24 stundir - 25.06.2008, Page 4

24 stundir - 25.06.2008, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var verðkönnun á tjaldsvæðum á Vestfjörðum. Um er að ræða verð fyrir 2 í tjaldi eina nótt. Vert er að benda á að frítt er að tjalda á tjaldsvæðunum á Flat- eyri, Suðureyri og Dynjanda. Könnunin er ekki tæmandi. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 180% munur á tjaldstæði Kristín Einarsdóttir NEYTENDAVAKTIN Tjaldsvæði á Vestfjörðum, verð fyrir 2 eina nótt Tjaldsvæði Verð Verðmunur Tjaldsvæðið Þingeyri 500 Tjaldsvæðið Tungudal 1.000 100 % Hótel Flókalundur 1.000 100 % Grettislaug, Reykhólum 1.050 110 % Sveitahótelið Heydalur, Mjóafirði 1.400 180 % IKEA hefur innkallað svefnpoka fyrir börn af gerð- inni Barnslig í kjölfar til- kynninga tveggja viðskipta- vina um að botninn á rennilásnum hafi losnað frá. Þar með getur sleð- arofinn losnað frá en báðir hlutirnir geta skapað hættu á köfnun. „Krakkar gætu gleypt þessa hluti og þeir staðið í þeim,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmda- stjóri IKEA. Hér á landi hafa verið seldir nokkrir tugir af barnasvefnpokunum frá því að þeir komu á markað fyrr á þessu ári. Viðskiptavinir sem keypt hafa svefnpoka með dagsetningarstimplunum 0745 upp í 0824 eru beðnir um að skila hon- um gegn fullri endur- greiðslu. Dagsetningar- stimpillinn er á merkimiða sem saum- aður er innan á svefn- pokann. ibs IKEA innkallar svefnpoka fyrir börn Gætu gleypt lausa hluti og kafnað STUTT ● Umferðarslys Þrír voru flutt- ir á slysadeild eftir árekstur á Grindavíkurvegi í gær. Enginn er alvarlega slasaður. Loka þurfti veginum um stund. Til- drög slyssins eru ekki að fullu ljós en talið er að annar bíl- stjórinn hafi verið að reyna framúrakstur. Bílarnir – sem ekið var í sömu átt – lentu saman og utan vegar. ● Fimm mánuðir Héraðs- dómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo 21 árs karlmenn í þriggja og fimm mánaða fang- elsi fyrir fíkniefnalagabrot, hylmingu, þjófnað, umferð- arlagabrot og innbrot. Báðir eiga að baki töluverðan sakafer- il. Í málinu var lagt hald á tölu- vert af þýfi, auk þess sem lít- ilræði af fíkniefnum var gert upptækt. Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Það vantar einhvers konar at- hvarf sem er mitt á milli Konukots og áfangaheimilis,“ segir kona sem sótt hefur Konukot frá opnun þess fyrir fjórum árum. „Fólk er ekki endilega í stakk búið til að stoppa strax þó auðvitað viljum við öll vera edrú,“ segir hún. Undir þetta tekur Kristín Helga Guðmundsdóttir verkefnastjóri Rauða krossins í Konukoti og seg- ir engan vafa á að slíkt heimili væri til bóta. „Það á enginn lögheimili í Konukoti heldur er það bara neyðarnæturathvarf eins og Gist- iskýlið. Það eru til tvö heimili í borginni fyrir karlmenn í neyslu en ekkert fyrir konur,“ segir hún. Leiga og sjálfsvirðing „Það verður mikil hnignun á sjálfsvirðingu manns við að vera á götunni. Manni finnst maður vera í vonlausri stöðu og engin leið til að koma sér upp úr henni,“ segir fyrrnefndur gestur Konukots. Hún segir að heimili þar sem konur ættu lögheimili, fengju póst og gætu læst að sér væri mjög uppbyggjandi fyrir sjálfsvirðingu þeirra og gæti virkað eins og stökkpallur til þess að komast á önnur áfangaheimili eða eigin íbúð. „Við mundum borga leigu og fá aukið sjálfstraust við það. Maður vill ekki vera neinn ómagi, það er hluti af sjálfsvirðingunni að þurfa að hafa aðeins fyrir hlutunum,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst líka eðlilegt að við sýndum viðleitni til að vera húsum hæfar, sem við erum oft ekki. En það mættu ekki vera svo stífar reglur að fólk springi á limminu.“ Smáhýsin upp fyrir veturinn „Við viljum fá að vera saman,“ segir heimilislaust par sem 24 stundir ræddu við í gær. Þau segja það óásættanlegt að setja það sem skilyrði að fólk fari í meðferð svo það fái húsnæði. Enn hefur fær- anlegum smáhýsum, sem borgin hefur fest kaup á og ætluð eru einstaklingum og pörum, ekki verið fundinn staður. Jórunn Frímannsdóttir for- maður Velferðarráðs Reykjavíkur- borgar játar að heimili vanti fyrir konur í neyslu en stefnt sé að því að koma því á fót á þessu ári. Þá sé unnið í því að semja um stað fyrir smáhýsin. „Við ætlum okkur að reyna að opna þau fyrir veturinn,“ segir hún. Læknisþjónustu ábótavant Kristín Helga segir heilsufars- legan vanda fólksins á götunni meiri en bara fíknina. „Í sumum tilfellum er fólk mjög illa á sig komið líkamlega og ber sig ekki endilega sjálft eftir viðeigandi þjónustu. Þess vegna er nærþjónusta á þessu sviði mikil- væg en boðið er upp á nærþjón- ustu félagsráðgjafa frá Velferðar- sviði nú þegar.“ Staðan vonlaus og engin leið út  Vantar heimili fyrir konur í neyslu  Eykur sjálfsvirðinguna að borga leigu  Smáhýsi heimilislausra enn ekki komin upp ➤ Reykjavíkurdeild Rauða KrossÍslands og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar reka Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. ➤ Samhjálp rekur í samvinnuvið Velferðarsvið borgarinnar Gistiskýli við Þingholtsstræti sem ætlað er heimilislausum körlum. ➤ Hætti fólk í neyslu standa ým-is áfangaheimili til boða en tvö heimili eru í Reykjavík fyrir karla í neyslu. Ekkert fyr- ir konur. ÚRRÆÐI Í BOÐI Heimilislaus Enginn staður er til fyrir pör sem eru heimilislaus. Smáhýsi ætluð þeim eru ekki komin upp. Rúmlega 95% þeirra sem fæddir eru árið 1992 og luku grunnskólaprófi í vor sóttu um framhalds- skólavist í haust sem er aukning miðað við sama tíma í fyrra. Einnig var aukning í umsóknum nemenda sem óska eftir því að skipta um skóla eða hefja nám að nýju. Á vef menntamálaráðuneytisins er fullyrt að þeir sem ekki komast í Menntaskólann við Hamrahlíð og Verzlunarskóla Íslands eigi vísa vist annars staðar. Aðsókn er mest í MH og Versló og þurfa skólarnir að vísa yfir 500 um- sækjendum frá. Alls voru um 130 nemendur sem hvorki fengu inni í skólanum sem þeir völdu helst né í skólunum sem þeir völdu til vara, en þeim hefur flestum verið útveguð skólavist. áb Sókn í framhaldsskóla Starfsmenn Háskólatorgs, einnar af nýbyggingum Háskóla Íslands, flýðu húsið í gær þegar verið var að sílanhúða bygginguna að ut- anverðu. Yfirmenn deilda veittu starfsmönnum leyfi til að fara heim þegar þeir voru farnir að finna fyrir höfuðverk og óþæg- indum í öndunarfærum, að því er heimildir 24 stunda greina frá. „Það var verið að vinna í kring- um loftinntak,“ segir Valþór Sig- urðsson, byggingastjóri Háskóla Íslands, sem lét verkstjórann stöðva framkvæmdirnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirlitinu geta sílanefni ert slímhúð öndunarfæra og augna. Starfsmenn flýðu Háskólatorg Vegna opnunar nýrrar verslunar á Akureyri leitar Europris að starfsfólki í eftirfarandi stöður: Starfsfólk Akureyri Vaktstjóri Afgreiðslufólk í fullt starf Afgreiðslufólk í hlutastarf Kvöld- og helgarstarfsfólk Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Europris í síma 533 3366 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið leifur@europris.is.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.