24 stundir - 17.06.2008, Page 26

24 stundir - 17.06.2008, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 24stundir Við sláum af verðinu ...aldrei af gæðunum! www.brudarkjolar.is KYNNING Sumarfötin eru komin í verslunina Miss Sixty í Kringlunni og vöruúr- valið hefur aldrei verið glæsilegra. Henný Bjarnadóttir, markaðsstjóri NTC, segir að það sem standi helst upp úr sé gríðarlega mikið úrval af gallabuxum. „Við erum með stutt- ar gallabuxur, ljósar gallabuxur, uppháar gallabuxur og margt fleira. Uppháu gallabuxurnar eru vinsælastar í dag enda rosalega flottar. Við eigum einmitt von á nýrri sendingu af þeim en galla- buxur frá Miss Sixty rjúka alltaf út,“ segir Henný og viðurkennir að það sé bara ein ástæða fyrir því. „Það er sennilega bara vegna þess að gallabuxurnar eru ofboðslega þægilegar og konum líður vel í þeim auk þess sem þær eru rosa- legar skvísur.“ Rétt eins og á Íslandi er Miss Sixty- merkið vinsælt erlendis og ekki síst hjá stjörnunum, samkvæmt Henný. „Demi Moore, Britney Spears, Avril Lavigne, Kate Moss, Paris Hilton og Mary Kate Olsen klæðast allar fötum frá Miss Sixty enda eru þetta mjög vandaðar vörur. Markhópurinn okkar er konur á aldrinum 25-45 ára þótt vitanlega kaupi konur á öllum aldri föt frá okkur.Við seljum ekki bara föt heldur erum við í raun með allt mögulegt, eins og skó, skartgripi og fleira. Það sem hefur vakið einna mesta athygli er verðið en við erum ánægð með að geta haldið verðinu eins og það er í ná- grannalöndum okkar,“ segir Henný og bætir við að Íslendingar kunni vel að meta Miss Sixty. „Við opnuðum verslun í Kringl- unni í janúar og viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum. Fram að því höfðum við selt Miss Sixty í öðrum verslunum NTC en vin- sældirnar voru svo miklar að vör- urnar þurftu meira pláss.“ svanhvit@24stundir.is Þægilegar gallabuxur vinsælastar í sumar Gott úrval í Miss Sixty Miss Sixty Fötin í Miss Sixty eru bæði glæsileg og vönduð. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Starfsemi Götuleikhússins er hafin af fullum krafti í sumar og eins og venjulega verða meðlimir þess áberandi í hátíðahöldum borg- arinnar 17. júní. Ólafur Guð- mundsson leikari gegnir nú starfi leikstjóra Götuleikhússins í annað sinn, en það gerði hann einnig sumarið 2001. Hlutverk Götuleikhússins er að lífga upp á mannlífið á götum úti á sumrin með alls kyns óvæntum uppákomum. „Við förum út á göt- urnar minnst einu sinni í viku og sýnum atriði sem við erum búin að æfa. Þetta er mjög góður hópur sem við erum með núna og margir með góðar hugmyndir sem við notum til þess að vinna atriðin okkar,“ segir Ólafur. Áhugasamir leikarar Leikhópurinn samanstendur af ungu skólafólki með brennandi áhuga á leiklist. „Meðlimir Götu- leikhússins verða að vera ófeimnir við að fara út á götu og vekja á sér athygli. Þeir þurfa að geta haldið sér í karakter sama á hverju dynur og hvaða athugasemdir sem þeir kunna að fá frá vegfarendum. Og það er sannarlega ekki alltaf létt verk,“ segir hann. Sjálfur hefur hann töluverða reynslu af því að leika á götum úti. „Þegar ég var að leikstýra Götuleikhúsinu sumarið 2001 lék ég stundum með hópn- um. Einna eftirminnilegasta atrið- ið okkar þá var þegar við tókum okkur til og lékum svarta engla sem örkuðu um götur borgarinnar með kaðalstiga. Hugmyndina hafði einn úr hópnum fengið þegar hann lék svartan engil fyrir leik- skólabörn. Fullorðið fólk hefur vanist tilhugsuninni um að englar eigi að vera hvítir en leik- skólabörnin sáu hins vegar ekkert athugavert við þann svarta. Þess vegna ákváðum við að prófa að fara út í gervi engla sem voru svartir af sóti og það var mjög eft- irminnilegt. Við opnun Smára- lindarinnar fyrir nokkrum árum var ég í hópi leikara sem voru fengnir til þess að vera með atriði. Ég og einn annar brugðum okkur í gervi öryggisvarða sem brustu í ballettdans öðru hverju.“ Ekki stultur á 17.júní í ár Leikarar Götuleikhússins hafa gjarnan skellt sér á himinháar stult- ur á þjóðhátíðardaginn en í ár fá stulturnar frí. „Við erum að æfa á fullu fyrir 17. júní og gera bún- ingana og að þessu sinni ætlum við að keyra um á stórum, gömlum pallbíl, ekki ósvipuðum þeim sem notast er við í Gay-pride-göng- unum,“ upplýsir Ólafur að lokum. 24stundir/Árni Sæberg Ólafur Guðmundsson leikari Krefjandi starfi við að lífga upp á bæinn ➤ Er starfrækt í tvo mánuði á áriyfir sumartímann. ➤ Meðlimir sjá alfarið sjálfir umundirbúning, svo sem bún- ingahönnun og handritsgerð, í samstarfi við leikstjóra. ➤ Er rekið af Hinu húsinu, ogþátttakendur eru ungt fólk, 17 ára og eldri. GÖTULEIKHÚSIÐMeðlimir Götuleikhússins verða á sveimi á götum borgarinnar í allt sumar. Á þjóðhátíðardaginn ætla þeir að hvíla stult- urnar en aka þess í stað um á gömlum pallbíl í skrautlegum búningum. Leikarar Götuleikhússins Þau hafa gjarnan skellt sér á himinháar stultur á þjóðhátíð- ardaginn en í ár fá stulturnar frí.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.