24 stundir - 25.06.2008, Blaðsíða 19
24stundir MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 19
KYNNING
Fyrirtækið Jabo-hús selur fullein-
angruð og fljótreist hús frá finnska
fyrirtækinu Rosendahl og sænska
fyrirtækinu Jabo. Bæði er hægt að
kaupa sumar- og heilsárshús hjá
fyrirtækinu.
Bjálkaklæðningar
„Húsin eru bjálkaklæðning-
arhús einangruð með panel að
innan. Einnig er hægt að fá hús
með einingaveggjum. Hægt er að
útvega allt upp í 200 fm heilsárs
íbúðarhús en hingað til hefur þó
frekar verið stílað inn á minni
sumarhús sem eru allt upp í 100
fm stór en um 31 fm stór hús hafa
verið einna vinsælust hjá þeim
sem vilja byrja með lítinn bústað.
Bæði fyrirtækin vinna úr mjög
vönduðum við en finnsku húsin
eru til að mynda úr greni og
bjálkaklæðningu sem kemur fal-
lega út þannig að húsið lítur út
fyrir að vera úr gegnheilum
bjálka,“ segir Sigurður Ingólfsson,
eigandi Jabo-húsa, sem flutt hefur
inn hús frá Jabo Wood Products í
10 ár. Húsin má finna um allt land
en þau vinsælustu eru lítil sumar-
hús og hús til ferðaþjónustu sem
eru 20 til 32 fermetrar auk ver-
andarinnar. Bjálkaklæðningin rað-
ast upp bjálka fyrir bjálka en fyrir
innan hana er einangrun og loks
panell þar fyrir innan. Sigurður
segir að líkt og með öll timburhús
þurfi húsin sína fúavörn og við-
hald á nokkura ári fresti.
Auðvelt í uppsetningu
Fermetrinn kostar yfirleitt um
65.000 krónur en Sigurður segir
að yfirleitt margfaldi hann fer-
metratöluna með 2,5 til að fá út
endanlegt verð. Oftast setja menn
húsin upp sjálfir en hafa þó smið
sér til halds og trausts.
maria@24stundir.is
Vönduð hús frá Skandinavíu
Minni sumarhúsin vinsælust
Bjarkalundur Þrjú furuhús frá Jabo eru leigð út sem gistihús.
Nokkra hluti er alveg nauðsynlegt
að hafa í garðinum og einn þeirra
er falleg vatnskanna til að vökva
blómin. Þessi hér er í fallegum lit
en þær má fá í margs konar litum
og mynstrum í garðverslunum og
sumum blómabúðum. Talsvert
skemmtilegra en gamla, góða
plastflaskan.
Vatnskanna í
fallegum lit
Sumum finnst fínt að komast í ná-
in tengsl við náttúruna með því að
róta í mold með berum hönd-
unum. Flestum þykir þó slíkt frek-
ar hvimleitt þar sem moldin fer
undir neglurnar og hendurnar
verða skítugar. Því er gott að eiga
hanska í garðinum sem auðvelt er
að þrífa.
Engin mold
undir neglurnar
Það vilja ekki allir hafa garðálfa á
víð og dreif um garðinn en vilja þó
gjarnan skreyta hann. Styttur af
ýmsum stærðum og gerðum geta
verið fínt garðskraut eða óróar til
að hengja í trén svo og og ýmis
konar öðruvísi blómapottar
Ekki bara garð-
álfar í garðinum
Sumarbókin í ár
Sjáið 12 af fallegustu
görðum landsins í
stórri og glæsilegri bók!
Sumarhúsið og garðurinn – Síðumúla 15 – 578 4800 – www.rit.is