24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 27
24stundir MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 27 Þrír starfsmenn hjá indversku viðburðafyrirtæki hafa verið hand- teknir fyrir að leggja líf þátttak- anda í raunveruleikaþætti, sem fyr- irtækið sá um, í hættu. Þátttakandinn sem um ræðir er 22 ára maður að nafni Anjar Khan. Hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa tekið þátt í keppni um hver gæti verið lengst ofan í vatnstanki og haldið niðri í sér andanum. Þátturinn sem um ræðir heitir á frummálinu Khatron Ke Khiladi, sem gæti útlagst sem „Ofurhugar“ á íslensku. Khan hafði verið ofan í vatnstankinum í nokkrar mínútur þegar aðstandendur þáttarins átt- uðu sig á því að ekki var allt með felldu og náðu honum út. Hann náði að ganga nokkur skref áður en hann hneig niður meðvitund- arlaus og hefur hann ekki rankað við sér síðan. Samkvæmt yfirvöldum höfðu stjórnendur þáttarins ekki leyfi fyr- ir því að halda keppnina og þá höfðu engar öryggisráðstafanir verið gerðar og læknar ekki við- staddir. Raunveruleikaþættir af ýmsum toga njóta gríðarlegra vin- sælda í Indlandi og sækjast hundr- uðir þúsunda eftir að komast í þá vinsælustu. traustis@24stundir.is Raunveruleikaþáttur fór úr böndunum Keppandi í lífshættu Allt fyrir frægðina Keppendur raunveruleikaþátta leggja ýmislegt á sig. Grínistarnir Jimmy Kimmel og Sa- rah Silverman hafa slitið samvistir. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem gefin var út á mánudagskvöld en engar ástæður voru gefnar fyrir sambandsslitunum. Kimmel og Silverman voru saman í fimm ár og þóttu af mörgum eitt af sam- rýmdustu pörum Hollywood. Skemmst er að minnast þess þegar þau vöktu heimsathygli í mynd- böndum, sem fóru eins og eldur í sinu um netið fyrir skömmu síðan, þar sem þau opinberuðu í gríni að þau ættu í ástarsambandi með leikurunum Matt Damon og Ben Affleck. bba Grínistar slíta samvistir Amy Winehouse er búin að fylla límmiðabók með myndum frá Evrópumótinu í knattspyrnu fyrir eiginmann sinn, Blake Fielder- Civil. Söngkonan ætlar að færa honum bókina þegar hann losnar úr fangelsi, en hann bíður dóms fyrir líkamsárás og að hindra fram- gang réttvísinnar. Winehouse er hins vegar sannfærð um að Fiel- der-Civil verði sýknaður og ætlar að færa honum límmiðabókina af því tilefni, en drengurinn ku vera mikill knattspyrnuunnandi. bba EM-límmiðabók fyrir manninn Sarah Jessica Par- ker og vinkonur hennar úr Sex and the City eiga í viðræðum við sjónvarpsstöðina HBO um að gera framhald á kvik- myndinni sem kom út á dögunum. Myndin hef- ur fengið frábærar viðtökur áhorfenda og skilað góðum skild- ingi í kassann. „Ég held að allir sem komu að verkefninu hafi ver- ið í skýjunum yfir áhuganum sem fólk sýndi myndinni. Það er mik- ill áhugi fyrir því að gera fram- hald,“ sagði talsmaður HBO. bba Sex and the City framhald? Leikarar stór- myndarinnar Batman The Dark Night voru mættir á frum- sýningu mynd- arinnar í New York. Var gengið inn í kvikmynda- húsið eftir svarta dreglinum, sem er þó oftar rauður á litinn. Var hann hafður svartur til að minn- ast fráfalls Heath Ledger sem fer með hlutverk Jókersins í mynd- inni. Fjölskylda Ledgers flaug frá Ástralíu á frumsýninguna. hh Svarti dregillinn á Batman Sumarkap phlaup BT og 24-stunda 24-stundir í samstarfi með BT heldur sumarkapphlaup hjá blaðberum sínum. Fjöldi glæsilegra vinninga. Í júlí og ágúst verða fjölmargir blaðberar verðlaunaðir fyrir framúr- skarandi árangur. Vinningar í hverri viku. Meðal vinninga eru DVD myndir, MP3 spilarar frá Sandisk, Olympus FE-310 digital myndavél og í ágúst fær einn kvartanalaus og stundvís blaðberi Playstation PS3. Upplýsingar um laus hverfi til afleysinga eða til framtíðar í síma blaðadreifingar, 569-1440 eða í bladberi@mbl.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.