þurfi að byggja en á sama tíma sendir lóðagjafmildi borgarmeirihlutans í garð stofnana og félaga- samtaka þar og í miðbænum í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks tvíbent skilaboð. Það er eins og borgarfulltrúarnir gleymi svona inn á milli að lóðirnar eru þær verðmætustu í borg- inni. Því gleyma hins vegar ekki þeir sem fá þær af- hentar. Listaháskóli Íslands fékk lóð í Vatnsmýrinni, vildi vera í miðbænum og skipti á henni og lóð á draumastaðnum við fasteignafélag. Happdrætti Há- skólans fékk lóð við Starhaga fyrir að hætta við að opna spilasal í Mjóddinni og seldi hana með tugmillj- óna hagnaði, svo dæmi séu tekin. Gleymum svo ekki að Ungmennafélagi Íslands hefur verið lofað lóð við Tryggvagötu. Fátt kemur orðið á óvart í skipulagsmálum borg- arinnar. Hvar mokar meirihlutinn út milljónunum næst? Skipulagsleysið kostar peninga SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Það er ekki annað hægt en að ótt- ast þær móttökur sem hinar 30 konur og börn koma til með að fá í samfélaginu Akranesi. Flestir á Akranesi vilja þessum konum og börnum örugg- lega vel. En aðilar sem hugsa skammt eru búnir að rækta og móta ákveðin viðhorf hjá tilteknum einstaklingum og umtalsverðar líkur eru á að þeir telji sig þess umkomna að láta þau koma í fram við hið landlausa fólk í dagvörubúðinni, leikskólanum eða hvar sem er. Við blasir sú stað- reynd að íslenskt samfélag í dag gengur ekki án hins erlenda fólks sem er hér á vinnumarkaði. Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is BLOGGARINN Óttast móttökur Hrefnubáturinn, sem var fyrstur á miðin í dag, er gerður út frá Kópavogshöfn. Þegar hvalveiðar voru nauðsyn- legar íslensku efnahags- og at- vinnulífi var Kópavogshöfn ekki til. Það var aldrei þörf fyrir Kópa- vogshöfn. En eitt- hvað varð að gera við jarðveginn og grjótið sem stórvirkar vinnu- vélar Gunnars Birgissonar og allra hinna verktakanna ruddu upp. Með öllum grjótburðinum var byggt samfélag sem ekki þurfti hvalveiðar sér til við- urværis. Og líka Kópavogshöfn. Hana þurfti að nýta í eitthvað. Pétur Gunnarsson eyjan.is/hux Þurfti að nýta Aftur og aftur er hver höndin upp á móti annarri og það er merkilegt hvað Samfylkingin gengur ítrekað fram í því að ögra samstarfs- flokknum og að koma fram eins og sá sem valdið hefur í samstarf- inu. Mér sýnist á öllu að sjálfstæð- ismenn ætli að láta það yfir sig ganga, enda er valdið sætt eins og Ingibjörg Sól- rún sagði í Borgarnesi forðum. Hitt er annað að ólgan í Sjálf- stæðisflokknum vex gagnvart Samfylkingunni, það hef ég orðið mjög var við meðal margra ágætra vina minna í Sjálfstæð- isflokknum. Magnús Stefánsson magnuss.is Ólgan vex Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Fréttir af stærstu sveitarfélögunum voru fyrirferðarmiklar í blaðinu í gær. Á forsíð- unni var sagt frá því að Reykjavíkurborg hefði greitt 100 milljónir til Valsmanna í það sem kallaðar eru tafabætur. Lóðasamningar sem átti að gefa út í júlí í fyrra hafa enn ekki litið dagsins ljós og borgin hafði skrifað undir ákvæði um 10 milljónir á mánuði ef hún stæði ekki við dagsetninguna. Og nú eru sem sé 10 mánuðir liðnir og ekkert bólar á lóðasamningum. Miðað við fréttina virðist einhver tími enn í þá og lík- legt að borgin hafi ekki greitt síðasta reikninginn í þessu máli. Eftir fréttinni að dæma vantar eitthvað upp á heildarskipulagið á svæðinu enda ekkert nýtt að framkvæmdir byrji fyrst og síðan sé skipulagt, ef á annað borð er nokkuð skipulagt. Uppbyggingin í Borgartúninu er gott dæmi um nýleg afrek á því sviði. Annars virðist það í stíl borgarinnar að gera samninga sem hún þarf að greiða stórfé fyrir. Skemmst er að minnast byggingarleyfis sem Reykjavíkurborg gaf út á Laugavegi og hækkaði verð eignanna verulega og síð- an keypti borgin húsin og leyfin til baka á mörg hundruð milljónir. Byggingarleyfin geta svo sann- arlega verið henni dýrkeypt. Afrek Kópavogsbæjar voru líka í fréttum í gær. Færsla Nýbýlavegar var annað stórmálið á forsíðunni í gær en þau áform virðast ekki hafa verið kynnt fyrir íbúum blokkar sem fær veginn alveg upp að húsinu. Þá er bótamál Skógræktarfélagsins gegn Kópavogsbæ einnig í fréttum vegna skemmda á Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk. En Kópavogi tókst ekki að skáka Reykjavík lengi enda talsvert minna sveitarfélag. Á síðu 4 eru fréttir af Orkuveitunni og REI og þá fer verulega um Reykvíkinga. Skyldi skaðabótamál vera í uppsiglingu? En ekki tekur betra við á bls. 6 þar sem fjallað er um vilyrði borgarinnar um lóð til UMFÍ. Minnug forsíðufréttarinnar þess efnis að borgin sé nýbúin að greiða 100 milljónir í tafasamning til Vals veltir maður fyrir sér hvaða bótakröfur geta komið út úr þessu máli þegar fram líða stundir. Höfundur er siðfræðingur Sveitarfélög í tómu tjóni ÁLIT Salvör Nordal salvorn@hi.is www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • Auðvelda þér að standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.