24 stundir - 25.06.2008, Side 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 13
Ýmislegt fremur óhugn-anlegt má lesa á virtumbloggsíðum
um íslenska banka.
Þannig segist Pétur
Gunnarsson, rit-
stjóri Eyjunnar, hafa
fengið bréf frá vel
upplýstum lesanda
sem bendir á að bankarnir séu
búnir að vinna gríðarlegt efna-
hagslegt hryðjuverk á Íslandi.
„Það byrjaði með einkavæðing-
unni, þegar ljóst varð að engin
siðferðisleg ábyrgð fylgdi kaupum
á bönkunum. Menn skyldu ekki
vanmeta þann þátt. Menn fóru í
glannalegan fjárfestingaleik með
viðskiptabanka og komust upp
með það, því enginn sló á puttana
á þeim, sem hefði svo sannarlega
átt að gera,“ segir í bréfinu.
Áfram heldur hið þungorðabréf: „Bankarnir eru viðþað að tortíma sjálfum
sér með viðskiptavinum sínum.
Og á meðan spila
þeir á lýruna og
horfa á eldinn og
halda áfram að
bjóða í partí í Lond-
on. Dæmi um lýru-
leikinn: Það hefur
verið í fréttum undanfarið að fyr-
irtæki eitt sé á barmi gjaldþrots.
Skuldir langt á fimmta tug millj-
arða króna. En – bíðum við,
skuldir þess eru í íslenskum krón-
um. Þegar krónan verður komin í
180, verður skuldunum breytt í
erlendan gjaldeyri, svo styrkist
krónan með samstilltu átaki
bankanna sem þá hafa veðjað á
styrkingu hennar, bankinn slepp-
ur við að afskrifa skuldir fyrirtæk-
isins og fyrirtækið fer ekki á haus-
inn. Snjallt? Hver borgar? Hvar er
ríkisstjórnin? Hvar er Fjármála-
eftirlitið? Hvar er löggjafinn?
Hvar í fjáranum er eiginlega lögg-
an!!!???“
Jónas Krist-jánsson rit-stjóri er einnig
harðorður og segir:
„Til að bjarga sér úr
kreppu, sem þeir bjuggu til, gera
þeir nú hvert áhlaupið á fætur
öðru á gengi krónunnar.
Gengishagnaðurinn bætir
stöðu þeirra. Eru að laga stöðuna
fyrir uppgjör annars ársfjórðungs.
Eru hættir að lána, enginn tímir
að borga vextina þeirra. Reyndu
að drepa Íbúðalánasjóð, er nú
stendur sem klettur í hafinu.
Bankastjórarnir eru landráða-
menn og Litla-Hrauns-matur.“
elin@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Ég hef verið svo heppin að hafa
fengið að fylgjast með dóttur minni
spila fótbolta frá því hún var tæp-
lega sex ára gömul. Nú er hún orðin
níu og spilar með 6. flokki í Þrótti
þar sem starf yngri flokkanna er öfl-
ugt og skemmtilegt og leikgleðin og
skemmtunin ráða för. Ég er því orð-
in eins konar fótboltamamma sem
mæti á öll mót og leiki til að fylgjast
með og veita stuðning og hvatn-
ingu. Það er gaman að sjá hversu
foreldrar taka almennt mikinn þátt
á öllum helstu mótum sumarsins
og óhjákvæmilega er maður farin
að þekkja foreldra annarra stelpna,
hvort sem er úr eigin liði eða ann-
arra félaga. Það myndast sérstök
stemning þar sem sömu foreldrarn-
ir standa saman á hliðarlínunni
stundum heilu dagana og fylgjast
með sínum stelpum í sætu og súru.
Oftast er þetta skemmtileg samvera
þar sem fólk spjallar kumpánlega
saman og allir eru frekar „ligeglad“.
Nema einstaka sinnum kemur það
fyrir að maður verður vitni að sér-
kennilegri hegðun foreldra sem
sumir hverjir tapa sér á hliðarlín-
unni og æpa miður uppbyggilegar
athugasemdir inn á völlinn. Þannig
gerðist það á dögunum að fram fór
yngri flokka mót stelpna á Þrótt-
armótinu þar sem ég fylgdist með
mínu liði. Mótið gekk vel og skipu-
lagning var með ágætum. Leikgleð-
in var í fyrirrúmi og allir fóru glaðir
heim – eða allavega flestir. Mig
langar að deila með lesendum lítilli
sögu sem gerðist á þessu móti og
situr enn í mér. Í einum leiknum
gegn ónefndu liði gerðist það að
einn pabbinn þaðan lét svo til sín
taka á hliðarlínunni að hann var
farinn að segja dómaranum til
syndanna og kalla inn athugasemd-
ir um vankunnáttu dómarans og
dómaraskandal. Það skal tekið fram
að oftast eru dómarar í þessum
leikjum unglingskrakkar sem gera
sitt besta og taka leikjunum álíka
hátíðlega og leikmennirnir sjálfir. Í
þessu tilfelli gekk umræddur pabbi
svo langt að hann skipaði dómaran-
um að dæma vítaspyrnu! Sem og
var gert enda dómarinn farinn á
taugum undir sífelldu gjammi föð-
urins. Það var sem sagt tekið víti í
leik 6. flokks kvenna þar sem að
sjálfsögðu kom mark – sem í þessu
tilfelli réði úrslitum. Þetta er ekki
eina dæmið sem ég hef orðið vitni
að, en þetta er það nýjasta, og ekki
þarf að taka það fram að litlu stelp-
urnar voru náttúrlega algerlega
miður sín að fá dæmt á sig víti. Það
sem krakkarnir þurfa er hrós og
hvatning og að þau fái að spila eftir
sínu höfði án of mikilla afskipta af
hliðarlínunni. Við sem foreldrar
verðum að átta okkur á að við erum
fyrirmyndir barnanna okkar þegar
kemur að hegðun hvort sem það er
inni á fótboltavellinum eða utan
hans. Það hefur verið gaman að
fylgjast með landsliði kvenna í
knattspyrnu að undanförnu. Ekki
bara það að leikgleðin og stemn-
ingin lýsi langar leiðir heldur spila
þær frábæran fótbolta á heims-
mælikvarða. Ég finn það á þeim fót-
boltastelpum sem í kringum mig
eru að Margrét Lára og stöllur
hennar í landsliðinu eru nokkurs
konar „idol“ og flottar fyrirmyndir.
Nú á íslenskt landslið raunhæfa
möguleika, og vel það, á að komast í
úrslitakeppni stórmóts í knatt-
spyrnu. „Stelpurnar okkar“ eru í 18.
sæti heimslistans og hafa í hendi sér
að klára dæmið. Þær þurfa ekki að
treysta á óvænt úrslit eða klúður hjá
keppinautunum. Það eina sem gæti
mögulega skort upp á er hressilegur
og viðeigandi stuðningur okkar.
Kvennalandsliðið er heldur betur
búið að gera sitt. Nú er komið að
okkur hinum. Þess vegna skiptir
stuðningurinn við landsliðið miklu
máli og að við sýnum þeim og okk-
ar eigin dætrum að við stöndum við
bakið á landsliðsstelpunum. Síðasti
leikur gegn Slóvenum var frábær og
fín stemning á vellinum. Á fimmtu-
dag er svo leikur gegn Grikkjum þar
sem stuðningur okkar er mikils
virði. Mætum öll á völlinn og hvetj-
um stelpurnar áfram. Notum já-
kvæða hvatningu og hrós og verum
þannig þær fyrirmyndir sem börn-
um okkar er svo mikilvægt að sjá.
Áfram Ísland.
Höfundur er alþingismaður.
Fótboltamamma
og fyrirmyndir
VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir
Nema ein-
staka sinnum
kemur það
fyrir að mað-
ur verður
vitni að sér-
kennilegri
hegðun foreldra sem
sumir hverjir tapa sér á
hliðarlínunni og æpa
miður uppbyggilegar at-
hugasemdir inn á völlinn.
Silfurarmband verð 64,900 kr.
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Miðvikudagur 25. júní 2008
Ásdís Hjálmsdóttir á leið
á Ólympíuleikana í Peking
» Meira í Morgunblaðinu
Met eftir aðgerð
Ekkert er fullkomið, forð-
umst of miklar væntingar
» Meira í Morgunblaðinu
Góð ráð í fríinu
Skilin og engin hisp-
ursmey í kynferðismálum
» Meira í Morgunblaðinu
Madonna og ástin
Erum við skeytingarlaus
um menningarfjársjóðinn?
» Meira í Morgunblaðinu
Að gæta arfsins
Meðalheimilið hefur tap-
að 17 þús. kr. úr veskinu
» Meira í Morgunblaðinu
Minni kaupmáttur
- kemur þér við
AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744
íþróttir útivist
pólitík heilsa
fréttir fé&frami
golf 24fólk veiði
neytendavaktin
golf dagskrá
menning viðtöl
ferðalög viðskipti
garðurinn grill
24lífið bílar
neytendur umræða