24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
„Ég er forfallinn golfáhugamaður
og þegar kom að því að taka
garðinn í gegn hjá okkur hjón-
unum kom hugmyndin því í raun
af sjálfu sér. Okkur langaði til að
minnka grasið og hafa það snyrti-
legra. Einnig vildum við að garð-
urinn yrði viðhaldsléttur en það
má segja að það hafi endaði á
hinn veginn. Síðan hef ég afar
gaman af ógerlegum verkefnum
en þetta var í fullu samráði við
konuna,“ segir Björn aðspurður
um hvernig þessi vitleysa hafi eig-
inlega byrjað.
Góður hraði
Grasið í garðinum er slegið
eins og púttflöt og mælt reglulega
en golfflatir eru mældar á sér-
stökum staðli sem kallast stimp-
staðall og er til marks um hrað-
ann á flötinni. Björn segir að
markmið sitt hafi verið að halda
sér í sama hraða og golfvellirnir
hér séu á og er hann nú kominn
upp í 7,2 sem þykir nokkuð gott á
íslenskan mælikvarða. Stefnt er
að því að flötin sé eins uppsett og
á golfvöllum, en þeir eru gjarnan
gerðir á tiltölulega hörðu und-
irlagi og ekki hægt að hafa ein-
ungis mold undir eins og tíðkast
með hefðbundnar túnflatir á Ís-
landi heldur verður að blanda
mold og sandi saman. Að lokinni
þessari undirbúningsvinnu eru
síðan næg verkefni fyrir höndum.
Sérmenntaðir grasfræðingar
„Eftir undirbúning undirlags-
ins þarf annaðhvort að leggja
þökur með sérstöku golfvall-
argrasi ofan á eða sá. Miklu fín-
gerðari grastegundir eru notaðar
á golfvöllum heldur en í hefð-
bundnum íslenskum görðum þar
sem ekki finnast jafnþykk strá
heldur mjó og fín strá sem slást
miklu betur niður. Það finnast
nokkrir sérmenntaðir grasfræð-
ingar hér á landi og ég er svo
heppinn að þekkja nokkra þeirra
og hafa fengið hjá þeim góð ráð.
Þökurnar er farið að selja hér og
keypti ég mínar hjá fyrirtæki sem
heitir Grasþökur. Þegar búið er
að leggja þökurnar kemur síðan
að því verkefni að reyna að ná
flötinni sæmilega sléttri og þá
þarf að sanda yfir og sá í aftur.
Þetta er gert nokkrum sinnum á
ári og örugglega búið að bera í
þetta fleiri hundruð kíló af sandi.
Það er gert annars vegar til að
herða yfirborðið og hins vegar til
að jafna misfellur í flötinni. Ef þú
vilt að grasið endurnýi sig stöðugt
þarf síðan að sá í grasið tvisvar til
þrisvar sinnum yfir sumarið. Þá
má ekki gleyma áburðargjöf og að
vökva ef þurrt er í veðri eins og
hefur verið hér upp á síðkastið.
Loks er komið að því sem flestir
hrylla sig sjálfsagt við en púttflöt-
ina þarf að slá á hverjum degi.
Ekki má vera mikill misbrestur á
því að um leið og þú leyfir gras-
inu að vaxa taka grófari stráin yf-
ir og þau fínu hverfa þar sem
hætta að fá sólina,“ segir Björn
sem þrátt fyrir alla vinnuna hefur
gaman að stússinu. Hann segist
hafa gaman af verkefninu og sé
ekki nema 10 mínútur að hlaupa
í gegn með sláttuvélina eftir að
börnin séu sofnuð. Þá þýði ekkert
að amast við því þó börnin hlaupi
um garðinn og lemji í grasið, það
sé einfaldlega eitthvað sem hann
sjái um að laga.
Púttmót
Reglulega er púttað í garðinum
hjá Birni en hann segir að þó
verði að viðurkennast að mun
meiri tími fari í að halda grasinu
við heldur en að æfa sig. Þó sé
ætíð gripið í kylfu þegar gesti beri
að garði í góðu veðri og púttað
smávegis. „Ég ætla að halda stórt
púttmót í haust og ætti kannski
að nota tækifærið og skora á Jón-
as Ólafsson, nágranna minn, að
drífa sína púttflöt upp. Ég veit
ekki hvernig honum gengur með
framkvæmdina en við ætluðum
að keppa um hver myndi ná
meira hraða fyrir haustið og ég
held að hann eigi ekki séns eins
og stendur,“ segir Björn í léttum
dúr að lokum.
24stundir/Brynjar Gauti
Björn Víglundsson er með púttflöt í garðinum
Mikil vinna en
skemmtileg
➤ Nánari upplýsingar um upp-setningu púttflata má finna á
vefslóðinni http://www.putt-
ing-greens.com/.
➤ Til að ná flötinni sæmilegasléttri þarf að sanda yfir og sá
í aftur nokkrum sinnum á ári.
➤ Slá þarf púttflötina á hverjumdegi til að grasið haldist fín-
gert.
PÚTTVÖLLURDraum margra golfara
má finna í garðinum hjá
Birni Víglundssyni en þar
hefur hann komið upp 50
fm púttflöt. Hann segir
mestan tíma fara í við-
hald fremur en æfingar
en hefur gaman af verk-
efninu engu að síður.
Sameinast Börnin hafa lika
gaman af púttinu.
Einbeiting Meira fer fyrir
viðhaldi en æfingum.
Golfáhugi Björn heldur
stórt púttmót í haust.
GARÐÚÐUN - GEITUNGAR - ROÐAMAUR - MÝS - KÖNGULÆR
Veiðikortið veitir nú aðgang að
32 vatnasvæðum vítt og breitt
um landið fyrir aðeins 5000 kr.
Með veiðikortið í höndunum,
ákveður þú hvar og hvenær þú veiðir!
Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is
Garðurinn
Umsjónarmenn:
Svanhvít
Ljósbjörg
svanhvit@24stundir.is
Kristjana
Guðbrandsdóttir
dista@24stundir.is
María
Ólafsdóttir
maria@24stundir.is