24 stundir - 25.06.2008, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir
Ekki búa allir svo vel að hafa
garð en hafa ef til vill svalir í stað-
inn. Ýmiss konar sniðugar lausnir
eru til fyrir litlar svalir þannig að
allt komist haganlega fyrir.
Morgunmaturinn úti
Sniðug hönnun er til eftir þýska
hönnuðinn Christian Lessing og
ætti að bjarga hverjum þeim sem
finnst svalirnar sínar vera allt of
litlar. Hægt er að festa ýmsa auka-
hluti á grunn eininguna, t.d. sæti,
hillu fyrir blómapott og lítið borð.
Síðan má leggja þetta allt saman ef
þörf er á meira plássi á svölunum.
Mínígrill
Bruce svalagrillið var hugsað og
hannað fyrir þá sem vilja grilla á
litlum svölum og er fest með því að
setja það á svalahandriðið. Grillið
er í raun lagað eins og blómakassi
sem eru hentugir á svalir og passar
því afar vel. Hægt er að fá skjól-
veggi, blómakassa og lítil borð sem
smellpassa á svalirnar. Á mynd hér
til hliðar má meðal annars sjá felli-
borð frá IKEA sem fest er á hand-
rið og kostar aðeins 1690 krónur.
Sniðugir hlutir á litlar svalir
Púsluspil Eining sem hægt er að
festa á hillur, sæti og borð.
Pláss þarf ekki að þýða ráðaleysi
Fallega og rómantíska stemningu
má skapa í garðinum með litríkum
luktum og ljóskerum. Ljóskerin
má hengja í trjágreinar og dreifa
luktunum um garðinn. Einnig er
hægt að fá kyndla til að stinga nið-
ur í grasið. Lítil þörf er á birtunni
eins og stendur en þá má nota
luktir og ljósker til skrauts og
tendra síðan á þeim þegar skyggja
tekur síðar í sumar.
Til víða
Vart þarf að taka fram að varlega
skal gengið um þegar kertaljós
loga, sérstaklega í garði þar sem
gras og viður brennur glatt. Luktir
og ljósker má kaupa víða í blóma-
búðum og stórmörkuðum á góðu
verði fyrir alla.
Luktir og ljósker fallegar
til skrauts og birtu
Rómantískt
Luktir fegra
Í rósagarðinum De Tuinen í hol-
lenska bænum Demen má sjá
meira en 800 rósir sem plantað
hefur verið eftir litasamsetningu í
þremur mismunandi görðum. Sá
appelsínuguli og guli er hugsaður
til upplyftingar, sá fjólublái til
íhugunar og hvíti til slökunar. Vel
lyktandi til að heimsækja.
Meira en 800
hollenskar rósir
Hagstætt Felliborð frá IKEA.
Bruce Grill á litlar svalir.
Það getur verið gott að fá sér
einn kaldan bjór eða kalt hvítvíns-
glas í sólinni en sumum finnst slíkt
óþægilegt og syfjar eða fá jafnvel
höfuðverk. Langi mann samt að
dreypa á víni í góðum félagsskap
getur verið gott að fríska, t.d. upp á
hvítvínið og gera það léttara með
því að blanda því saman við safa
eða gos. Hér kemur ein slík upp-
skrift.
Frískandi hvítvínsdrykkur
Kaupið flösku af ávaxtakenndu
hvítvíni og blandið varlega saman
við 400 ml af límónaði í fallega
könnu, en gera má heimatilbúið
límonaði. Setjið síðan út í handfylli
af bláberjum, nóg af klaka og
nokkrar greinar af myntu.
maria@24stundir.is
Með bláberjum og límonaði
Frískandi hvítvínsdrykkur
Mæla má með að garðáhugafólk
á leið um England leggi leið sína í
The Romantic Garden Nursery
sem finna má í Norfolk-héraði,
nánar tiltekið í bænum Swann-
ington. Í þessari sérhæfðu gróðr-
arstöð má finna eitt besta úrval
landsins af formklipptum runn-
um, plöntum og ýmiss konar
gróðri. Þar má einnig kaupa skapa-
lón til að klippa til eigin runna og
alls kyns blómapotta og vörur sem
búnar eru til af handverksfólki á
svæðinu. Þá gefa starfsmenn gest-
um einnig góð ráð er varða trjá-
klippingar og gróðurrækt. Keyrsla
til Norfolk frá London tekur um
tvær klukkustundir.
maria@24stundir.is
Sérhæfð gróðrarstöð
Ástæða þess að bera þarf áburð á
gróður er fyrst og fremst sú að ekki
er nægjanlegt magn næringarefna í
jarðveginum til að uppfylla kröfur
plantna. Þó vaxa hér plöntur sem
má setja í afar rýrt land. Lúpína
getur sjálf unnið áburð, þ.e. köfn-
unarefni úr andrúmslofti með
hjálp af rótargerlum (Rhizobíum).
Um flestan annan gróður sem sett-
ur er í slíkt land þá gildir að vöxtur
og þrif eru ákaflega léleg nema
borið sé á hann.
dista@24stundir.is
Áburður nauðsynlegur
Næringarríkur jarðvegur til ræktunar