24 stundir - 24.07.2008, Blaðsíða 6
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
„Þetta eru ekki skítugu börnin
hennar Evu sem við felum,“ segir
Kristín Snorradóttir, móðir tvítugs
sprautufíkils. Hún segir samfélagið
verða að horfast í augu við hlutina
eins og þeir eru og að nauðsynlegt
sé að vinna betur að bættum úrræð-
um fyrir fíkla. „Við erum að ræða
um mannslíf og þau ber að virða.“
Byrjaði 14 ára í neyslu
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir
SÁÁ á Vogi, sagði í samtali við 24
stundir fyrr í vikunni að fíkniefna-
vandinn væri nú álíka mikill og síð-
ustu tvö til þrjú ár og hefði ekki ver-
ið meiri í sögu Íslands.
Sonur Kristínar hefur verið í
neyslu frá fjórtán aldri, en hefur nú
verið í meðferð í á sjöunda mánuð.
„Þegar ákallið kemur um hjálp frá
fíklinum er farið með hann á Vog
eða inn á geðdeild. Þá tekur við
þessi biðtími eftir því að komast í
afeitrun, þar sem þeir komast ekki
inn í áframhaldandi meðferð fyrr
en að afeitrun lokinni. Misjafnt er
hvað sá biðtími er langur.“
Hún segir það mjög sorglegt að
kerfið skuli ekki geta brugðist þann-
ig við að fíklar séu teknir inn um
leið og ákallið um hjálp kemur.
„Þess í stað er fíklunum vísað frá og
sagt að koma á morgun. Við sem er-
um innan um fíkla vitum hins vegar
að sólarhringur í lífi fíkils getur öllu
breytt. Ekki er víst að hann komi á
morgun. Þá er hann kannski kom-
inn í næsta skammt og örvæntingin
farin. Við þurfum að ná þeim í ör-
væntingunni, þegar þeir eru upp-
gefnir.“
Ég er bara móðir
Kristín segir að hún hafi margoft
þurft að setja son sinn út á götuna.
Hann hafi ekki getað verið inni á
heimilinu þar sem eru önnur börn.
„Núna síðast fann ég fyrir virki-
legri uppgjöf hjá honum og ákvað
að hjálpa honum í meðferð þar sem
hann hefur nú verið í um sjö mán-
uði. Það var þetta eina „móment“.
Samt þurfti ég að vera með hann
heima í afeitrun í fimm sólarhringa.
Það er ekkert rétt við það. Ég er
engin hjúkrunarkona. Ég er bara
móðir.“
Mannslífin
ber að virða
Móðir sprautufíkils segir samfélagið verða að horfast í augu við
fíkniefnavandann Nauðsynlegt að vinna að bættum úrræðum
Dauðans alvara Kristín
segir nauðsynlegt að ná
fíklum í örvæntingunni.
➤ Samtök sem munu berjastfyrir bættum úrræðum fyrir
fíkla og aðstandendur.
➤ Grunnurinn að samtökunumvar lagður á vormánuðum, en
nú er unnið að því að setja fé-
lagið formlega á laggirnar.
FORELDRAR FÍKLA
24stundir/Frikki
6 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
„Svo virðist sem samgönguráð-
herra skorti annað hvort skilning á
náttúruvernd eða pólitískt þor til
þess að taka tillit til náttúruvernd-
arsjónarmiða,“ segir Bergur Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Land-
verndar. „Það er kominn tími til
þess að samgönguyfirvöld fari að
sýna náttúru Íslands tilhlýðilega
virðingu. Það er með öllu óþolandi
hvernig Vegagerðin er farin að
hegða sér eins og ríki í ríkinu á
meðan samgönguráðherra skellir
við skollaeyrum í hverju málinu á
fætur öðru,“ bætir hann við og vís-
ar þar til áforma um gerð Gjá-
bakkavegar, vegar um Teigsskóg og
Dettifossvegar þar sem hann segir
verulega náttúruverndarhagsmuni
í húfi.
Skortir hvorki skilning né þor
Kristján Möller samgönguráð-
herra segist hvorki skorta skilning á
náttúruvernd né pólitískt þor.
„Öll þessi verk hafa farið í gegn-
um mat á umhverfisáhrifum og
verið samþykkt,“ segir Kristján og
heldur áfram: „Eitthvað af þessu
hefur verið kært til umhverfisráð-
herra sem hefur síðan úrskurðað.“
Kristján bendir á að skipuð hafi
verið sérstök samráðsnefnd árið
2001 sem Náttúruvernd ríkisins
átti meðal annarra fulltrúa í til þess
að ná niðurstöðu um lagningu
Dettisfossvegar. „Allir komust að
þeirri sameiginlegu niðurstöðu að
vegurinn ætti að liggja vestan Jök-
ulsár og eftir því hefur verið unn-
ið,“ segir hann.
Framkvæmdastjóri Landverndar segir samgönguráðherra skorta skilning og þor í náttúruverndarmálum
Samgönguráðherra segist hvorki skorta skilning né þor
➤ Landvernd telur að sá Detti-fossvegur sem Vegagerðin
hefur boðið út muni rýra gildi
svæðisins. Gert er ráð fyrir að
hann verði uppbyggður heils-
ársvegur með 90 km há-
markshraða.
GAGNRÝNI LANDVERNDAR
Áætlað er að byggingarkostn-
aður Menntaskóla Borgarfjarðar
fari 160 milljónir króna fram úr
áætlun sem gerð var síðasta haust.
Var þá gert ráð fyrir heildarkostn-
aði upp á 881 milljón en hann er
nú áætlaður 1043 milljónir. Í upp-
hafi, 2006, var gert ráð fyrir
kostnaði upp á rúmar 600 millj-
ónir, að sögn Torfa Jóhannesson-
ar, formanns byggingarnefndar. Þá
var gert ráð fyrir 1800 fermetra
byggingu sem síðar var stækkuð í
3200 fermetra, m.a. vegna end-
urmats á væntanlegum nemenda-
fjölda. Segir Torfi 160 milljóna
muninn vera vegna þess að nú
reiknist verðbætur og fjármagns-
kostnaður á byggingartíma með.
Einnig hafi verkið dregist og verð-
bólga verið meiri en gert var ráð
fyrir. þkþ
Bygging Menntaskóla Borgarfjarðar
Kostar yfir milljarð
„Reglurnar taka gildi 1. nóvem-
ber en þar er m.a. tekið fram að
erfðarannsóknir verða ekki lengur
háðar leyfi frá Persónuvernd ef
upplýst samþykki þátttakenda ligg-
ur fyrir,“ segir Þórður Sveinsson,
lögfræðingur hjá Persónuvernd.
Hann tekur fram að breytingin
miði að því að einfalda stjórnsýslu í
kringum erfðarannsóknir.
Einnig verður reglum um sam-
keyrslu skráa með viðkvæmum
persónuupplýsingum breytt. Orða-
lagi var breytt um reglur um sam-
keyrslu skráa. Þegar um var að
ræða skrár sem sami ábyrgðaraðili
hélt þurfti ekki leyfi. „Nú er búið
að afnema þessa undantekningu
þegar um er að ræða miðlægar
skrár, t.d. hjá landlækni. Í tilvikum
þar sem hann hefði ekki áður þurft
leyfi, þarf nú að sækja um leyfi hjá
okkur,“ segir Þórður. Að síðustu er
að finna nýtt ákvæði um svokallaða
svarta lista en nú verður leyfisskylt
að færa nafn manns á skrá eftir fyr-
irfram ákveðnum viðmiðum og
miðla upplýsingum til þriðja aðila.
asab@24stundir.is
Nýjar reglur um tilkynninga- og leyfisskyldu persónuupplýsinga
Samþykki þátttakenda er nóg
Erfðarannsóknir Sam-
þykki þátttakenda mun
nægja frá 1. nóvember
Össur Skarphéðinsson iðnað-
arráðherra hefur undanfarna
daga skotið föstum skotum að
Landsvirkjun fyrir að láta Norð-
lendinga sitja á hakanum á með-
an fyrirtækið aflar orku fyrir um-
deilda stóriðju fyrir sunnan.
Stjórnmálafræðingar sem 24
stundir hafa rætt við segjast ekki
muna eftir öðrum eins deilum á
milli iðnaðarráðherra og Lands-
virkjunar.
Samkvæmt lögum frá 2006
skipar fjármálaráðherra stjórn
Landsvirkjunar, sem aftur skipar
forstjóra fyrirtækisins. Fjármála-
ráðherra er því æðsti yfirmaður
forstjóra Landsvirkjunar, og má
segja að iðnaðarráðherra standi í
deilu við undirmann fjármála-
ráðherra.
Fyrir breytinguna frá 2006
skipaði iðnaðarráðherra þrjá af
sjö stjórnarmönnum Landsvirkj-
unar, á móti Reykjavík og Akur-
eyri sem þá áttu enn hlut í fyr-
irtækinu.
Deila um Gjástykki
Deilan hófst með áliti iðnaðar-
ráðuneytisins þess efnis að rann-
sóknarborhola Landsvirkjunar í
Gjástykki skyldi fara í umhverf-
ismat. Landsvirkjunarmenn voru
ekki ánægðir með þá ákvörðun
og hefur Friðrik Sophusson, for-
stjóri Landsvirkjunar, gagnrýnt
seinagang hins opinbera í málinu.
Ráðherra hefur hins vegar sagt
að forystumenn Landsvirkjunar
átti sig ekki á því að sveitarfélögin
sem í hlut eiga hafi ákveðið að
Gjástykki verði aftast í röð virkj-
anaframkvæmda á svæðinu. Þeir
sem hafi áhyggjur af því hvernig
orkuöflun gangi fyrir norðan
ættu að beina spjótum sínum að
Landsvirkjun. „Hinn bitri sann-
leikur í þessu máli er sá, að Húsa-
vík hefur verið látin sitja á hak-
anum vegna kapps
Landsvirkjunar hér á suðvestur-
horninu,“ er haft eftir ráðherran-
um í 24 stundum 12. júlí.
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu
svara Landsvirkjunarmenn því til
að við árslok 2008 hafi fyrirtækið
varið um 3,9 milljörðum til að
undirbúa jarðhitavirkjanir á
Norðurlandi. Á sama tíma hafi
Landsvirkjun varið um 2,2 millj-
örðum til að undirbúa nýjar
virkjanir við Þjórsá. „Því er það
misskilningur sem heyrst hefur
að Landsvirkjun leggi meiri
áherslu á Suðurland en Norður-
land.“
Fátítt að iðnaðarráðherra gagnrýni Landsvirkjun
Össur deilir við
undirmann Árna
Eftir Hlyn
Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
FRÉTTASKÝRING