24 stundir - 24.07.2008, Side 22

24 stundir - 24.07.2008, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Ég held að svona ferðir séu mjög gagnlegar fyrir krakka. Þau læra um landið og náttúruna og að það sé hægt að fara upp í fjöll,“ segir Pétur um fjölskylduferðina en hann hefur séð um hana á hverju ári í um það bil áratug. „Og krakk- arnir eru mjög ánægðir með þetta og segjast flestir vilja koma ár eftir ár.“ Eitthvað fyrir alla Helgina í Básum verður bryddað upp á ýmsu og séð til þess að jafnt ungir sem aldnir hafi gaman af. „Við vöknum á laugardags- beljukjöt sem hægt er að fá um all- an heim. Guð skapaði hvalina til að éta þá. Ég gef öllum að smakka og fólki finnst það mjög gott.“ Eftir mat er svo kvöldvaka og eftir hana verður sungið og trallað við varðeldinn. Krakkarnir sleppa við tiltekt Á sunnudagsmorgninum verður farið með krakkana í góða göngu á meðan tekið er til í vistarverunum. En þó svo að fullorðna fólkið lendi í þrifunum fá þau sín fríðindi njóta þau barngæsku skipuleggjenda líka. „Það er ókeypis fyrir krakka yngri en 12 ára og fólk getur því sparað sér mikið ef það er með nokkra krakka á þeim aldri.“ Fjölskylduferð í Bása þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi Ratleikur, hrefnu- kjöt og göngur Sérstök fjölskylduferð verður farin í Bása í Þórs- mörk helgina 8. til 10. ágúst en það er Pétur Þorsteinsson, æskulýðs- fulltrúi og prestur Óháða safnaðarins, sem leiðir hópinn. Farið verður í göngur og verða leikir og skemmtilegheit fyrir krakkana. Gagn og gaman Krakkarnir fá tækifæri til að kynnast náttúrufegurð Þórsmerkur. ➤ Ferðafélagið Útivist stendurfyrir ferðinni. ➤ Frekari upplýsingar má fá ávefsíðunni www.utivist.is. FJÖLSKYLDUFERÐ Í BÁSA Pétur Þorsteinsson morguninn og ég elda hafragraut og slátur fyrir liðið. Ég sé svo fyrir mér að gamla gengið fari í um sex tíma göngu en á meðan eru krakk- arnir niðri við skálann, meðal ann- ars í ratleik og öðrum leikjum.“ Um kvöldið verða svo grillaðar pylsur en einnig hyggst Pétur mat- búa íslenska dýrindismáltíð fyrir þá sem vilja. „Þá er náttúrlega hrefnukjöt sem er miklu betra en þetta bandaríska Hin árlega Hólahátíð verður haldin dagana 15.-17. ágúst en á meðal atburða verða pílagríms- göngur heim að Hólum „Þegar Jón Ögmundarson var hér biskup árin 1106-1121 komu menn heim að Hólum á hverju ári úr stiftunum í kring og þá gengu þeir þessar gömlu þjóðleiðir,“ segir Málfríður Finnbogadóttir hjá Há- skólanum á Hólum. Göngurnar verða tvær; önnur úr Svarfaðardal en hin frá Flugu- mýri í Hvammsdal og verður sú strembnari. Tekur sú fyrrnefnda um átta tíma og sú síðari níu tíma. Hefjast báðar kl 9. laugardaginn 16. ágúst en sætaferðir verða frá Hólum kl. 7. Þátttakendur sendi póst á malfridur@holar.is. hj Pílagrímsgöngur heim að Hólum Göngur á Hólahátíð Hóladómkirkja 902 ár eru síðan stofnað var til bisk- upsstóls og skóla á Hólum. „Það hefur verið hér í kringum okkur tindaleikur þar sem fólk hefur verið að ganga á fjöll og fá stimpla. En okkur langaði svo að reyna að hvetja almenning og fjölskyldufólk til göngu, en ekki bara einhverja göngugarpa,“ seg- ir Hjördís hjá Ferðafélagi Fljóts- dalshéraðs, en þau settu nýlega í gang eins konar gönguleik. Hefur félagið valið 18 náttúruperlur í Fljótsdalshéraði, tvær í hverjum hinna gömlu hreppa, og komið fyrir stauk með upplýsingum og stimpli hjá hverri þeirra. Önnur gönguleiðin í hverjum hreppi er létt og ætluð fyrir alla fjölskylduna en sumar eru erf- iðari að sögn Hjördísar. „Þarna eru erfið fjöll innan um, allt upp í Snæfell. En svo eru líka mjög léttar leiðir sem þú getur auðveldlega tekið litlu börnin með í.“ Þeir sem vilja taka þátt geta keypt sér stimpilkort í upplýsinga- miðstöðinni á Egilsstöðum og í gönguferðum Ferðafélags Fljóts- dalshéraðs. Þegar fólk er búið að safna 9 stimplum er kortunum skilað og fær þá viðkomandi við- urkenningu fyrir að vera „göngu- garpur Fljótsdalshéraðs“. Þar að auki fær hver og einn göngukort af svæðinu og lendir í potti sem dregið verður úr á Ormsteiti í ágúst ár hvert. Perlurnar sem um ræðir eru Stapavík, Stórurð, Fardagafoss, Vestdalsvatn, Valtýshellir, Höttur, Stuttidalur, Sandfell, Hengifoss, Snæfell, Hrafnafell, Spanarhóll, Húsey, Heiðarendi, Hnjúksvatn, Eiríksstaðahneflar, Landsendi og Þerribjarg. haukurj@24stundir.is Göngukeppni á Fljótsdalshéraði LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þá er náttúrlega hrefnukjöt sem er miklu betra en þetta bandaríska beljukjöt sem hægt er að fá um allan heim. útivist

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.