24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir
RV
U
N
IQ
U
E
03
08
04
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Glerfínar gluggafilmur
- aukin vellíðan á vinnustað
3M gluggafilmurfyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur,
verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RVsjá um uppsetningu
„Þetta er mjög uppbyggjandi og
gefandi fyrir krakka og það reynir á
að sigla eftir vindinum,“ segir
Gunnar Freyr Gunnarsson, 21 árs
siglingakennari.
„Ég fór sjálfur á námskeið þegar
ég var í sjöunda bekk og byrjaði að
vinna hérna á sumrin ári seinna,“
segir Gunnar Freyr sem hefur starf-
að á námskeiðunum í sjö sumur.
„Siglingarnar heilluðu mig strax,
og núna keppi ég á siglingamótum,
á stærri bátum,“ segir hann.
Gunnar Freyr segir að nám-
skeiðin séu ólík hinu dæmigerða
leikjanámskeiði. „Álagið er ólíkt,
við erum á þremur bátum með átta
krakka í umsjá á mann,“ segir hann
og bætir við að fyrirkomulagið sé
heldur ólíkt því sem gerist á þurru
landi.
Siglinganámskeiðin hafa verið
fullbókuð og þykja afar spennandi.
„Krakkarnir eru í björgunarvest-
um, en síðan klæða þau sig eftir
veðri,“ segir Gunnar Freyr og nefn-
ir að ef þau detta í sjóinn kippi
þjálfararnir þeim upp úr sam-
stundis.
Árið 1999 var nýtt klúbbhús tek-
ið í notkun og aðstaðan er til fyr-
irmyndar. „Þetta gengur allt eins og
í sögu og það er lítið um vandamál
á námskeiðunum, en krakkarnir
njóta sín afar vel á bátunum, segir
Gunnar Freyr.
Sex ungmenni frá vinnuskóla
Hafnarfjarðarbæjar starfa sem að-
stoðarmenn á siglinganámskeiðun-
um með flokksstjóra en starf þeirra
er ansi ólíkt hefðbundnum verkum
vinnuskólans.
asab@24stundir.is
Siglinganámskeið eru vinsæl hjá hafnfirskum ungmennum og vinnuskóli bæjarins tekur þátt í þeim
Sæla á siglinganámskeiðum í Hafnarfirði
➤ Samstarf er á milli Hafn-arfjarðarbæjar og Sigl-
ingaklúbbsins Þyts varðandi
námskeiðin.
➤ Fjöldi barna á aldrinum 10-13ára er á siglinganámskeiði í
sumar.
SIGLINGANÁMSKEIÐ
Hressir krakkar Sigl-
inganámskeiðin hafa not-
ið mikilla vinsælda.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
„Við ætlum að ræða við nokkra
tugi kvenna á Íslandi, Grænlandi
og í Færeyjum sem flutt hafa frá
jaðarbyggðum til þess að fá þeirra
sýn á hvað gera þarf til að konur
vilji búa á landsbyggðinni,“ segir
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dós-
ent í félagsfræði við Háskóla Ís-
lands og verkefnisstjóri.
Um verður að ræða vestnorrænt
verkefni og hefur norræna ráð-
herranefndin veitt styrk til rann-
sóknarinnar.
Guðbjörg segir flótta kvenna frá
jaðarbyggðum hér enn ekki jafn-
mikinn og á Grænlandi, í Færeyj-
um og norðurhluta Skandinavíu.
„Þar hafa menn miklar áhyggjur af
flótta kvenna. Þess vegna veldur
það áhyggjum þegar mótvægisað-
gerðir ríkisstjórnarinnar hér og
aðrar aðgerðir sem miða að því að
efla atvinnuvegi á landsbyggðinni
skuli fyrst og fremst beinast að
karlastörfum.“
Af þeim 6,5 milljörðum sem
Guðbjörg bendir á að ríkisstjórnin
hafi sett í mótvægisaðgerðir vegna
samdráttar í sjávarútvegi virðist
henni fljótt á litið sem hátt í 6
milljarðar fari til starfa sem aðal-
lega muni draga til sín karlmenn.
„Vinnumarkaðurinn er mjög
kynjaskiptur og við sjáum þess
engin merki að úr því sé að draga.
Þess vegna munu til dæmis þeir 4
milljarðar sem fara í samgöngu-
bætur og 1 milljarður sem fer í
endurbætur og viðhald fasteigna
fremur gagnast körlum í atvinnu-
leit en konum. Á sama tíma eru
það að stórum hluta konur sem
missa atvinnuna þegar fiskvinnslu-
húsum eru lokað vegna aflasam-
dráttar og hagræðingar í fisk-
vinnslu.“
Guðbjörg bendir jafnframt á að
upphæðin sem félagsmálaráðu-
neytið hefur lagt fram vegna sér-
úrræða fyrir konur á landsbyggð-
inni nái ekki 100 milljónum króna.
Áhyggjur af
flótta kvenna
Samnorræn rannsókn á nauðsynlegum aðgerðum fyrir konur á
landsbyggðinni Aðgerðir beinast fyrst og fremst að körlum
Í fiskvinnslu Samdráttur í
sjávarútvegi kemur niður á
konum á landsbyggðinni.
➤ Konur flytja fremur af lands-byggðinni en karlar, bæði á
Íslandi og í nágrannalönd-
unum.
FLÓTTINN
„Ég tók aðallega eftir því að text-
inn einkenndist af áhrifum úr töl-
uðu máli sérstaklega í orðavali og
setningagerð,“ segir Þórunn Blön-
dal, dósent í íslensku við Kenn-
araháskóla Íslands, um athuganir
sínar á ritgerðum í samræmdum
prófum 10. bekkinga.
„Til dæmis koma fram að margir
nemendanna sýndu ekki með
punkti hvenær einni málsgrein
lauk og önnur tók við,“ segir Þór-
unn.
„Í talmáli eru vitaskuld engin
eiginleg greinarmerki nema þá
helst í tónfalli,“ segir hún og bætir
við að hugsanlegt sé að ritmál ung-
mennanna beri svolítinn keim af
talmáli að þessu leyti. „Það er hins
vegar áhyggjuefni að margir nem-
endur virðast lítt þjálfaðir í því að
skrifa ritgerðir þegar þeir útskrifast
úr grunnskólunum,“ segir hún og
nefnir að kennslan þurfi m.a. að
miða að því að skýra mun á rit- og
talmáli.
„Það er ekki sjaldgæft að sjá í rit-
gerðunum að nemendur enda
málsgreinar í miðjum klíðum,“
segir hún og bætir við að sumir
haldi áfram án greinarmerkja.
Margir nemendur gera hins veg-
ar mjög vel en almennt virðast þeir
óvissir um hvaða textategund þeir
eiga að skrifa og hverjum skrifin
eru ætluð. Þórunn nefnir einnig að
orðræðuagnir á borð við sko, bara
og já hafi komið fyrir, sem ekki eigi
heima í formlegu ritmáli. Ný þol-
mynd og þágufallssýki var ekki
áberandi í nemendaritgerðunum.
Verkefni Þórunnar er hluti af
stærri rannsókn sem ber titilinn
Tilbrigði í setningagerð. áb
Rannsókn á rituðu máli ungmenna í 10. bekk
Ritað í belg og biðu
„Við munum byrja með stutt
hagnýt námskeið,“ segir Irma Er-
lingsdóttir, forstöðumaður Rann-
sóknastofu í kvenna- og kynja-
fræðum, um jafnréttisskóla á
vegum Sameinuðu Þjóðanna, ut-
anríkisráðuneytisins og Háskóla Ís-
lands en markmiðið er að hann
verði starfræktur í tengslum við
Háskóla Sameinuðu Þjóðanna.
„Starfsemin mun væntanlega
þróast áfram en við byrjum á að
halda námskeið fyrir þá íslensku
aðila sem starfa við friðaruppbygg-
ingu, starfsfólk íslenskra stofnana
og samtaka í þróunarsam-
vinnu,“ segir hún.
„Við þurfum að byggja upp sér-
fræðiþekkingu til að skila einhverju
raunverulegu í þágu jafnréttis og
stefna að því að ef við viljum efla
og eiga samstarf við fólk í þróun-
arlöndum,“ segir Irma.
Ætlunin er að þróa starfsemina
áfram með því að skipuleggja nám-
skeið fyrir starfsfólk í opinberri
stjórnsýslu og einkageiranum.
Einnig verða námskeið fyrir
stjórnmálakonur og fulltrúa gras-
rótahreyfinga í þróunarlöndum og
fyrrum átakasvæðum.
„Við ætlum einnig bjóða upp á
námskeið fyrir starfsfólk íslenskra
stofnana og samtaka sem koma
að alþjóðastarfi og friðaruppbygg-
ingu,“ segir Irma. Stjórnmála-
menn, fulltrúar hagsmunasamtaka
í Evrópu, háskólanemar og sér-
fræðingar á Íslandi verða jafnframt
undirmarkhópur verkefnisins.
„Við munum einnig einbeita
okkur að því að kynna íslensk jafn-
réttismál eða hið íslenska jafnrétt-
islíkan á evrópskum vettvangi,“
segir hún.
Skólinn verður fyrsti jafnréttis-
skóli Sameinuðu Þjóðanna en ætl-
unin er að sækja um inngöngu að
Háskóla Sameinuðu Þjóðanna.
„Við munum leggja áherslu á
miðlun, útgáfu, ráðstefnur og
fundi, en ætlunin er að vera með
öfluga heimasíðu,“ segir Irma.
asab@24stundir.is
Stofnun jafnréttisskóla- og seturs á alþjóðlegri ráðstefnu í haust
Rannsóknir í þágu jafnréttis