24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 32
24stundir
? Nýverið var greint frá niðurstöðumheilsu- og lífskjararannsóknar meðalskólanema á Vesturlöndum sem m.a.sýndu að 36% 15 ára íslenskra stúlknahafi sofið hjá og 29% stráka. Fyrir viss-um við að tæplega 38% prósent ungsfólks á framhaldsskólaaldri hefur aldreisofið hjá. Og að í aldurshópnum 16-24
ára hafa flestir haft fáa rekkjunauta og
fáir marga. Aðrar íslenskar kannanir
hafa leitt í ljós að meðalaldur við fyrstu
kynmök í aldurshópnum 16-19 ára er
15,3 ár og að íslenskir unglingar, sam-
anborið við t.d. Noreg, Frakkland og
Bandaríkin, eru meðal þeirra yngstu
þegar þeir hafa sínar fyrstu samfarir.
Engar haldbærar skýringar eru til á þess-
um mun milli fyrrnefndra landa en á sl.
hundrað árum eða svo hefur líkamlegur
kynþroski færst neðar og neðar í aldri,
líklega vegna betri næringar og bættra
lífshátta. Þessi staðreynd, ein og sér, hef-
ur þau áhrif að tímabil unglingsáranna
hefur lengst en hefur samfélagið gert ráð
fyrir því? Gleymum ekki að kynmök eru
í grunninn heilbrigt atferli. Sambönd
skipta unglinga máli, þeir verða líka ást-
fangnir og kynnast nýjum hliðum á sér
og öðrum. Þegar unglinga og kynlíf ber á
góma er sjaldan spáð í hvað sé heilbrigt,
eðlilegt og gott eða hvernig maður próf-
ar sig áfram. Hvernig getur maður gert
sína fyrstu samfarareynslu sem ánægju-
legasta? Hvað þarf til? Ég held að ung-
lingar geti alveg velt þessu fyrir sér, þau
eru flest eldklárir krakkar með heil-
brigða sýn á lífið, líka kynlífið.
Kynverund unglinga
Jóna Ingibjörg hefur
tröllatrú á ungu fólki.
YFIR STRIKIÐ
Geta unglingar
lifað góðu
kynlífi?
24 LÍFIÐ
Í fjölmiðlapistli sínum spyr Hildur
Edda Einarsdóttir hvort umdeildar
baráttuaðferðir spilli
fyrir málstaðnum.
Er friðurinn fyrir
ofbeldismenn?
»27
● Áfram veg-
inn„Það er enginn
uppgjafartónn í
okkur. Þvert á
móti erum við
brosandi í sól-
skinsskapi og lít-
um björtum aug-
um fram á
veginn,“ segir Hannes Þór Hall-
dórsson, markvörður Fram í
Landsbankadeildinni. Liðið hefur
tapað þremur síðustu leikjum.
„Þetta hafa verið þrír erfiðir leikir á
móti gríðarlega sterkum andstæð-
ingum og þetta hefur einfaldlega
ekki fallið með okkur,“ segir
Hannes sem þykir einn allra efni-
legasti markvörður Íslands í dag.
● Listahátíð á
Austurlandi
„Hátíðin leggst
dúndrandi vel í
mig. Það er
óvenju mikið af
góðum lista-
mönnum sem eru
leiðbeinendur í
ár,“ segir Guðmundur Oddur
Magnússon, betur þekktur sem
Goddur, en hann er einn af þeim
sem kemur fram á LungA hátíð-
inni, Listahátíð ungs fólks á Aust-
urlandi, sem nú stendur yfir á
Seyðisfirði. Goddur flytur fyr-
irlestur í dag klukkan 17 í Bláasal í
Herðubreið þar sem hann talar um
upprunann og hvernig einstakling-
urinn verður til.
● Í heimsmeist-
arakeppni Ragn-
ar Ómarsson, yf-
irkokkur á
DOMO, þarf að
heilla dómara í
hinni virtu mat-
reiðslukeppni Bo-
cuse d́OR með
réttum úr þorski og nautakjöti í
janúar á næsta ári. Bocuse d́Or
keppnin, sem haldin er í Lyon í
Frakklandi, er ein allra virtasta
matreiðslukeppni í heimi en Ragn-
ar tryggði sér þátttökurétt í henni
með því að lenda í sjötta sæti í for-
keppni Evrópuþjóða. Ragnar hlaut
5. sæti í Bocuse d́Or 2005.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
STÓRÚTSALA
Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322
50-80%
AFSLÁTTUR
OPIÐ
VIRKA DAGA 10 – 18
LAUGARD. 11 – 16
Þann 26. júlí næstkomandi verður
spilaður handbolti á sandinum í
Nauthólsvík, fimmta
árið í röð.
Strandhandbolti í
Nauthólsvík
»30
Bíógagnrýnandi 24 stunda spyr
hvað hafi komið fyrir Eddie
Murphy, sem hættir ekki
að gera vondar myndir.
Dapur Dave og
Eddie Murphy
»26