24 stundir - 25.06.2008, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir
Upplýsingar í síma 517 2220
Bakverk - heildsala ehf,
Tunguháls 10, 110 Reykjavík
Rafmagns gólfkerra með fjarstýringu
Vorum að fá mjög góðar
rafmagns golfkerrur, með
fjarstýringu, sem hægt er
að beygja.
Hverri kerru fylgir bolta
og skorblaðahaldari.
Getur farið allt að 20 km
á hleðslunni.
Fer lítið fyrir
þegar búið
er að leggja
saman.
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Velflestir áhugakylfingar, jafnvel
þeir sem vel eru á sig komnir, finna
fyrir nokkurri þreytu að loknum
átján holu hring á krefjandi golf-
velli. Til eru þeir sem láta sig þó
ekkert muna um einn hring til við-
bótar á góðum degi en þá er farið
að draga talsvert af þeim allra
hörðustu. En fjórir átján holu
hringir á einum sólarhring? Það er
akkúrat það sem sextán manna
hópur frá Capacent hyggst gera á
morgun í annað skiptið en í það
fyrra voru menn svo aðframkomn-
ir að 72 holum loknum að heita
mátti að yfirstjórn fyrirtækisins
lamaðist í viku á eftir.
Golfaþon
Þeir kalla þetta golfaþon sín á
milli en þeir sextán útvöldu hefja
leik eldsnemma í fyrramálið á golf-
velli Odds í Hafnarfirði og leika þar
tvo hringi áður en haldið verður til
Keflavíkur að golfvelli Suðurnesja
þar sem seinni tveir hringirnir
verða teknir. Áætlað er að fyrstu
menn dúndri af teig milli 5 og hálf-
sex í nótt og síðustu menn klári 72.
holuna milli 3 og 4 aðfararnótt
föstudagsins.
Hrannar Hólm, framkvæmda-
stjóri fjárfestingasviðs hjá Capa-
cent, er einn forsprakka þessa
uppátækis ásamt forstjóranum
sjálfum Skúla Þór Gunnsteinssyni,
en Hrannar fullyrðir að tilurð
golfaþonsins hafi verið nokkur til-
viljun. „Upphaflega hugmyndin
var að taka þátt í maraþonhlaupi
nema hvað að menn komust fljót-
lega að því þegar farið var að æfa
sig að sumir voru aðeins eldri og
verr á sig komnir en þeir töldu og
ýmis meiðsl og tognanir fóru fljót-
lega að gera vart við sig. Þá
ákváðum við að salta málið aðeins
þangað til okkur datt í hug að
breyta maraþoni í golfaþon. Við
komumst nefnilega að því að með-
algolfhringur er þetta 10-12 kíló-
metrar og með fjórum slíkum er-
um við í raun að ganga heilt
maraþon.“
Tuttugu tímar
Fyrirtækið stóð fyrsta sinni fyrir
golfaþoninu fyrir ári síðan og gekk
það í alla staði vel þó Hrannar við-
urkenni að lítið þrek hafi verið eftir
í lokin fyrir veislu sem þá var hald-
in í lokin. „Áhuginn er samt mikill
og nú til dæmis er mótið orðið al-
þjóðlegt því viðskiptavinir okkar
frá Svíþjóð og Danmörku koma
hingað til lands og taka þátt og það
verður að viðurkennast að mun
fleiri hafa sóst eftir því að vera
með. Gjarnan vildum við hafa enn
fleiri og við hugsuðum okkur að
hafa 24 í stað 16 en það er bara
miklu meira en að segja það.
Skipulagningin er óheyrilega mikil
kringum þetta og enginn einn golf-
völlur lokar heilan sólarhring fyrir
svona lagað. Svo er þetta þannig til
að keyra mannskapinn ekki alveg
út að þótt við göngum alla hring-
ina þá eru kylfur okkar og pokar
keyrðir um ásamt hressingu og þá
skapast vandamál með fjölda
þeirra því slíkur fjöldi golfbíla er
ekki á lausu heldur hjá klúbbunum
hér enn sem komið er.“
Hörð keppni
Golfaþonið fer þannig fram að
skipt er í tvö lið með átta í hvoru
liði og keppa þau innbyrðis allan
tímann. „Það kom hvað mest á
óvart í fyrra hversu hörð sú keppni
varð og kannski aðallega keppnis-
skapið í hverjum og einum sem
kom í veg fyrir að menn dytti út en
vissulega vorum við afar heppnir
með veður. Ég býð varla í 20 stund-
ir ef það verður rigning eða leið-
inlegt veður.“
Áfram veginn
Hrannar segir að uppátækinu
verði fram haldið og menn gæli við
að í framtíðinni verði mótið að
góðgerðarmóti og ákveðið verkefni
eða stofnun styrkt af þessu tilefni.
„Það er hugmyndin og það er að-
eins vegna þess hve mikið verkefni
það er að skipuleggja slíkt sem það
hefur ekki gefist tími til að gera
þetta að því sem við vonumst eftir.
Það er hins vegar von okkar að við-
burðurinn verði til góðs og við
klárum það mál fyrir næsta golfa-
þon að ári.“
Heitir bakstrar og nuddari
Aðspurður um hvort ekki verði
meira eða minna lokað hjá fyrir-
tækinu næstu vikuna meðan yfir-
stjórnin nær sér eftir þrekraunina
segir Hrannar svo ekki vera. „Það
er boðið upp á nuddara til að halda
mönnum ferskum en eflaust verða
menn stífir og aumir eitthvað
næstu dagana. Annað væri óeðli-
legt.“
Ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur hjá stjórnendum Capacent á Íslandi
Fjórir hringir á tuttugu tímum
Klukkan hálfsex í fyrra-
málið hefst tuttugu
klukkustunda stanslítið
golfaþon hjá sextán ein-
staklingum sem starfa
hjá eða fyrir Capacent.
Búast má við talsverðum
töfum hjá yfirstjórn fyr-
irtækisins út næstu viku
vegna eymsla og þreytu
yfirmanna.
Hópurinn frá í fyrra Tuttugu klukkustunda golf
er ekkert smáræði enda alhörðustu menn orðnir
meðvitundarlitlir að því loknu.
➤ Snýst í grunninn um að gangasömu vegalengd og hlaupin
er í venjulegu maraþon-
hlaupi, u.þ.b. 42 kílómetra.
➤ Þó með þeim formerkjum aðspila golf á meðan en Hrann-
ar og félagar hafa reiknað út
að meðalgolfhringur er á
bilinu 10-12 kílómetrar. Fjórir
hringir jafngilda því vega-
lengd maraþons.
GOLFAÞON?
Næturhúm Golfaþoninu lýkur þrjú um
nóttina.
„Það stefnir í að þátttakendur
verði hátt í 30 að þessu sinni,“
sagði Ágúst Guðmundsson, for-
sprakki Stjörnugolfsins, en það
ágæta mót fer fram á Urriðavelli
hjá golfklúbbnum Oddi í dag. Þar
leiða saman hesta sína í golfinu vel
þekktir Íslendingar til styrktar
Neistanum, styrktarfélagi hjart-
veikra barna.
Ýmis þekkt nöfn eru á listanum
að þessu sinni; grínistinn Laddi,
Guðjohnsen-fótboltafeðgar,
Sveppi, Jón Arnór Stefánsson, Pét-
ur Pétursson og tónlistarfólkið
Helga Möller og Eyfi ásamt fleir-
um.
Hefst mótið klukkan tíu en
einnig verða fulltrúar frá Neistan-
um á fjórum öðrum golfvöllum
suðvestanlands allan daginn í dag
og taka á móti framlögum.
Er þetta í fimmta sinn sem
Stjörnugolf er haldið en hugmynd-
in gengur út á að einstaklingar eða
fyrirtæki greiða 75 þúsund krónur
fyrir að senda tvo keppendur til
keppni móti stjörnunum heilan
hring en mótið er fyrst og fremst til
gamans og til að safna fé til þarfs
málefnis.
Hátt í 30 þekktir einstaklingar golfa fyrir gott málefni
Stjörnufans í stjörnugolfi
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Það er boðið upp á nuddara til að halda
mönnum ferskum en eflaust verða menn
stífir og aumir eitthvað næstu dagana. Annað
væri óeðlilegt. golf