24 stundir - 17.06.2008, Síða 6

24 stundir - 17.06.2008, Síða 6
„Fjárfesting í orkuframkvæmd- um fyrir stóriðju með núverandi ríkisaðstoð er langt frá því að vera hagkvæm leið til uppbyggingar at- vinnulífs hér á landi,“ segir í nýrri skýrslu Framtíðarlandsins um opin- beran stuðning við stóriðju. Í skýrslunni er bent á að hið op- inbera styðji við stóriðju t.d. með ríkisábyrgð á lánum til virkjana- framkvæmda og skattaívilnana til stóriðjufyrirtækja. Einnig er bent á að stóriðjufyrirtæki hafi fengið út- hlutaða útblásturskvóta endur- gjaldslaust. Skýrsluhöfundar segja að þótt ál- ver séu umfangsmiklir atvinnurek- endur hafi reynslan t.d. frá Banda- ríkjunum sýnt að starfsemi þeirra hafi aðeins spornað við byggðaþró- un í strjálbýli, en ekki tekist að snúa henni við. Í álveri Alcoa á Reyðarfirði eru 400 starfsmenn. „Bygging Kára- hnjúkavirkjunar kostaði með flutn- ingsvirkjum um 145 milljarða króna sem samsvarar ríflega 350 milljón- um á hvert af störfunum 400,“ segir ennfremur í skýrslunni. hos Framtíðarlandið gefur út skýrslu um opinberan stuðning við stóriðju Gagnrýna ríkisstyrkta stóriðju 24stundir/Ómar Álver í Straumsvík Stóriðja er ríkisstyrkt t.d. með skattaívilnunum, segir í skýrslunni. Íslenskur og ódýr Sigurjón Árnason, bankastjóri Lands- bankans, segir að lágmarks- kostnaður við viðskipti verði sá minnsti hér á landi. „Ég tel það beinlínis óábyrgt ef við nýtum ekki orkulindir sem hér eru til þess að fá hjól efnahagslífs- ins til þess að snúast áfram. Akkúrat núna getur orku- geirinn blómstrað,“ segir Sigurjón Árnason, annar tveggja bankastjóra Landsbankans. Sigurjón segir ís- lenskt atvinnulíf finna mikið fyrir þrengingum á láns- fjármörkuðum. Leiðin út úr þeim sé meðal annars sú að selja orku til erlendra fyrirtækja. „Orkuverð í dag er mjög hátt og sú gagnrýni að orka héðan sé seld á und- irverði, sem stundum hefur heyrst, á alls ekki við,“ seg- ir Sigurjón. Vitnar hann til þess að orka hafi hækkað mikið í verði í heiminum á undanförnum árum. „Þeg- ar það er erfiðara um vik til að fá lánsfé þá er það mik- ill kostur að geta fengið eigið fé inn í landið í stórum stíl. Við höfum þennan möguleika. Í sjálfu sér getum við selt orku til fyrirtækja í hvaða atvinnuvegi sem er, slík er eftirspurnin. Auk þess ætti vel að vera hægt að gera þetta í fullri sátt við þá sem vilja hag umhverfisins sem mestan,“ segir Sigurjón. „Hátt verð á olíu er að þvinga ýmsa atvinnuvegi og lífsvenjur fólks í aðrar átt- ir en við eigum að venjast. Við getum lagt okkar lóð á vogaskálarnar með því að nýta orkuna.“ magnush@24stundir.is Sigurjón Árnason segir orkusölu leið út úr efnahagslægð Óábyrgt að nýta orkuna ekki 6 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Þar sem viðræðum fulltrúa Akur- eyrarstofu við Vini Akureyrar um skipulag útihátíðar um verslunar- mannahelgi er ekki lokið hefur ekki verið tekin ákvörðun um mögulegt aldurstakmark inn á tjaldstæði í bænum, að sögn Edwards H. Huji- bens, talsmanns umhverfis- og úti- lífsmiðstöðvar skáta að Hömrum sem rekur tjaldstæðin. Gengið var frá samningi milli skátahreyfingarinnar og bæjaryfir- valda nú í vor um rekstur tjald- stæðanna og það verða skátarnir sem taka ákvörðun um mögulega aðgangsstýringu. Ekki útihátíð á tjaldstæðin „Þótt ákvörðun hafi ekki verið tekin um aldurstakmark er alveg ljóst að við rekum fjölskyldutjald- stæði og við ætlum ekki að taka útihátíð inn á okkar tjaldstæði,“ tekur Edward fram. Á hátíðinni Bíladögum um liðna helgi var fjölskyldum beint á tjald- stæðið við Þórunnarstræti en 20 ára einstaklingum og eldri á tjald- stæðið á Hömrum. „Lætin sem voru núna í bænum voru í fyrra á tjaldstæðinu hjá okkur þegar að- gangi inn á svæðið var ekki stýrt. Þá voru tveir gæslumenn slegnir niður og kveikt í þremur flugeldatertum og skotið úr þeim í allar áttir innan tjaldstæðisins. Þar voru einnig hópaslagsmál og keðjur og hnífar á lofti. En þótt þetta hafi ekki farið úr böndunum á tjaldstæðinu nú vegna aðgangsstýringar var um- gengnin samt leiðinleg á Hömr- um,“ greinir Edward frá. Hvert tilfelli metið Hann segir það vissulega geta verið erfitt að hleypa til dæmis tví- tugum hjónum með barn inn á fjölskyldutjaldstæði en ekki tvítug- um barnlausum hjónum, ef aldurs- takmarkið verður 23 ára fyrir þá sem ekki tilheyra fjölskyldum. „Það yrði þó metið í hverju tilfelli fyrir sig.“ Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, segir það ekki vera bænum til sóma að setja aldurstakmark, hvorki á Bíla- dögum né um verslunarmanna- helgi. „Það eru alltaf eitt til tvö pró- sent sem skemma út frá sér hvar sem hátíðir eru haldnar en það á ekki að koma niður á hinum.“  Skátarnir reka tjaldstæðin á Akureyri og ákveða aðgangsstýr- ingu  Ólæti á tjaldstæði á Bíladögum í fyrra en í bænum nú ➤ Í fyrra var einstaklingum áaldrinum 18 til 23 ára mein- aður aðgangur að tjald- stæðum Akureyrar um versl- unarmannahelgina. ÚTIHÁTÍÐ Á AKUREYRI 24stundir/MargrétStuð á útihátíð Hressir gestir á Akureyri um verslunarmannahelgi. Aldurstakmark ekki ákveðið „Það er mjög margt spennandi að gerast í prjóni og það er oft ekk- ert endilega að prjóna peysu og fara í hana heldur oft eitthvað list- rænt. Svo er mjög mikið af verk- efnum þar sem prjónað er til góðs, þá er hægt að prjóna og gefa,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir sem stóð fyrir prjónadegi í Hallargarðinum á laugardag. Hún segir rúmlega 100 manns hafa verið í garðinum þegar mest var og á öllum aldri. Ilmur segir ljóst að dagurinn verði aftur haldinn að ári en mark- miðið með honum var að gera prjón sýnilegt í almannarými. „Nú þegar er fólk farið að flagga hegðun sem áður var bara innan- dyra eins og að lesa bækur og tala í símann þannig að af hverju ekki að prjóna líka?“ segir hún. aak Yfir hundrað manns mættu á prjónadaginn Prjónað á götum úti Finnbogastaðir í Trékyllisvík brunnu til kaldra kola í gær. Bóndanum, Guðmundi Þorsteinssyni, tókst að forða sér út en hann missti allar eigur sínar í brunanum. Hundar hans tveir brunnu inni. Bóndinn á Finnbogastöðum varð eldsins fyrst var er hann var að klára úr kaffiglasi sínu um ellefuleytið. Logaði þá í kjallara hússins. Guð- mundur hringdi þegar í neyðarlínuna og voru slökkvilið og lögregla frá Hólmavík og Drangsnesi komin á staðinn um kl. 12.30. Er að var komið var húsið alelda og ekkert hægt að gera. mbl.is Finnbogastaðir brunnu til ösku

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.