24 stundir - 24.07.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 24.07.2008, Blaðsíða 27
24stundir FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 27 rýllitum og þetta hefur bara gengið ágætlega,“ segir Tinna sem útskrif- aðist af myndlistarbraut Verk- menntaskólans á Akureyri. Tinna mun taka þátt í Hand- verksmarkaðinum á Hrafnagili í sumar, þar sem hún verður með sinn eigin bás. Tinna heldur svo á vit ævintýr- anna í desember. „Við vinkon- urnar erum að fara í bakpoka- ferðalag um Suður-Ameríku. Við byrjum á áramótafagnaði í New York, förum þá til Bahama, Miami, Trínidads & Tóbagó, Venesúela, Brasilíu, Paragvæ, Argentínu, Bóli- víu, Chile, Perú og loks Kólumbíu, en ferðalagið tekur um fjóra mán- uði,“ segir Tinna, sem er hvergi bangin. „Nei, við lituðum samt all- ar hárið á okkur dökkt, svona til öryggis!“ sagði Tinna að lokum. Akureyrarmærin Tinna Eik Rakelardóttir Fjölhæf listakona með viðskiptavit Tinna Eik Rakelardóttir hefur undanfarið ár skreytt peysur með verk- um sínum, sem hún selur vinum og vandamönnum og hverjum sem er á net- inu. Þá heldur hún á vit ævintýranna í desember. Tinna Eik Hlakkar til að fara til Suður-Ameríku með vinkonunum. Mynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Sienna Miller hefur lagt formlega kæru gegn bresku slúðurritunum The Sun og News of the World vegna birtinga á myndum sem teknar voru af Miller í sumarfríi með nýja kærastanum, Balthazar Getty. Hún kærði einnig ljósmyndastof- una Big Pictures fyrir að selja myndirnar. Á myndunum sést Miller ber að ofan með Getty en fjölmiðlar hafa mikið fjallað um sambandið vegna þess að hann er giftur fjögurra barna faðir og mótleik- ari síðasta kærasta Miller. Getty tilkynnti á dögunum að hann væri skilinn en það var ekki fyrr en eftir að hann kom úr fríinu og líklegt þykir að eiginkonan hafi ekki vitað betur en svo að þau væru enn saman. Miller hefur ekki aflað sér neinna vinsælda með þessu sambandi enda þykir það hið ósiðlegasta og fyrrverandi eiginkona Getty er víst mjög vel liðin í Hollywood. iav Miller kærir myndbirtingu Hjónin Jordan og Peter Andre hafa samþykkt að taka þátt í raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing. Í þættinum dansa þekktir einstaklingar á móti at- vinnumanneskju og í hverri viku dettur eitt par út. Parið er þaulvant því að opinbera sig fyrir myndavélunum en þau kynntust í frumskógarþættinum Ím a Celebrity Get Me Out of Here. Það á þó eftir að koma í ljós hvort Jordan getur dansað jafn auð- veldlega og hún borðaði pöddur í frumskóginum. iav Jordan og Peter í danskeppni Rapparinn The Game sem þekkt- astur er fyrir samstarf sitt með 50 Cent segist ólmur vilja vinna með Amy Wine- house. „Ég elska Amy og vil endi- lega taka upp lag með henni. Það væri frábært að vera með henni í stúdíói og ég myndi neyta allra þeirra eiturlyfja sem hún myndi neyta þann dag,“ sagði rapparinn í samtali við breskt slúðurblað. Rapparar eru ekki þekktir fyrir hreinlífi en þeir tala þó yfirleitt ekki opinberlega um grófari neyslu en grasreykingar. Wine- house er hins vegar einn þekkt- asti krakkneytandi heims og yrði því eflaust lítið úr upptökum þann daginn ef hún sæi um eitur- lyfjakaupin. iav Til í krakk með Winehouse Eftir Trausta Kristjánsson traustis@24stundir.is „Það er nánast öll ættin komin í peysur frá mér held ég,“ segir hin 22 ára gamla listakona Tinna Eik Rakelardóttir frá Akureyri, sem selur eigin tískuframleiðslu á mys- pace.com/motifdes. Listakona með viðskiptavit „Ég hef haft áhuga á tísku síðan ég man eftir mér, en það er um eitt ár síðan ég fór að gera eitthvað í því,“ segir Tinna, sem í frí- tíma sínum selur peys- ur sem hún sjálf hefur skreytt með munstrum og táknum. „Vinkon- ur mínar hjálpa mér við að kaupa peysurnar, en svo mála ég á þær sjálf og sel á netinu. Ég hef líka dundað mér við að mála listaverk með ak-

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.