24 stundir - 25.06.2008, Side 14

24 stundir - 25.06.2008, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Mörgum hættir við að bruna framhjá markverðum stöðum og aldrei að vita hverju þú missir af ef farið er um í óðagoti. Ferðumst um landið – en förum okkur hægt og komum heil heim. Ekki geysast í gegn! TB W A \R EY KJ A VÍ K\ SÍ A 90 80 33 9 Siglufjörður 40 60 80 100 120 30 Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á að málefni barna verði í forgangi á þessu kjörtímabili. Stjórnarsáttmálinn ber þess glöggt vitni þar sem fram kemur skýr vilji beggja stjórnarflokkanna í þessum efnum. Aðgerðir í þágu barna eru for- gangsmál Í júní í fyrra var samþykkt þings- ályktunartillaga um aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu barna og ungmenna, nokkuð sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa kallað eftir á Alþingi í mörg ár. Þingsályktunartillagan var unnin í samvinnu fimm ráðuneyta en fé- lags- og tryggingamálaráðuneytið fór fyrir samstarfshópnum. Ekki hefur áður verið lögð fram heild- stæð stefna í þessum málaflokki þrátt fyrir brýna þörf og því gerði ég þetta að forgangsmáli. Þingsálykt- unina tel ég marka tímamót þar sem í henni koma fram mótaðar og ítarlegar tillögur um aðgerðir á fjöl- mörgum sviðum sem varða velferð barna og ungmenna. Stofnuð var samráðsnefnd fulltrúa þeirra ráðu- neyta sem stóðu að gerð þingsálykt- unartillögunnar, svokallaðri barna- nefnd, og henni falið að samræma og fylgja eftir framkvæmd þeirra aðgerða sem kveðið er á um í áætl- uninni. Meginatriði aðgerðaáætlunar- innar snúa að hækkun barnabóta tekjulágra fjölskyldna, lengingu fæðingarorlofs, stuðningi við for- eldra í uppeldisstarfi, eflingu for- varna og aðgerðum gegn vímuefna- neyslu. Einnig er þar kveðið á um aðgerðir í þágu barna og ungmenna með þroskafrávik, hegðunarerfið- leika og geðraskanir, langveikra barna og barna sem glíma við vímuefnavanda. Sömuleiðis er fjallað um aðgerðir til að vernda börn og ungmenni gegn kynferð- isafbrotum og til að styrkja stöðu barna innflytjenda. Skýr aðgerðaáætlun og afdráttar- laus samstaða og vilji til að hrinda henni í framkvæmd er afar mikils virði og raunar forsenda þess að mál nái fram að ganga. Það hefur þegar sýnt sig, því mörgu hefur þeg- ar verið komið til leiðar. Annað mikilvægt skref var stigið þegar samþykkt var í maí síðast- liðnum þingsályktun um fram- kvæmdaáætlun í barnaverndarmál- um til næstu sveitarstjórnarkosninga. Með þessu var brotið blað því þrátt fyrir ákvæði laga um gerð slíkra áætlana hafði aldrei áður verið sett fram heildstæð framkvæmdaáætlun um barnavernd. Þar er kveðið á um fjölmörg verkefni á sviði barna- verndarmála, þau tímasett og kostnaðarmetin. Greining og meðferð hefur verið efld Meðal fyrstu verka minna var að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætl- un til að taka á vanda Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar þar sem biðlistar og biðtími eftir greiningu barna var orðinn svo langur að komið var í algjört óefni. Með sam- stilltu átaki ráðuneytisins og starfs- fólks stöðvarinnar hefur tekist að stytta verulega bið eftir greiningu og gengur vinna við það verkefni samkvæmt áætlun. Alls verða veitt- ar 140 milljónir króna til þessa á tímabilinu 2007-2009. Barnaverndarstofa hefur á liðn- um árum unnið að því að innleiða ný meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda. Nú hefur verið ákveðið að hefja notkun svonefndr- ar fjölþáttameðferðar sem felst í því að meðferð er veitt barni í venju- bundnu umhverfi þess í stað stofn- anameðferðar. Veittar hafa verið 50 milljónir króna til þessa verkefnis sem ég er fullviss um að muni skila góðum árangri. Aðrar aðgerðir í undirbúningi eru byggðar á hlið- stæðum grunni, til dæmis foreldra- færniþjálfun og svonefnd meðferð- arfósturúrræði sem vonandi verður unnt að hrinda í framkvæmd áður en langt um líður. Aukinn stuðningur Haustið 2007 lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, en þetta hefur verið eitt for- gangsmála okkar þingmanna Sam- fylkingarinnar. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi og tóku lögin gildi 1. janúar. Forsendurnar voru þær að fáar umsóknir höfðu borist um greiðslur á grundvelli laganna og ljóst að tryggja þyrfti ákveðnum hópi foreldra sem geta ekki verið þátttakendur á vinnumarkaði vegna umönnunar barna sinna fjárhags- aðstoð til lengri tíma. Einnig þóttu mér greiðslur sem lögin gerðu ráð fyrir of lágar. Með lagabreytingunni var tekið á þessu, meðal annars með því að tryggja foreldrum þessara barna fjárhagslegan stuðning óháð atvinnuþátttöku, tekjutengja greiðslur til foreldra sem þurfa að leggja niður störf tímabundið vegna alvarlegra veikinda eða fötlunar barna sinna og með því að auka ýmis önnur réttindi. Áætlað er að árlega muni foreldrar tæplega 200 barna fá greiðslur á grundvelli lag- anna og að heildarfjárhæð greiðsln- anna verði 250-310 milljónir króna á þessu ári. Mikið verk er framund- an við að bæta þjónustu við fötluð börn, ekki síst með fjölgun búsetu- úrræða og aukinni stoðþjónustu. Bætt löggjöf um fæðingar- og foreldraorlof Í lok maí var samþykkt á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraor- lof og þar með mikilvægar réttar- bætur fyrir nýbakaða foreldra. For- sjárlausum foreldrum var í fyrsta skipti veittur réttur til fæðingar- styrks að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og eins voru heimildir til yfirfærslu réttinda til fæðingaror- lofs eða fæðingarstyrks rýmkaðar. Síðast en ekki síst var gerð breyting á viðmiðunartímabilinu sem út- reikningar á greiðslum úr Fæðing- arorlofssjóði miðast við og það stytt úr 24 mánuðum í 12 mánaða tíma- bil. Unnið að bættri stöðu ein- stæðra og forsjárlausra foreldra Velferð barna byggist á velferð fjölskyldunnar. Því þarf að búa vel að fjölskyldum í landinu, sama hvert fjölskylduformið er. Við vit- um að staða einstæðra og forsjár- lausra foreldra er oft erfið, ekki síst fjárhagslega en einnig að ýmsu öðru leyti sem tengist réttarstöðu þeirra. Í nóvember skipaði ég því nefnd til að kanna fjárhagslega og félagslega stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforeldra, fara yfir réttarreglur sem varða þessa hópa og gera tillögur um úrbætur á grundvelli löggjafar eða með öðrum aðgerðum. Starf nefndarinnar er komið vel á veg og ég vænti tillagna hennar fljótlega. Aðgerðaáætlun til að sporna við fátækt Það er sárt til þess að vita að fá- tækt skuli vera hluti af íslenskum raunveruleika, ekki síst þegar hún bitnar á börnum. Því miður er það staðreynd að fátækt er ekki aðeins hluti af fortíð okkar og sögu heldur þrífst hún enn í samfélaginu þrátt fyrir almenna velmegun. Í janúar skipaði ég starfshóp til að vinna að- gerðaáætlun til að sporna við fá- tækt. Töluvert hefur verið unnið af skýrslum og rannsóknum um þessi efni á liðnum árum og því tel ég mikilvægt að vinna úr þeim gögn- um, móta tillögur og gera raunhæfa aðgerðaáætlun til að taka á þessu al- varlega vandamáli svo dugi. Hópn- um er ætlað að skila mér drögum að slíkri aðgerðaáætlun í september. Dagur barnsins haldinn í fyrsta sinn Dagur barnsins var haldinn í fyrsta sinn 25. maí síðastliðinn í samræmi við ákvörðun ríkisstjórn- ar Íslands um að halda árlega sér- stakan dag barnsins eins og fjöldi annarra þjóða hefur gert um árabil. Lögð var áhersla á mikilvægi góðrar samveru barna og foreldra og má þannig í framtíðinni nýta daginn til að vekja athygli á aðstæðum barna og vekja samfélagið til vitundar um mikilvægi okkar ungu landsmanna sem framtíðin veltur á. Gerum gott samfélag betra fyrir börn Nú hef ég rakið nokkur þeirra helstu mála sem unnið hefur verið að í málefnum barna í félags- og tryggingamálaráðuneytinu á fyrsta starfsári ríkisstjórnarinnar í sam- ræmi við stjórnarsáttmálann. Margt hefur þegar verið gert og ég er full bjartsýni um framkvæmd annarra mikilvægra mála á þessu sviði. Af mörgum brýnum málum nefni ég sérstaklega lengingu fæð- ingarorlofs en stefnt er að því að lengja það í áföngum í 12 mánuði á kjörtímabilinu, nokkuð sem ég tel að muni hafa mikil áhrif til góðs fyrir börn og foreldra. Það er mikil ábyrgð að vera for- eldri og það er örugglega ekkert ein- falt að vera barn eða unglingur í samfélagi nútímans. Foreldrar munu ávallt skipta mestu máli í uppvexti barna sinna og hafa mest áhrif á framtíð þeirra og velferð. Sú ábyrgð verður aldrei frá þeim tekin. Skylda stjórnvalda er hins vegar að búa foreldrum sem best skilyrði til að axla þessa ábyrgð og tryggja að ávallt sé fyrir hendi nauðsynlegur stuðningur, aðstoð og úrræði þegar á móti blæs. Að því verður mark- visst unnið. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra Börn í brennidepli Börn að leik „Því þarf að búa vel að fjölskyldum í landinu, sama hvert fjölskylduformið er.“ UMRÆÐAN aJóhanna Sigurðardóttir Foreldrar munu ávallt hafa mest áhrif á framtíð og velferð barna sinna. Skylda stjórnvalda er að búa for- eldrum sem best skilyrði til að axla þessa ábyrgð og tryggja stuðning, að- stoð og úrræði þegar á móti blæs.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.