24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 21.05.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 24stundir KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Styttu mál þitt, skýrðu margt með fáum orðum. William Shakespeare Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Á föstudag, 23. maí, eru hundrað ár frá fæðingu Jóns Engilberts. Í tilefni þess verður efnt til sýning- ar og sölu á völdum grafíkverkum Jóns sem þrykkt hafa verið sér- staklega fyrir afmælissýninguna. Sýningin er haldin í Smiðjunni, Ármúla 36, og opnuð sunnudag- inn 25. maí klukkan 15.00. Greta Engilberts, dótturdóttir lista- mannsins, er útgefandi verkanna. Sýningin stendur til 8. júní. Gömul verk lifna á ný „Þetta eru um tuttugu verk sem hafa ekki verið til í rúm fimmtíu ár,“ segir Greta. Ég hef alltaf verið hrifin af grafíkverkum afa. Lista- söfnin hafa sýnt olíuverk hans en grafíkinni hefur því miður lítið verið haldið á lofti. Samt var hann brautryðjandi í gerð grafíkverka hér á landi, formaður félagsins Ís- lensk grafík og teiknaði merki þess.“ Er enn að jafna mig Greta ólst upp á heimili afa síns. „Ég elskaði afa minn út af lífinu og er eiginlega ennþá að jafna mig á dauða hans,“ segir hún. „Ég var fjórtán ára þegar hann dó. Það líður varla sá dagur að ég hugsi ekki til hans. Allir veggir á heimili mínu eru þaktir myndum eftir hann. Mér þykir vænt um að standa að þessari sýningu vegna þess að afi var mér svo mikils virði.“ Róttæk ár Jón Engilberts nam um tíma við Listaháskólann í Kaupmanna- höfn. Á þeim tíma var hann virk- ur í hópi róttækra stúdenta. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og nasistar hernámu Danmörku var Jóni hætta búin vegna póli- tískra afskipta en hann hafði tekið þátt í sýningu til styrktar lýðveld- issinnum á Spáni árið 1937. Hann ákvað að flytja til Íslands ásamt fjölskyldu sinni. Heit ást Jón kvæntist árið 1932 Tove Fugmanns og eignuðust þau hjón tvær dætur, Amy og Birgittu. Fljótlega eftir heimkomu reisti Jón húsið Englaborg á horni Flókagötu og Rauðarárstígs og bjó þar ásamt Tove, Birgittu og dóttur Birgittu, Gretu. „Hann var óskaplega góður við konuna sína, hana Tove. Þau leiddust úti á götu og ef þau hitt- ust niðri í bæ fyrir tilviljun þá tók hann hana í fangið og sveiflaði henni. Íslendingar voru ekki vanir slíku og störðu forviða á. Afi var mjög gefandi maður, gaf bæði af sér í einkalífi og listinni. Hann var sívinnandi og skildi gríðarlega mikið eftir sig þótt stafsævi hans yrði ekki ýkja löng. Síðustu árin var hann mjög lasinn og dó 62 ára gamall. Hann var dásamlegur maður sem bjó yfir einstakri náð- argáfu, eins og verk hans sýna,“ segir Greta. Greta Engilberts Afi var mjög gefandi maður, gaf bæði af sér í einkalífi og listinni. Aldarafmæli Jóns Engilberts Einstök náðargáfa ➤ Jón Engilberts fæddist 23.maí 1908 og lést 12. febrúar 1972. Síðasta verk hans var að taka konu sína í fangið og þakka henni fyrir allt. ➤ Árið 1961 kom út bókin Húsmálarans, endurminningar Jóns, skráðar af Jóhannesi Helga. ➤ Árið 1988 kom út listaverka-bókin Jón Engilberts á vegum Listasafns ASÍ og Lögbergs. MAÐURINNHundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóns Engilberts. Dótturdóttir hans, Greta Engilberts, stendur fyrir sölusýningu á völdum grafíkverkum hans. 24stundir /RAX Á þessum degi árið 1957 kom út skáldsagan On the Road (Á vegum úti) eftir Jack Kerouac. Sagan segir frá ferðalagi félaganna Sal Paradise og Dean Moriarty og kynnum þeirra af eiturlyfjum og frjálsum ástum. Kerouac skrifaði bókina á þremur vikum. Hann var 35 ára þegar hún kom út. Hann hafði verið tengdur svo- nefndri Beat-hreyfingu í þó nokkurn tíma áður en bókin kom út. Persónur í verkinu eru byggðar á mönnum innan Beat-hreyfingarinnar, eins og Allen Ginsberg og William Burroughs. Kerouac fæddist árið 1922 í Massachusetts. Hann var fótboltastjarna í skóla, gegndi herþjónustu í seinni heimsstyrjöldinni en var rekinn úr hernum vegna per- sónuleikatruflana. Fyrsta skáldsaga hans var The Town and the City. Kerouac var gríðarlegur drykkjumaður og lést í Flórída í októbermánuði 1969, einungis 47 ára gamall. Kerouac slær í gegn MENNINGARMOLINN JPV útgáfa gefur nú út átt- undu ljóðabók Jónasar Þor- bjarnarsonar, Tímabundið ástand. Jónas fæddist 18. apríl 1960 á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk sjötta stigs prófi í klassískum gítarleik frá Nýja tónlistarskólanum 1982, BS-prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1985 og lærði heimspeki við HÍ 1988-1990. Hann hefur starfað sem land- vörður, blaðamaður, þjónn og sjúkraþjálfari en notið starfs- launa rithöfunda og fengist að mestu við ritstörf frá 1989. Ný ljóð Jónasar Út er komin hjá bóka- forlaginu Bjarti bókin Brúðkaups- nóttin eftir Ian McEwan, í þýðingu Ugga Jónssonar. Brúðkaupsnóttin gerist á sumardegi í júní árið 1962, brúðkaupsdegi Edwards og Florence. Brúðkaupsnóttin er saga um hvernig gjörvöll til- vera manna getur umturnast við eitt atvik, eina snertingu, eitt orð sem var sagt eða ekki sagt. Bókin hlaut fyrir stuttu bresku bókaverðlaunin, eða Brithish Book Awards 2008. Verðlaunabók McEwans AFMÆLI Í DAG Albrecht Dürer málari, 1471 Henri Rousseau málari, 1844 Fats Waller tónlistarmaður, 1904 Mary Robinson forseti, 1944 Eurovision tilboð! 20 % afsláttur af völdum vörum Mikið úrval af Skunkfunk Desigual Lee og Wrangler

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.