24 stundir - 25.06.2008, Síða 30

24 stundir - 25.06.2008, Síða 30
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Um þessar mundir er unnið að kortlagningu umhverfisvænnar þjónustu og náttúruverðmæta hér á landi. Kortið getur til dæmis nýst vel þeim neytendum sem vilja vita hvar hægt er að nálgast umhverf- isvottaðar vörur eða þjónustu. „Það er löngu kominn tími á að gefa út svona kort og þau eiga fyrst og fremst að vera á netinu,“ segir Anna Karlsdóttir, landfræðingur og lektor við Háskóla Íslands. Kortagerðin er samstarfsverkefni ferðamálafræði við HÍ og vefjarins Náttúrunnar.is. „Náttúran.is hefur verið að safna og miðla upplýsingum um ýmiss konar flokka sem tengjast grænum fyrirtækjum eða framleiðslu þann- ig að það samræmdist nokkuð vel,“ segir hún. Alþjóðleg kortlagning Kortagerðin er jafnframt liður í alþjóðlegu samstarfsverkefni grænna korta sem er haldið úti á síðunni www.greenmap.org. Þar er hægt að nálgast hundruð grænna korta hvaðanæva úr heiminum. „Grænkortakerfið er orðið mjög stórt og nú er verið að tengja það inn í GoogleMaps þannig að það verði aðgengilegt fyrir alla, bæði borgara og ferðamenn,“ segir Anna en bendir jafnframt á að mikill kostnaður fylgi því að útbúa þess háttar gagnvirkt kort fyrir Ísland. „Í fyrstu lotu verður þetta bara staðlað kort á pdf-formati en síðar meir viljum við náttúrlega að þetta verði miklu gagnvirkara,“ segir Anna og bætir við að þá yrði kortið notendavænna og samhæft þeim kortum sem fyrir eru í kerfinu. Ekki í ágóðaskyni Fyrsta útgáfa kortsins verður opnuð á www.natturan.is á næstu dögum og mun síðan þróast með tíð og tíma. „Til þess að þetta geti orðið almennilegt köllum við eftir því að fólk láti okkur vita ef það telur að það eigi erindi á svona kort. Við viljum að þetta gefi sem réttasta mynd af ástandinu,“ segir Anna og áréttar að líkt og önnur grænkort sé þetta ekki unnið í ágóðaskyni. „Það kom upp mál í Kaupmannahöfn þar sem kona seldi fyrirtækjum staðsetningu á korti. Hennar markmið var að sýna alla sem voru að versla með lífrænt vottaða vöru og hún lét þátttak- endur í raun og veru borga launin sín. Þeir sem ekki borguðu komust ekki á kortið og þannig er ekki hægt að vinna ef maður ætlar að gefa rétta mynd af ástandinu,“ seg- ir Anna Karlsdóttir að lokum. Græna Ísland Anna Karlsdóttir landfræðingur vinnur að gerð græns korts fyrir Ísland í samstarfi við vefinn natturan.is. Umhverfisvottuð þjónusta á Íslandi kortlögð Ísland kemst á græna kortið Grænt kort fyrir Ísland verður senn aðgengilegt á netinu. Slíkt kort getur til dæmis nýst þeim neyt- endum sem vilja velja umhverfisvottaðar vörur og þjónustu. ➤ Samstarfsverkefnið hefurþróast frá árinu 1995 og nær nú til 475 borga og sam- félaga í 54 löndum. ➤ Kortagerðarmennirnir komaúr ýmsum áttum en þar er meðal annars að finna hönn- uði, landfræðinga, listamenn og hugsjónafólk. GRÆNKORTAKERFIÐ 30 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2008 24stundir Nú þegar landsmenn flykkjast í sumarfrí og ekkert lát virðist vera á verðhækkunum leiða margir hug- ann að því hvernig megi njóta lífs- ins í fríinu á ódýran hátt. Það er sem betur fer hægt að gera sér margt til skemmtunar í fríinu án þess að eyða stórfé. Sumt kostar jafnvel ekki neitt. Ókeypis safnaferð Sum listasöfn innheimta engan aðgangseyri og það sama má segja um vel flest gallerí. Þá er ókeypis á ýmis önnur söfn einn dag í viku og margt vitlausara en að nýta sér það. Útivist í nágrenninu Í stað þess að eyða stórfé í ferða- lög til útlanda eða landshorna á milli er upplagt að kynna sér hvaða möguleikar bjóðast til útivistar og ferðalaga í næsta nágrenni. Áhuga- verðir sögustaðir og náttúruperlur leynast oft rétt handan við bæjar- mörkin. Fjölskyldan saman Opin svæði innan bæjarmark- anna bjóða einnig upp á möguleika til skemmtilegra samverustunda fyrir alla fjölskylduna. Þá er alltaf gaman að skella sér saman í hjóla- túr eða á línuskauta. Bóklestur á sumrin Sumarfríið hentar vel til bóklest- urs hvort heldur er úti í garði á sól- ríkum degi eða uppi í sófa þegar verr viðrar. Það kostar ekkert að endurnýja kynnin af bókaskápnum og bókasafnsskírteini eru ekki heldur sérlega dýr. Veisla heima Í stað þess að sækja veitinga- og kaffihús í fríinu er hægt að bjóða fólki heim í mat og kaffi. Það er ekki aðeins ódýrara heldur oft mun skemmtilegra. Hægt er að njóta frísins á ódýran hátt Afþreying sem kostar lítið IKEA hefur innkallað BARNS- LIG-svefnpoka og biður þá sem hafa keypt slíka poka um að skila þeim aftur í verslunina gegn fullri endurgreiðslu. IKEA hefur fengið tvær tilkynningar frá viðskiptavin- um erlendis þar sem botninn á rennilásnum hefur losnað frá sem gerir mögulegt fyrir sleðarofann að losna frá. Báðir hlutirnir geta skap- að hættu á köfnun fyrir lítil börn. Svefnpokarnir eru framleiddir í Indónesíu og hafa verið seldir síð- an í apríl á þessu ári. Viðskiptavinir sem hafa keypt BARNSLIG svefn- poka með dagsetningarstimplun- um 0745 upp í 0824 eru beðnir um að skila þeim til IKEA gegn fullri endurgreiðslu. Dagsetningarstimp- illinn er á merkimiða sem er saum- aður innan á pokanum. IKEA innkallar svefnpoka fyrir börn Skapa hættu á köfnun 55% efnavara í byggingarvöru- verslunum hér á landi voru rétt merktar á íslensku samkvæmt könnun sem Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit stóðu að víða um land. Í 28% tilfella vant- aði alfarið íslenskar merkingar en í 17% tilvika voru vörurnar merktar á íslensku en á ófull- nægjandi hátt. Vanmerktar efnavörur fundust í öllum verslunum sem heimsóttar voru en alls voru kannaðar 2.272 vörutegundir í 16 verslunum. Ör- yggisblöð á íslensku voru ekki til staðar í neinni verslun sem könn- unin náði til og þá fundust eitur- efni og bannvörur í nokkrum verslunum. Skýrsla með niðurstöðunum er nýkomin út og er aðgengileg á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Misbrestur á merkingum LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Grænkortakerfið er orðið mjög stórt og nú er verið að tengja það inn í GoogleMaps þannig að það verði aðgengilegt fyrir alla, bæði borgara og ferðamenn. neytendur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Fuerteventura frá kr. 29.990 m.v. 2 Heimsferðir bjóða ótrúlegt sértilboð á síðustu sætunum til Fuerteventura 1. júlí. Þessi skemmtilega eyja í Kanaríeyjaklasanum hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað í fríinu. Þú bókar flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Bjóðum einnig frábært sértilboð á hinu vinsæla Maxorata Beach íbúðahóteli sem er einstaklega vel staðsett í Corralejo. Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. 2 - 4 saman í íbúð. 1. júlí í 2 vikur Örfá sæti laus! Ótrúlegt tilboð - 2 vikur

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.