24 stundir


24 stundir - 25.06.2008, Qupperneq 12

24 stundir - 25.06.2008, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Lögbann hefur verið sett á framkvæmdir Kópavogsbæjar við Nýbýla- veg. Íbúar í lúxusblokkinni Lundi 1 fóru fram á vinnustöðvunina. Íbúarnir segja veginn standa um sex metrum nær en gert hafi verið ráð fyrir í deiluskipulagi. Forsvarsmenn Kópavogsbæjar eru ósammála og segja svo ekki vera. Fyrir lögbannið kynntu þeir hugmyndir sínar um að mjókka hringtorgið við blokkina og báðu verktakafyrirtækið að færa út- keyrslu úr hverfinu fjær blokkinni, til að mæta kröfum íbúanna. Íbúar sem 24 stundir hafa rætt við vissu ekki þegar þeir keyptu í blokk- inni að Nýbýlavegurinn yrði færður svo nálægt húsinu. Gylfi Óskar Héð- insson, annar eigandi byggingarfyrirtækisins BYGG, segir að þeir hjá fyr- irtækinu hafi ekki verið upplýst um hvernig vegurinn yrði lagður. Með lögbanninu er komin upp ný staða. Gunnar Gunnarsson aðstoð- arvegamálastjóri segir í 24 stundum í gær að ekki sé annað hægt en að hlíta lögbanninu. „Það er ekki mikið rými til þess að breyta miklu, það er í raun ekki hægt að færa hringtorgið.“ Svo bætir hann við: „En það er ver- ið að skoða hvort að ekki sé hægt að minnka það, en það gæti bitnað á umferðarörygginu.“ Auðvitað er hægt að færa hringtorgið komi í ljós að ekki hafi verið farið að deiliskipulaginu. Hins vegar kostar það sitt. En eins og 24 stundir greindu frá er það mat Sigurðar Thoroddsen, unnið fyrir BYGG, að kostnaðaraukinn við tilfærsluna gæti numið allt að fimm milljörðum. Varla er réttlætanlegt fyrir tæplega þrjátíu þúsund manna bæjarfélag að standa straum af slíku. Þá er vert að velta því fyrir sér hvort rétt sé að minnka hringtorgið og breyta þar sem það minnki umferðaröryggi íbúa bæjarfélagsins? Oft er þung umferð um Nýbýlaveg og erfitt að sætta sig við skert öryggi þeirra sem fara um veginn dag hvern. Loks er sú leið fær að bæta þeim sem keyptu íbúðir í blokkinni skaðann. Því fólkið situr nú uppi með íbúðir, sem eru ekki eins söluvænar og fyrir færslu vegarins. Íbúðir sem áttu að vera hágæða. Og við gluggann hjá því stendur umferðarmannvirki, sem verður ekki eins öruggt og til stóð verði það minnkað. Verulega athyglisvert verður því að fylgjast með málsframvindunni og hvað skorturinn á upplýsing- um; jafnvel fljótfærnin, að ekki hafi verið farið að deiliskipulaginu, kosti Kópavogsbúa þegar uppi er staðið. Hvar sem mistökin liggja er ljóst að skaðinn er mikill, bæði fyrir íbúa blokkarinnar og bæjarbúa. Klúður í Kópavogi Einu skiptin sem hugur Geirs virðist vera á Íslandi er þegar hann er í útlöndum að tjá sig um mál- efni Íslands – eins og núna í Lund- únum. Ekki einu sinni viss um að hugurinn sé á Ís- landi heldur frek- ar í Lundúnum – þótt hann sé að tala um Ísland. Nú er þetta hug- arflug Geirs utan Íslands og lang- varandi aðgerðarleysi hans á Ís- landi farið að hafa áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins sem er að tapa því frumkvæði sem hann hefur haft í íslenskum stjórnmálum frá því fyrir síðari heimsstyrjöldina. Hugur Geirs er kannski í Örygg- isráðinu … Hallur Magnússon hallurmagg.blog.is BLOGGARINN Hvar er Geir? Þrátt fyrir sífellt krepputal og harðan hræðsluáróður um at- vinnuleysi er afgerandi meirihluti þjóðarinnar á móti frekari virkjunum fyrir stóriðju. Þetta er athyglisvert. Það kveður við kunnuglegan tón í máli stór- iðjusinna. „Ef þjóðin heldur ekki áfram að nýta orkuna í fall- vötnum og iðrum landsins er hún í vondum málum,“ segir Grétar Mar. Það er ekki mikil trúin sem þessir aðilar hafa á stærstu auð- lind landsmanna – hugviti og menntun. Sem betur fer höfum við núna iðnaðarráðherra sem gerir sér grein fyrir því … Dofri Hermannsson dofri.blog.is Á móti stóriðju Fólk sér fyrir sér tekjumissi, jafnvel atvinnumissi. Sumir fá martröð um sult og seyru. Fylg- ismönnum stór- iðju og orkuvera ætti því að fjölga. Samt sýnir skoð- anakönnun Fréttablaðsins, að meirihluti þjóð- arinnar hafnar stóriðju og stór- virkjunum. Meirihlutinn er stærri úti á landi, þar sem talið hafði verið meira um óttaslegið fólk. Kannski sér fólk núna í olíu- kreppunni, að við þurfum alla okkar raforku til að leysa olíu af hólmi. Við höfum ekkert aflögu fyrir niðurgreidda gæludýrið, stóriðjuna. Jónas Kristjánsson jonas.is Hafna stóriðju Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Í gær birtist forsíðufrétt í 24 stundum undir fyrirsögninni: Markaðir „ónýtir“. Þar greinir frá 40% samdrætti á hlutabréfamörkuðum, eða sem nemur um 458 milljörðum króna á fyrstu fimm mán- uðum ársins. Orðrétt segir: „Fjárfestar sem 24 stundir hafa rætt við undanfarnar vikur segja ástandið á mörk- uðum alvarlegra en af er látið. Einn þeirra sagði mark- aðina „ónýta“ … Hann sagðist ætla að beita sér fyrir því að félög honum tengd yrðu tekin af markaði til að losna við „að þurfa að vakna á morgnana og hafa áhyggjur af markaðnum“.“ Lesendum til hugarhægðar skal tekið fram að vansvefta fjármálaspekúlantar hafa fundið það ráð við svefnleysi og áhyggjum að leita inn í skuldabréfaviðskipti. Þar hafa viðskipti aukist um rúma 600 milljarða á fyrrgreindu tímabili að sögn 24 stunda „vegna hagstæðra vaxta“. Nú skal játað að undirritaður hefur minni áhyggjur af vísi- tölu stundargróðans en langtímahagsmunum íslensks samfélags. Af hinu síðarnefnda er hins vegar ástæða til að hafa verulegar áhyggjur. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er nefnilega ekki skammtímavandi á hluta- bréfamarkaði. Við horfum upp á langtímavanda, gjald- þrot þeirrar peningafrjálshyggju sem hér hefur verið rek- in í nær tvo áratugi. Ríkisbankarnir voru einkavæddir og við þeim tóku silkiklæddir fjármálamenn sem reynst hafa harðsvíraðir alheimskapítalistar sem einskis hafa svifist á alþjóðavísu, ekki síst gagnvart fátækum þjóðum í Austurvegi. Í lausafjárkreppunni lenda þessar fjár- málastofnanir – sem skulda litla 15 þúsund milljarða – í vandræðum þegar rúllettan stöðvast. Hundsaðar hafa verið allar ábendingar og kröfur okkar í VG um að skilin yrðu rækilega að annars vegar innlend viðskipti hinna einkavæddu banka, sem byggðust á hefðbundinni lána- starfsemi, og hins vegar fjárfestingarbraskið. Hlutverk stjórnvalda er nú sem áður að reisa varn- armúra fyrir okkur sem byggjum þetta land. Það gerir ríkisstjórnin ekki. Þótt menn sofi illa í Kauphöllinni hygg ég að þjóðin sofi enn verr. Ekki vegna fregna af hlutabréfamörkuðum heldur vegna þess að þjóðin skynjar að hún hefur yfir sér ríkisstjórn sem er nánast verri en engin þegar á reynir, ónýt. Höfundur er alþingismaður Ónýt ríkisstjórn ÁLIT Ögmundur Jónasson Kraumandi lesning í … • sólbaðinu • verslunar- ferðinni • flugvélinni • sumar- bústaðnum • skútunni • bílnum • tjaldinu … hvar sem er og hvenær sem er! einfaldlega

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.