24 stundir - 21.05.2008, Síða 25

24 stundir - 21.05.2008, Síða 25
24stundir MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 25 Wayne Shorter hefur skapað sér nafn sem einn af meisturum djass- heimsins. Þessi bandaríski saxó- fónleikari fæddist í Newark árið 1933 og ferill hans spannar nú yfir hálfa öld. Árið 1986 stofnaði Shor- ter sína eigin hljómsveit og gaf út fjölda diska fyrir mismunandi út- gáfufyrirtæki. Árið 1964 þáði hann boð Miles Davis um að gerast liðs- maður í hljómsveit hans. Í fé- lagsskap þeirra goðsagnakenndu tónlistarmanna sem fyrir voru í bandinu lék hann í sex ár og hljóð- ritaði á annan tug hljómplatna. Wayne Shorter átti stóran þátt í því að skapa algerlega nýjan hljóm sem hafði varanleg áhrif á þróun djass- ins. Hann hefur unnið með ýmsum þekktum tónlistarmönnum, svo sem Steely Dan, Carlos Santana og Joni Mitchell, en þau Shorter eiga að baki langt og farsælt samstarf. Þrettán Grammy-tilnefningar Önnur sólóplata Shorters, Atl- antis, kom út 1986 og var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna. Það var fyrsta af fjölmörgum Grammy-til- nefningum sem Shorter fékk, en alls hefur hann verið tilnefndur þrettán sinnum og áskotnast verð- launin níu sinnum. Wayne Shorter blandar saman vinsælli og fram- sækinni tónlist á frábæran hátt en til marks um stöðu hans í tónlist- arheiminum kaus Downbeat hann besta sópransaxófónleikarann í sautján ár samfleytt frá 1969. hh Wayne Shorter með tónleika í Háskólabíói Djassgoðsögn heldur tónleika á Íslandi Wayne Shorter Lifandi goðsögn í djassinum. * ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 42 04 1 5/ 08 HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ + Bókaðu flug á www.icelandair.is Þeir sem elska smurt brauð í sólskini, listasafn og „bröns“ á laugardagsmorgni, hjóla- túra, eða Tívolí ættu að fara til Kaupmannahafnar. *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Farðu til Kaupmannahafnar, í helgarferð eða í sumarleyfi, taktu fjölskylduna með og dönsku málfræðina úr tíunda bekk. Værsågod! Þú átt skilið að hafa það „hyggeligt“. Drífðu bara í því að panta far! Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni Auglýsingasími Katrín s. 510 3727 / kata@24stundir.is Kolla s. 510 3722 / kolla@24stundir.is Heilsa 27. maí 2008 Sérblað 24 stunda

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.