24 stundir - 24.07.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 24.07.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Grill og ostur – ljúffengur kostur! VÍÐA UM HEIM Algarve 23 Amsterdam 20 Alicante 26 Barcelona 28 Berlín 22 Las Palmas 26 Dublin 19 Frankfurt 22 Glasgow 19 Brussel 20 Hamborg 21 Helsinki 24 Kaupmannahöfn 20 London 24 Madrid 35 Mílanó 21 Montreal 26 Lúxemborg 21 New York 31 Nuuk 8 Orlando 26 Osló 25 Genf 18 París 25 Mallorca 28 Stokkhólmur 21 Þórshöfn 14 Suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands, annars hægari vindur. Bjartviðri á Norður- og Austur- landi, en lítilsháttar væta sunnan- og vest- anlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustantil. VEÐRIÐ Í DAG 13 13 20 12 16 Lítilsháttar væta Austlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 syðst. Dálítil væta öðru hverju sunnan- og aust- anlands, en annars skýjað með köflum. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Norðurlandi. VEÐRIÐ Á MORGUN 13 16 17 15 19 Dálítil væta Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði í gær að Sigurður G. Guð- jónsson geti ekki verið í hópi verj- enda athafnamannsins Jóns Ólafssonar í máli vegna meintra efnahagslagabrota Jóns. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Jóns, kærði úrskurðinn þegar til Hæstaréttar. Þegar málið var þingfest benti Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, á að Sig- urður gæti ekki varið Jón þar sem hann kynni að vera kallaður til vitnis í málinu. Jón Ólafsson er ákærður fyrir að telja ekki fram til skatts rúmlega 360 milljónir króna, þar af um tvö hundruð milljónir í tekjuskatt og rúmlega 150 milljónir í fjármagns- tekjuskatt. hos Sigurður G. gæti verið kallaður til vitnis Má ekki verja Jón Má ekki verja Sigurður í héraðsdómi í gær. Siglufjarðarflugvöllur í Fjalla- byggð liggur undir skemmdum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um sveitarfélög með viðvarandi fólksfækkun og er ástand flugvallarins talið ein helsta ógnin við búsetuskilyrði á svæð- inu. Áætlunarflug á flugvellinum hefur verið aflagt og verður hann lagður niður þegar þegar Héðins- fjarðargöng verða opnuð í lok næsta árs. Kristján Möller samgönguráð- herra segir að þegar göngin verði opnuð muni bærinn tengjast „Stór-Akureyrarsvæðinu“ vel með tíðari ferðum almenningssam- gangna og það muni breyta miklu. „Við höfum alltaf talið að Siglfirð- ingar muni þá sækja sitt flug mest til Akureyrar.“ elias@24stundir.is Siglufjarðarflugvöllur í slæmu ásigkomlagi Göngin leysa flug- völlinn af hólmi Heimsmarkaðsverð á hráolíu held- ur áfram að lækka og fór verð á hverja tunnu niður í tæpa 126 Bandaríkjadali í viðskiptum í gær. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, telur lækkanir hér á landi einn- ig vera í deiglunni. „Við höfum fylgst grannt með gjaldeyrismark- aðnum, þar sem hefur verið mikið rót síðustu daga. Við erum á vakt- inni, en eins og staðan er nú þá er lækkunar von.“ Hann útilokar ekki að eitthvað gerist í dag, ef stöðugleiki verður á mörkuðum. Ástæður lækkunarinnar á heimsmarkaði eru meðal annars styrking Bandaríkjadals, minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og að fellibyl- urinn Dolly hafði mun minni áhrif á olíuframleiðslu en upphaflega var talið. Verð á olíutunnu náði hæst um 147 dölum 11. júlí síðastliðinn og hef- ur því lækkað umtalsvert frá þeim tíma. atlii@24stundir.is Olían heldur áfram að lækka Félagsfundur verður haldinn í Flugfreyjufélagi Íslands í dag þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Flugfélag Íslands frá í fyrra- dag verður kynntur. Flugfreyjur felldu sem kunnugt er fyrri samning félaganna en kjörfundur er opinn til kl. 16 í dag og milli 9 og 14 á morgun. aak Kjósa um nýjan kjarasamning „Samkvæmt gildandi deiliskipu- lagi má ekki rífa Laugaveg 43,“ segir Þórður Magnússon, stjórn- armaður í Torfusamtökunum, en Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ, sagði í 24 stundum í gær að húsið mætti rífa. Vinningstillaga í samkeppni um hús LHÍ gerir ráð fyrir að húsið við Laugaveg 41 standi en Húsafriðunarnefnd hef- ur lagt til að það verði friðað. Húsin við Laugaveg 43 og 45 eru hins vegar látin víkja. Samþykkja þarf nýtt deiliskipulag áður en LHÍ byggir en það er alvanalegt í skipulagi borgarinnar. aak Má ekki rífa Laugaveg 43 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa flutt og skipulagt innflutning á m.a. um 190 kílóum af hassi, var framlengt um þrjár vikur í gær. Mennirnir tveir, Hollendingur um sjötugt og Íslendingur á fimmtugsaldri, munu sitja í gæsluvarðhaldi til 13. ágúst hið minnsta vegna rannsóknarhags- muna. Hollendingurinn var handtek- inn eftir að efnin fundust í húsbíl sem hann ferðaðist á, en Íslend- ingurinn síðar. Íslendingurinn hefur kært úr- skurð um áframhaldandi gæslu- varðhald til Hæstaréttar, en Hol- lendingurinn hefur ekki tekið ákvörðun um neitt slíkt. Aðrir en þessir tveir hafa ekki verið handteknir vegna málsins, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann seg- ir rannsókn málsins ganga vel. Taka nýja aðstöðu í notkun „Við erum að fá mjög bætta að- stöðu og höfum fengið fjárveit- ingar til búnaðarkaupa,“ segir Jó- hann Freyr Aðalsteinsson, deildarstjóri tollgæslunnar á Seyðisfirði. „Þetta verður til mik- illa bóta og gleðjumst við mjög yf- ir því.“Hann segir að fyrir um tveimur vikum hafi verið hafið að nýta nýju aðstöðuna að hluta, en eftir þrjár vikur mun hún líklega verða tilbúin. „Við höfum fengið miklu stærra húsnæði. Hingað til höfum við ekki getað ekið hús- bílum eða öðrum stærri bílum inn í húsnæði okkar. Það verður hins vegar hægt að aka þeim inn í nýja húsið. Þar verðum við með gegnumlýsing- arvél sem maður getur sett hluti í gegnum, en ekki bíla.“ Jóhann Freyr segir auknar fjár- veitingar hafa komið til fyrir stóra hassfundinn og tengist honum því ekki beint. Sama gildi um nýja húsnæðið. „En það má kannski segja að þetta mál hafi undirstrik- að þörfina.“ Áfram í haldi vegna hasshlass  Gæsluvarðhald framlengt um þrjár vikur í hassfundarmálinu  Málið undirstrikaði þörfina á nýjum búnaði á Seyðisfirði Fullur af dópi Í húsbílnum var líklega mesta magn ka- nabisefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. ➤ Þann 10. júní sl. fann toll-gæslan á Seyðisfirði um 190 kíló af hassi, um 1,5 kíló af kókaíni og kíló af marijúana í húsbíl sem komið hafði með Norrænu. ➤ Héraðsdómur Reykjavíkur úr-skurðaði í gær Hollending og Íslending í gæsluvarðhald til 13. ágúst vegna málsins. HASSHLASS Í HÚSBÍL ● Ísafjörður Meiri afla var land- að í Ísafjarðarhöfn á fyrstu sex mánuðum ársins en í fyrra vegna aukningar á öðrum teg- undum en þorski, svo sem ýsu og ufsa. ● Djúpavík Fjölþjóðleg sirk- ussýning verður í Síldarverk- smiðjunni í Djúpavík næsta föstudag. Sýna fjöllistamenn frá Svíþjóð, Bandaríkjunum og Finnlandi listir sínar. ● Húnaþing vestra Íbúar vilja að sveitarfélagið hlutist til um að allur hraðakstur innanbæjar á Hvammstanga verði stöðv- aður. Hafa undirskriftir þess efnis verið lagðar fram í byggð- arráði. þkþ STUTT Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Fjöldi árásarhunda er í þjón- ustu breska hersins í Írak en nú eru uppi áform um að þjálfa þá í fallhlífarstökki. Þannig væri hægt að koma þeim inn á óvinveitt svæði þar sem þeir gætu þefað uppi óvini. Hundarnir væri búnir litlum myndavélum sem gætu sent njósnamyndir heim í stjórnstöð hersins. aij Sérsveit breska hersins Stríðshundar SKONDIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.