24 stundir - 25.06.2008, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Öryggi margra þeirra hundruða
kjarnorkusprengja sem Banda-
ríkjamenn geyma innan Evrópu er
ábótavant. Þetta kom í ljós þegar
varnarmálaráðuneytið lét gera at-
hugun á ástandi kjarnorkuvopnab-
úrs landsins.
Síðan hryðjuverkaárásir voru
gerðar á Bandaríkin 11. september
2001 hefur milljörðum dala verið
varið til að tryggja öryggi kjarn-
orkuvopna á bandarískri grundu.
Skýrslan leiðir í ljós að það fé hafi
ekki skilað sér til allra kjarnorku-
vopna Bandaríkjanna utan land-
steinanna. Því hafi vopnin í reynd
verið ógn við öryggi Evrópu und-
anfarinn áratug.
Sprengjurnar sem týndust
Innri endurskoðun varnarmála-
ráðuneytisins fór í gang í ágúst
2007. Ástæðan var sú að flugherinn
missti sjónar á sex kjarnorku-
sprengjum í einn og hálfan sólar-
hring. Þrátt fyrir alla varnagla og
öryggisráðstafanir var sprengjun-
um komið fyrir í flugvél sem flaug
yfir Bandaríkin þver og endilöng,
án þess að þeir sem tryggja áttu ör-
yggi sprengjanna vissu af því.
Skýrslan sem nú hefur litið dags-
ins ljós lýsir áhyggjum af ástandi
vopna sem geymdar eru á erlend-
um herstöðvum.
„Hvað eftir annað var það sama
ljóst,“ segir í skýrslunni. „Á flestum
stöðum vantaði töluvert upp á að
aðstaðan stæðist öryggiskröfur
varnarmálaráðuneytisins.“ Þrátt
fyrir að umgengni við gereyðing-
arvopnin eigi að vera stöðluð segja
skýrsluhöfundar vandamálin afar
ólík á hverjum stað.
Þýskir vilja sprengjurnar burt
Nákvæmri staðsetningu og
fjölda kjarnorkusprengjanna er
haldið leyndum. Samtök banda-
rískra vísindamanna, sem fengu
skýrslu varnarmálaráðuneytisins í
hendurnar, telja sig þó hafa komið
sér upp nokkuð ljósri mynd af
stöðunni.
Á fjórum evrópskum herstöðv-
um – í Belgíu, Þýskalandi, Hollandi
og á Ítalíu – hafa heimamenn um-
sjón með vopnunum. Þessar evr-
ópsku herstöðvar valda skýrsluhöf-
undum sérstökum áhyggjum og
leggja þeir til að þegar í stað verði
kjarnorkuvopn flutt frá einni
þeirra. Almennt leggja þeir til að
vopnin verði færð á færri hendur
og öryggi þeirra bætt.
Í Þýskalandi hefur stjórnarand-
staðan gripið skýrsluna á lofti og
hvetur Angelu Merkel kanslara til
að semja við Bandaríkjamenn um
brotthvarf sprengjanna. „Kjarn-
orkuvopnin eru kaldastríðsrestar.
Þau verða að fara,“ segir Guido
Westerwelle, formaður FDP.
Ótryggar kjarn-
orkusprengjur
Bandarískra kjarnorkuvopna í Evrópu ekki nægjanlega vel gætt
Lagt til að kjarnorkuvopnavæddum herstöðvum verði fækkað
➤ Þegar Kalda stríðið stóð semhæst skiptu bandarísk kjarn-
orkuvopn í Evrópu þús-
undum.
➤ Bandaríkin eiga nú á milli 200og 350 kjarnorkusprengjur í
Evrópu.
➤ Þær dreifast á Belgíu, Þýska-land, Holland, Ítalíu, Tyrkland
og Bretland.
➤ Að auki búa þrjú Evrópuríkiyfir eigin kjarnorkuvopnum;
Bretland, Frakkland og Rúss-
land.
ATÓMBOMBUR Í EVRÓPU
Kjarnorkuþotur Síðast-
liðið sumar fóru sex kjarn-
orkusprengjur á flakk með
B-52H sprengiþotum.
Ríkisstjórn Írans hefur mótmælt
auknum efnahagsþvingunum Evr-
ópusambandsins harðlega. Á
mánudag frysti ESB eignir stærsta
banka Írans, Melli-bankans, og
fjölgaði þeim Írönum sem ekki
mega ferðast til Evrópu.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Írans segir aðgerðirnar aðeins
munu gera þjóðina enn staðráðn-
ari í að verða sér úti um kjarnorku.
Hann segir jafnframt að skjóti
skökku við að ESB auki þvinganir á
sama tíma og sáttaboð frá ýmsum
þjóðum til Írana liggi enn á borð-
inu. andresingi@24stundir.is
Auknar efnahagsþvinganir
Íran ósátt við ESB
Bandarískur dómstóll hefur kveð-
ið upp úrskurð í máli manns sem
situr í fangabúðunum við Guant-
anamo-flóa, þess efnis að stjórn-
völd geti ekki skilgreint hann sem
„óvinveittan bardagamann.“ Sú
skilgreining hefur gert stjórnvöld-
um kleift að sneiða hjá Genf-
arsáttmálanum og bandarískum
lögum.
Er þetta fyrsti dómur þessa efnis
sem fellur á borgaralegu dómstigi,
eftir að hæstiréttur úrskurðaði
fyrr í mánuðinum að fangar hefðu
rétt á að áfrýja varðhaldsúrskurði
sínum.
Huzaifa Parhat, kínverskur múslími, hefur verið í haldi Bandaríkja-
manna frá því þeir handsömuðu hann í Afganistan árið 2001.
„Rétturinn úrskurðaði að ríkisstjórnin skyldi þegar leysa Parhat úr
haldi, flytja hann á annan stað, eða að halda ný herréttarhöld hið
fyrsta,“ segir í tilkynningu frá dómstólnum. andresingi@24stundir.is
Fanga dæmt í vil
Fíkniefna- og afbrotamálaskrif-
stofa Sameinuðu þjóðanna telur
að ópíumrækt í Afganistan hafi
veitt talíbönum röska átta millj-
arða króna á síðata ári.
Segir Antonio Maria de Costa í
samtali við breska ríkissjón-
varpið að velta ópíumræktenda í
Afganistan hafi numið einum
milljarði Bandaríkjadala á síðasta
ári og tíundi hluti þess fjár hafi
ratað í vasa talíbana. aij
Milljarðagróði af
ópíumrækt
Bæjarstjórnin í
Kota Bharu í
Malasíu hefur
gefið út þau til-
mæli að konur
beri ekki á sig
varalit og klæðist
ekki háum hæl-
um. Meirihluti
bæjarstjórnar er skipaður með-
limum íslamsks stjórnmála-
flokks, sem hefur ýmiss konar
siðgæðisboðskap á stefnuskrá.
Mega pör sem sitja of nærri hvort
öðru á almannafæri til dæmis
eiga von á sekt.
Segja yfirvöld að með því að fara
að varalitsráði sínu geti konur
viðhaldið virðingu sinni og kom-
ið í veg fyrir nauðganir. aij
Forðist varalit
og háa hæla
Fyllirístúrar ungs fólks smita út frá sér í vinahópi þess, þannig að þeir
apa óhófið hver eftir öðrum. Þetta eru niðurstöður breskrar rann-
sóknar á drykkjusiðum fólks á aldrinum 18 til 24 ára. Þeim 504 ein-
staklingum var skipt í tvo hópa – hófdrykkjufólk og ofdrykkjufólk. Til
að teljast drekka í óhófi þurftu þátttakendur að drekka sig fulla að
minnsta kosti vikulega, eða innbyrða 10 drykki eða fleiri í viku. Um
85% þeirra sem féllu í óhófshópinn sögðu flesta vini sína vera óhófs-
menn, en aðeins 41% hófdrykkjumannanna höfðu sömu sögu að segja.
Í tísku að detta í það
STUTT
● Sjórán Fjórir þýskir ferða-
langar eru í haldi sjóræningja
í Puntlandi, sjálfstjórnarhér-
aði í Sómalíu. Þjóðverjarnir –
tveir karlmenn, ein kona og
barn – sigldu út af norður-
strönd Sómalíu þegar þeir
voru teknir höndum.
● Jersey Lögregla hefur
handtekið tvennt í viðbót
vegna rannsóknar á ofbeldi á
barnaheimilinu Haut de la
Garenne á eynni Jersey. Sjö-
tugur maðurinn og 69 ára
konan störfuðu á barna-
heimilinu á 7. og 8. áratugn-
um.
● Talan hækkar Herfor-
ingjastjórnin í Mjanmar, sem
einnig er þekkt sem Búrma,
áætlar nú að 138.000 manns
hafi látist eða sé enn saknað
eftir að fellibylurinn Nargis
reið yfir landið.
Allt til rafhitunar
Olíufylltir
rafmagnsofnar
Norskir hitakútar
Fyrir sumarhús og heimili.
Yfir 30 ára reynsla hérlendis.
Brenna ekki rykagnir•
Auðveld uppsetning á vegg•
250 - 400 - 750 - 800 - 1000•
- 1600 - 2000 wött
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson