24 stundir - 25.06.2008, Side 2

24 stundir - 25.06.2008, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 VÍÐA UM HEIM Algarve 24 Amsterdam 18 Alicante 32 Barcelona 27 Berlín 22 Las Palmas 25 Dublin 13 Frankfurt 29 Glasgow 16 Brussel 22 Hamborg 19 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 17 London 22 Madrid 31 Mílanó 28 Montreal 17 Lúxemborg 25 New York 22 Nuuk 4 Orlando 23 Osló 17 Genf 29 París 27 Mallorca 27 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 12 Norðaustan 3-8 m/s. Skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis, annars bjart veður. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐRIÐ Í DAG 11 11 7 9 8 Hlýjast suðvestantil Norðaustan og norðan 3-8 m/s, en hæg breytileg átt sunnantil á landinu. Skýjað með köflum og skúrir norðan- og austanlands. Bjartviðri sunnan- og vestantil, en víða síð- degisskúrir. Kólnar heldur. VEÐRIÐ Á MORGUN 9 11 5 8 7 Kólnar heldur Skrifstofur sveitarfélaga eru beðnar að leita að gögnum barna- verndarnefnda frá árunum 1940- 1980, sem lúta að starfsemi með- ferðarheimila fyrir börn, m.a. í skjalasöfnum sínum. „Það verður starfsmaður félags- málanefndar settur í að skoða gögn frá þessum tíma hjá okkur, þetta eru trúnaðarskjöl sem ekki hafa verið uppi á borðum,“ segir Einar Guðmundsson, fulltrúi í sameigin- legri barnaverndarnefnd á norðan- verðum Vestfjörðum. Nefnd um vist- og meðferðar- heimili sem skipuð var af forsæt- isráðuneytinu biður sveitarfélögin að leita að gögnunum. Nefndinni var upphaflega ætlað að kanna starfsemi vistheimilisins á Breiðavík á árunum 1950-1980 þar sem börn sættu illri meðferð á meðan á dvöl þeirra stóð. asab@24stundir.is Upplýsingar um meðferðarheimili fyrir börn Leitað að gögnum Hvalaskoðun var talsvert til um- ræðu á 60. ársfundi vísinda- nefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Chile á dögunum. Á vef Hafró segir að umræðurnar hafi mest snúist um hugsanleg neikvæð áhrif hvalaskoðunar á stofnana þar sem ýmsar rannsóknir bendi til að hvalaskoðun geti haft trufl- andi áhrif á hegðun, útbreiðslu og jafnvel viðkomu hvalastofna. Hvalaskoðun gagnrýnd í Chile Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Eftir að tæknifrjóvganir voru færð- ar frá Landspítalanum til einka- reknu læknastöðvarinnar ART Me- dica, er erfiðara fyrir konur sem komnar eru yfir ákveðinn aldur að komast í slíka aðgerð. Þetta segir Matthildur Jóhanns- dóttir sem telur ástæðuna vera þá að fyrirtækinu sé umhugað um að geta sýnt að sem hæst hlutfall að- gerða skili tilætluðum árangri. „Konur sem eru komnar yfir fer- tugt eiga erfiðara með að eignast barn. Því er ekki vænlegt fyrir fyr- irtæki sem vill sýna sem bestan ár- angur að veita þeim þjónustuna.“ Spítalinn veitti undanþágur Reglugerð frá árinu 1997 kvað á um að kona skyldi að jafnaði ekki vera eldri en 42 ára þegar tækni- frjóvgunarmeðferð hefst. Matthildur segir að þegar tækni- frjóvganir voru framkvæmdar á Landspítalanum hafi verið veittar undanþágur frá reglugerðinni. Sjálf hafi hún fengið loforð um slíka undanþágu. „En eftir einkavæð- inguna hentaði ekki lengur að veita undanþágu, því þeir vildu geta sýnt sem bestar árangurstölur.“ Í frumvarpi til breytinga á lög- um um tæknifrjóvganir, sem sam- þykkt var á síðasta degi þingsins, kemur fram að áðurnefnd aldurs- regla hafi ekki þótt nægilega sveigj- anleg. Samkvæmt nýju lögunum skal kona vera á „eðlilegum barn- eignaaldri“ þegar meðferð vegna tæknifrjóvgunar hefst. Matthildur segir að með breyt- ingunni fái læknar enn meira vald til að ákveða eftir eigin geðþótta hvort konu verði veitt þjónustan. „Ég vil að ákvarðanir séu teknar á læknisfræðilegum forsendum, en ekki eftir kenntitölunni.“ Hún bendir á hægt sé að mæla hormón- stuðul eggjanna, svokallaðan FSH- stuðul, sem segi til um hvort við- komandi geti orðið þunguð. „Ég varð sjálf þunguð sex mánuðum eftir að mér var fyrst neitað.“ Fyrir ári féll dómur í héraði í máli Matthildar gegn ART Medica, þar sem hún reyndi að fá hnekkt ákvörðun um að synja henni um tæknifrjóvgun þegar hún var 44 ára gömul. Matthildur tapaði málinu, sem fer fyrir Hæstarétt í september. „Málið snýst um að fullorðið fólk fái yfirráðarétt yfir eigin lífi,“ segir Matthildur. Ekki náðist í lækni á ART Me- dica við vinnslu fréttarinnar. Vill yfirráð yfir eigin lífi  Segir ART Medica aðeins taka að sér einfaldari tæknifrjóvganir Vill tæknifrjóvgun Matthildur er ósátt við að læknir hafi neitað henni um aðgerðina. ➤ Árið 2004 færðust tækni-frjóvganir frá Landspítala til einkarekinnar læknastöðvar. EINKAREKIN LÆKNASTÖÐ Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Lögreglan á Blönduósi fór í ís- bjarnarútkall skömmu eftir hádegi í gær. Þetta er fimmta bjarndýrsútkallið á skömmum tíma. Tveir birnir hafa fundist og verið unnir. Þrisvar sinn- um hefur verið um aðra fer- fætlinga að ræða. Í gær hafði ferðamaður séð og myndað hvítt dýr með aðdráttarlinsu fremst í Blöndudal. „Það tók okkur 30 mínútur að staðfesta að þetta var ljós hestur," sagði varðstjóri lögreglunnar. Bangsi reynd- ist ljós hestur Enn eitt bjarndýrsútkall „Eigandi hvolps- ins, sem urðaður var lifandi í hrauninu í Kúa- gerði, liggur ekki undir grun,“ seg- ir starfsmaður rannsóknarlög- reglunnar á Suð- urnesjum. Framburður eigand- ans þótti mjög trúverðugur. Ekki liggur fyrir hvort einhver eða ein- hverjir eru grunaðir um athæfið en eins og fram hefur komið í fréttum var búið að grafa hund- inn undir þungu grjóti þegar hann fannst. Hvolpurinn hefur verið á dýraspítalanum í Víðidal og er á batavegi og eru allar líkur á að hann nái sér að fullu. áb Eigandinn fær hvolpinn aftur Kaupþing banki hefur gengið frá sambankaláni fyrir 275 milljónir evra sem jafngildir um 35,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í lok dags. Lánið er til tveggja ára og ber 1,5% álag á milli- bankavexti, sem eru mun betri kjör en skuldatryggingarálag bankans hefur gefið til kynna. Umsjónaraðili lánsins er þýski bankinn Bay- erische Landesbank. Auk hans koma Bank of America, Lloyds og Rai- ffeisen Zentralbank Österreich (RZB) að láninu. Lánið ber 1,5% vexti yfir millibankavexti sem er mun minna álag en skuldatryggingarálag Kaupþings undanfarna daga. Kaupþing fær 36 milljarða lán Íslendingar eru svartsýnni á horf- ur í atvinnu- og efnahagsmálum en þeir voru í síðasta mánuði samkvæmt væntingarvísitölu Gallup. Vísitalan hefur lækkað um 18 prósent frá því í síðasta mánuði en hún mældist tæp 68 stig. Vísitalan mælir hvernig neytendum finnst horfur um þessar mundir. Hún er um helm- ingi lægri en á sama tíma í fyrra. Fólk svartsýnt vegna efnahags „Við finnum fyrir heldur minnkandi sölu. Við sáum það byrja að gerast í maí,“ segir Her- mann Guðmundsson forstjóri N1 aðspurður um áhrif hækkandi ol- íuverðs á sölu hjá fyrirtækinu. „Samkvæmt okkar bókum þá erum við að horfa á 3 til 4,5 prósent minnkun í notkun á milli ára,“ bætir hann við en segist ekki gera sér grein fyrir því hvort breytingin er til frambúðar eða ekki. Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu seg- ist ekki finna fyrir beinum sam- drætti. „En við höfum ekki fundið fyrir þeirri aukningu í sölu sem jafnan er á þessum árstíma,“ segir hún. Hjá Skeljungi fengust þær upplýsingar að erfitt væri að segja til um hvort samdráttur hefði orð- ið og hjá Olís að fólk hafi skipt um afgreiðsluform en salan væri sú sama. elias@24stundir.is Hátt eldsneytisverð hefur misjöfn áhrif á sölu Sumir selja minna Bæjarstjórinn í Wroclaw hefur ráðið Bobby, 17 ára simpansa, til að kynna ferðamönnum út- sýnisstað í nágrenni bæjarins. Bobby fær um 12.000 krónur í mánaðarlaun fyrir að ganga um bæinn með skilti þar sem Apasteinn er auglýstur. „Ef Bobby stendur sig vel fær hann stöðuhækkun,“ segir Marek Niewiadomy. „Og þá má hann líka eiga von á launa- hækkun.“ aij Nýsköpun í Póllandi Starf fyrir apa SKONDIÐ

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.