24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 11
HEITASTI
MÁNUÐURINN
Þráðlaus
bakkmyndavél
875 JB-3700
Tilboð
35.800,-
44.900,-
12V fjöltengi
í kveikjara
093 RPPS223
Tilboð
890,-
1.399,-
Handstöðvar
2 stk.
898 MT200-2VP
Tilboð
3.990,-
Tjaldljós LED
909 59853
Tilboð
1.990,-
2.790,-
Hitamælir
m. há-lágmark
909 35312
Tilboð
990,-
1.690,-
Loftdæla í tösku
202 PMAC013
Tilboð
7.990,-
11.900,-
Skil borvél
í tösku
360F0152301AC
Tilboð
2.990,-
DeWalt 12V
borvél m. höggi
890 DC945KB
Tilboð
22.900,-
26.900,- 4.600,-
TILBOÐ
7.120,-
4.990,-
Snickers buxur m. vösum
960 3212
Snickers vesti
960 4292
Tilboð
5.990,-
8.340,-
Júlí er uppáhaldsmánuður margra. Hann er kjörinn fyrir ferðalög
og framkvæmdir, góður til að vakna snemma og fara seint að
sofa. Tilboð mánaðarins eru fyrir dugnaðarfólk í sumarskapi!
N1 VERSLANIR Hafnarfirði, Akureyri, Egilsstöðum, Akranesi, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Selfossi og Höfn.
N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 WWW.N1.ISOPIÐ 8-18 VIRKA DAGA OG 10-14 LAUGARDAGA N1 - Meira í leiðinni
Legubekkur,
2 búkkar, tjakkur
262 410680 82
Tilboð
7.988,-
Forsætisráðherra Belgíu hefur
sagt af sér eftir um fjóra mán-
uði í embætti. Yves Leterme
skilaði Alberti II. konungi af-
sagnarbréfi eftir að mistókst
að ná samkomulagi um
stjórnskipulagsbreytingar.
Leterme hafði áður gefið fylk-
ingum frönsku- og flæmsku-
mælandi Belga frest til 15. júlí
til að samþykkja umbætur svo
aukin völd myndu færast í
hendur hvers landshluta.
Leterme tók við embætti eftir
um níu mánaða pattstöðu sem
hafði ríkt frá þingkosningum.
Konungur Belga á enn eftir að
ákveða hvort hann samþykkir
afsögn Letermes. aí
Tveir menn voru handteknir
þegar lögreglan í Kaupmanna-
höfn rýmdi nokkra skúra við
fríríkið Kristjaníu í gærmorg-
un. Um fimmtíu manns höfðu
hafist þar við undanfarna
mánuði og myndað lítið sam-
félag.
Skúrunum hafði meðal annars
verið komið fyrir við Refs-
halevej, en að sögn lögreglu
yfirgáfu flestir svæðið án þess
að kæmi til vandræða.
Á vef Politiken segir að fólkið
hafi áður fengið skilaboð um
að rýma svæðið fyrir 23. júní
en hafði ekki orðið við skipun
yfirvalda. aí
Forseti Indónesíu hefur lýst
yfir iðrun vegna þess ranglæt-
is sem íbúar Austur-Tímor
þurftu að sæta árið 1999.
Susilo Yudhoyono lét orðin
falla eftir að hann fékk skýrslu
í hendur þar sem kerfisbundin
mannréttindabrot indónes-
íska hersins gagnvart Austur-
Tímorbúum eru tíunduð.
Áætlað er að um þúsund
manns hafi verið myrt og mik-
ill fjöldi til viðbótar pyntaður
og nauðgað í aðdraganda
þjóðaratkvæðagreiðslunnar
um sjálfstæði Austur-Tímor
árið 1999. aí
Vandræði í Belgíu
Leterme segir
af sér embætti
Fríríkið Kristjanía
Lögreglumenn
rýmdu skúra
Forseti Indónesíu
Iðrast mann-
réttindabrota
Lögmenn kanadísks pilts, sem grunaður er
um hryðjuverk, hafa birt brot úr myndbandi
sem sýnir yfirheyrslur yfir honum í Guant-
anamo-fangabúðunum á Kúbu. Þetta er í fyrsta
sinn sem myndir af yfirheyrslu á þeim stað hafa
verið birtar almenningi.
Á myndskeiðinu sést hvernig kanadískir
embættismenn yfirheyra hinn sextán ára Omar
Khadr á fjögurra daga tímabili árið 2003, um
ástæður þess að bandarískir hermenn tóku
hann höndum í Afganistan ári áður.
Banaði bandarískum hermanni
Khadr er grunaður um að hafa kastað hand-
sprengju sem banaði bandarískum hermanni
árið 2002.
Á tíu mínútna löngu myndbandinu, sem var
tekið í laumi úr loftræstikerfinu, sjást áhyggj-
urnar skína úr andliti Khadr. Hann grætur,
heldur um höfuð sér, togar í hár sitt, kvartar yfir
að hafa þurft að sæta pyntingum og kallar ítrek-
að á hjálp.
Mannréttindabrot
Hæstiréttur Kanada hafði áður úrskurðað að
Khadr ætti rétt á að fá ýmis gögn í hendur, með-
al annars myndbandið af yfirheyrslunum, sem
lögmenn hans hafa nú birt. Þá var úrskurðað að
kanadísk stjórnvöld hefðu brotið mannréttindi
á Khadr með því að koma gögnum um yfir-
heyrslurnar í hendur bandarískra yfirvalda.
Khadr, sem nú er 21 árs, er eini ríkisborg-
arinn frá Vesturlöndum sem enn er í haldi í Gu-
antanamo. Hann hefur verið ákærður fyrir
fjölda brota og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
verði hann fundinn sekur. atlii@24stundir.is
Lögmenn grunaðs hryðjuverkamanns sem er í haldi í Guantanamo-fangabúðunum
Birta yfirheyrslu yfir Guantanamo-fanga
Í haldi Myndbandið af yfirheyrslunni yfir Khadr var tekið
úr loftræstikerfinu í laumi.