24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 8
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
„Sumargjafirnar skipta rosalega
miklu máli fyrir mörg börn. Sum
þeirra hafa til dæmis aldrei áður
eignast reiðhjól,“ segir Vilborg
Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar.
Stofnunin hefur í sex sumur út-
hlutað styrkjum til barnafjöl-
skyldna úti á landi í samvinnu við
Velferðarsjóð barna.
Sumarbúðir eða trampólín
„Við köllum styrkina sumargjaf-
ir. Sum börn hafa valið sér dvöl í
sumarbúðum en önnur reiðhjól
eða reiðnámskeið. Stundum hafa
barnmargar fjölskyldur kosið að fá
trampólín í garðinn. Þetta hjálp-
arstarf hefur tekist frábærlega,“
greinir Vilborg frá.
Að sögn Vilborgar eiga prestar í
sumum tilfellum frumkvæði að því
að fjölskyldur sækja um sumargjaf-
irnar auk þess sem sótt er um í
gegnum félagsþjónustuna.
Hjálparstarf kirkjunnar fær
einnig fé úr Velferðarsjóði barna
fyrir veturinn. „Við höfum fengið
styrk vegna skólabyrjunar og tóm-
stundastarfs yfir veturinn. Það
þurfa margar barnafjölskyldur á
slíkum styrk að halda.“
Allir komast sem þurfa
Í Reykjavík er það Mæðrastyrks-
nefnd sem úthlutar sumarstyrkjum
úr Velferðarsjóði barna til barna-
fjölskyldna. „Börnin fá vikudvöl í
sumarbúðum. Það er svo sannar-
lega gaman að geta glatt þau. Við
fáum þar að auki afslátt hjá sum-
arbúðunum og svo leggjum við til
það sem vantar til þess að allir sem
sækja um komist ef þeir þurfa á því
að halda,“ segir Aðalheiður Franz-
dóttir, framkvæmdastjóri Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur, sem
bætir því við að með aðstoð Vel-
ferðarsjóðs barna hafi verið veittir
um 70 peningastyrkir í vor vegna
ferminga. Auk þess hafi verslanir
veitt afslátt af því tilefni.
Fleiri sækja um aðstoð
Um 170 til 180 fjölskyldur fá
mat í hverri viku hjá Mæðrastyrks-
nefnd og hefur þeim fjölgað um 10
prósent frá áramótum, að sögn Að-
alheiðar. Hún segir enn ekki komið
í ljós hvort styrkir frá fyrirtækjum
verði minni í ár en áður vegna
efnahagsástandsins sem nú ríkir.
„Það kemur ekki í ljós fyrr en um
jólin. Það sem við fáum um jólin
notum við út allt árið.“
Sumargjafir til
fátækra barna
Reiðhjól, námskeið eða sumarbúðadvöl frá hjálparsamtökum og
Velferðarsjóði barna Á annað hundrað börn fengu styrk
➤ Hjálparstarf kirkjunnar veittiá síðasta ári rúmlega 80
barnafjölskyldum styrki í
samvinnu við Velferðarsjóð
barna vegna sumargjafa,
skólabyrjunar og tómstunda-
starfs.
➤ Mæðrastyrksnefnd Reykja-víkur hefur í sumar veitt um
80 börnum vikudvöl í sum-
arbúðum í samvinnu við Vel-
ferðarsjóð barna. Um 70
fengu styrk í vor vegna ferm-
inga.
STYRKIRNIR
24stundir/Arnaldur
Á reiðnámskeiði Hægt er að sækja
um styrk hjá Hjálparstarfi kirkjunnar
og Mæðrastyrksnefnd vegna tóm-
stundastarfs barna.
8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir
Heimsóknir ísbjarna hingað til
lands í vor urðu til þess að sumt
fólk ákvað að eyða frí-
inu fjarri ísbjarna-
slóðum.
„Það var einn hóp-
ur sem afpantaði ferð,
það voru Íslendingar.
En það hefur líka ver-
ið mikið um fyrir-
spurnir,“ segir Sigríð-
ur Gísladóttir hjá
ferðaskrifstofunni
Vesturferðum á Ísa-
firði.
Hún segir eldri heimamenn hafa
orðið svolítið skelkaða enda sumir
þeirra sem mundu
komu ísbjarna á árum
áður. „En við höfum
ekki orðið neitt hrædd
enda þekkjum við þetta
ekkert,“ segir hún.
Landhelgisgæslan
leitaði ísbjarna úr lofti í
lok júní en varð ekki vör
við neitt en seinni ís-
björninn í vor kom á
land um miðjan júní.
aak
Ferðafólk afbókaði ferðir
Hættu við vegna
ísbjarnahættu
samanstandi af öflugum fyrirtækj-
um, sem við reiknum með að muni
standa þessar aðstæður af sér,“ seg-
ir Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins. „Það sem við erum hræddir við
eru þessi um 30% af atvinnulífinu
sem er í erfiðleikum.“
Hjá þeim tæpa þriðjungi sem
hefur þurft að glíma við lausafjár-
skort, birtist vandinn helst í erf-
iðleikum við öflun lánsfjár til dag-
legs reksturs, en einnig í
erfiðleikum við fjármögnun nýrra
verkefna, segir á síðu samtakanna.
Þrjú af fjórum í hagræðingu
Könnunin leiddi í ljós að þrjú af
hverjum fjórum aðildarfyrirtækj-
um samtakanna hafa ráðist í hag-
ræðingaraðgerðir á árinu eða
„Ljóst er að góður meirihluti
fyrirtækjanna hefur búið vel í hag-
inn fyrir þær þrengingar sem ís-
lenskt atvinnulíf horfist í augu við
um þessar mundir,“ segir í frétt á
vefsíðu Samtaka atvinnulífsins.
Þar segir frá könnun meðal að-
ildarfyrirtækja samtakanna sem
gerð var 7. til 11. júlí síðastliðinn
að 72% svarenda hafi ekki þurft að
glíma við lausafjárskort.
Könnunin leiddi einnig í ljós að
stjórnendur hjá um þriðjungi fyr-
irtækja hafi fækkað starfsfólki á
árinu eða hyggjast gera það, flestir
um fimm eða færri.
Eykur mönnum kjark
„Það sem kemur skemmtilega á
óvart og eykur mönnum kjark er
að þetta stór hluti af atvinnulífinu
hyggjast gera það.
Tæpur helmingur fyrirtækjanna
hefur haldið að sér höndum frá
áramótum þegar kemur að ráðn-
ingum, og hyggjast halda óbreytt-
um starfsmannafjölda til áramóta.
hlynur@24stundir.is
Þriðjungur fyrirtækja fækkar starfsmönnum á árinu
Fæst í lausafjárvanda
Útsýnispallur til heiðurs súgfirsk-
um sjómannskonum er kominn á
norðurgarð við Suðureyrarhöfn.
Mannvirkið, sem er eins og stafn á
skipi með skúlptúr af sjómanns-
konu fyrir stafni, ber nafnið
„Markúsína“ í höfuðið á sjómanns-
konu í firðinum. Það var við hátíð-
lega athöfn um síðastliðna helgi.
Er verkið vinningstillaga úr hug-
myndasamkeppni um umhverfisverkefni í Súgandafirði sem Klofn-
ingur ehf. efndi til í fyrra í tilefni tíu ára afmælis félagsins. Höfundur
verksins er Lilja Rafney Magnúsdóttir, barnabarn sjómannskonunnar
sem verkið heitir eftir, en það var Vélsmiðja Þrastar Marselíusarsonar
ehf. sem smíðaði það. þkþ
Pallur til heiðurs sjómannskonum
Mynd/BB/Halldór
Samhliða stighækkandi heims-
markaðsverði á olíu hefur raforka
hækkað umtalsvert á undanförn-
um árum. Olía hefur rúmlega
fimmfaldast í verði frá vormán-
uðum 2003. Þá var heimsmark-
aðsverðið um 25 dollarar fatið,
1.950 krónur að núvirði, en hefur
verið í kringum 140 dollarar á
þessu ári, eða rétt um 11.000
krónur.
Til viðbótar þessu hafa stjórn-
valdsaðgerðir margra ríkja – þar
helst skattlagning á útblástur
koltvísýrings – leitt til hækkana á
rafmagni sem framleitt er með
aðferðum sem teljast vistvænar
samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.
Rafmagnsverð hækkar
Kílóvattstundin af rafmagni
sem framleitt er með jarðhita-
eða vatnsaflsvirkjunum kostar nú
9 til 10 evrusent, 11 til 12 krónur,
innan Evrópumarkaðarins. Þetta
er umtalsvert hærra raforkuverð
en í Bandaríkjunum en þar er
meðalverð kílóvattstundar af raf-
magni sem framleitt er með vist-
vænum hætti 4 til 5 evrusent, eða
5 til 6 krónur.
Þetta verð sem býðst á alþjóða-
mörkuðum er umtalsvert hærra
en það sem stórnotendur hafa
samið um hér á landi.
Samkvæmt viljayfirlýsingu
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og
Norðuráls vegna fyrirhugaðs ál-
vers í Helguvík, og áætlunum
sem liggja að baki henni, var gert
ráð fyrir því að Norðurál greiddi
um 2,1 krónu á kílóvattstund í 25
ár.
Á þeim tíma hélt Guðmundur
Þóroddsson, fráfarandi forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, því fram
að raforkuverðið sem samið yrði
um, ef áformin næðu fram að
ganga, væri hæsta söluverð sem
samið hefði verið um til stórnot-
enda.
Margar hliðar
Málið er þó flóknara en svo að
krónutalan ein skipti sköpum
þegar horft er til hagnaðar af
virkjunum.
Edvard G. Guðnason, deildar-
stjóri stóriðju hjá Landsvirkjun,
segir markaðsaðstæður á raf-
orkumarkaði hafa breyst mikið
frá því sem var. „Áhugi fyrirtækja
á því að kaupa orku vegna starf-
semi hér á Íslandi hefur aukist
mikið. Við þessar aðstæður er
hægt að velja úr hópi kaupenda
þá sem henta best markaðsað-
stæðum hér, og því má segja að
þessi breyting á alþjóðamörkuð-
um sé okkur í hag.“
Við arðsemismat á virkjunum
þarf að horfa til þess margra
þátta; eins og þess hvort álagið sé
jafnt hjá notendum.
Stórnotandi, eins og álver, er
með jafnt álag og það gefur orku-
fyrirtækjunum færi á því að
reikna sér ákveðna arðsemi á um-
sömdum tíma, þrátt fyrir að
krónutalan á kílóvattstund sé
lægri en meðalverð til smærri
notenda. Stöðug afhending á
orkunni – það er jafnt álag – get-
ur því skipt sköpum. Til þess er
horft við gerð raforkusamninga
til jafns við fasta krónutölu, sam-
kvæmt Edvard.
Eftir Magnús
Halldórsson
magnush@
24stundir.is
FRÉTTASKÝRING
Orkan hækkar
Íslandi í hag