24 stundir - 08.08.2008, Side 18

24 stundir - 08.08.2008, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Strætisvagnar Reykjavíkur var stofnað í kreppunni árið 1931 sem hlutafélag með styrk frá bæj- arstjórn. Vagnarnir voru glæsilegar stálgráar Studebaker bifreiðar 14 og 25 manna og sá fyrsti var í föst- um ferðum milli Klepps og Kapla- skjóls frá sex á morgnana til hálf eitt á næturna. Almenningur í Reykjavík notaði vagnana og upp- bygging félagsins var með ágætum fram að áttunda áratugnum. „Á áttunda áratugnum og byrj- un þess níunda eignumst við pen- inga. Á þessum tíma tekur jafnt og þétt að draga úr notkun strætó,“segir Reynir. „Hún er síðan þá á jafnri og þéttri niðurleið og virðist svo sem ekki vera neitt lát á,“ bætir Reynir við og bendir á að sú þróun sé almenn þróun í þeim löndum sem við berum okk- ur saman við- þ.á.m í Danmörku. En hefur hækkandi verð á olíu ekki leitt af sér fjölgun farþega? „Ef til vill gerist það á næstu mánuðum en í dag er það ekki merkjanlegt. Kosturinn við að eiga einkabíl hér á landi er óumdeild ur,“ segir Reynir og bendir á að flestir telji ekki hægt að sinna dag legu amstri án hans þrátt fyrir hækkandi verð á eldsneyti og minna framboði á lánum. „Al- menningssamgöngur munu aldrei koma í stað einkabílsins, jafnvel þótt þær yrðu mjög fullkomnar. Almenningssamgöngur og einka- bílaeign eru ekki gagnkvæmt úti- lokandi valkostir, eins og margir vilja stilla málinu upp og að eina leiðin sé sú að almennings- samgöngur verði svo fullkomnar að þú þurfir bara ekkert að eiga bíl. Þetta er ekki raunhæft. Þeirri hugs- un þarf að koma að, að nota eigi báða samgöngumáta jöfnum höndum, eins og vel þekkist er- lendis.“ En hvað þarf til að breyta áherslum í samgöngum svo almenn ingssamgöngur verði veigameiri? „Þessarri spurningu verður ekki svarað á auðveldan máta en það má gera sér í hugarlund ákveðnar aðstæður þar sem almennings- samgöngur blómstra,“ segir Reyn- ir. Fyrst og fremst köllum við stjórnendur Strætó.bs eftir sameig- inlegri stefnu sveitarfélaganna í samgöngumálum, hvað á að fram- kvæma og hver á að sjá um fram- kvæmdirnar? Þetta er afar mik- ilvægt samfélagslegt verkefni sem þarf að takast á við. Umræðan í samfélaginu hefur ennfremur ein- kennst af því að strætó sé ónýtur og eina leiðin sé að koma á lest- arkerfum. Neðanjarðarlest fer beinar, ákveðnar leiðir og fer ekki í úthverfin. Lest verður alltaf viðbót á höfuðborgarsvæðinu.“ Hvað mætti byrja á að athuga? „Til að byrja með má athuga sam- keppnisumhverfið og breyta því svo ekki halli á almennings- samgöngur,“ segir Reynir og nefnir sem dæmi að á höfuðborgarsvæð- inu sé aragrúi bílastæða, um 800 stæði á hver 1000 störf og hlutfall í öðrum borgum sé meira en helm- ingi minna. Þá séu stöðumælasekt- ir mun lægri en annars staðar, for- gangur fyrir almenningsvagna sé ekki til staðar og virðisaukaskattur greiddur af öllum aðföngum. Álögur burt „Ef að bíll kallast strætó er greiddur af honum virðisauka- skattur, kallist hann hópbifreið greiðist enginn. Þetta mætti til dæmis færa til betri vegar.“ Reynir nefnir að auki að forgangur í um- ferð geti aukið verðmæti almenn- ingssamgangna til muna. „For- gangur í umferðinni, tíðari ferðir á stærra svæði og bætt þjónustustig eru atriði sem eru í framtíðarsýn félagsins.“ 24stundir/Frikki Hækkun eldsneytisverðs skilar sér ekki í auknum farþegafjölda Daglegt amstur án einkabíls? ➤ Hér á landi eru 15% af rekstrifyrirtækisins fjármögnuð með tekjum af fargjaldi. ➤ Annars staðar er hlutfalliðnær 40%-60%. ➤ Strætó bs. er í rekstrarvandaog sveitarfélög biðla til ríkis um að taka þátt í rekstr- arkostnaði. ➤ Forgangur í umferðinni, tíðariferðir á stærra svæði og bætt þjónustustig eru atriði sem eru í framtíðarsýn félagsins. STAÐAN Í DAG Strætó er ávallt eldfimt umræðuefni og skiptar skoðanir eru um hvaða aðferðum sé best að beita til að hann skili því hlutverki sem honum er ætlað. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., svarar spurn- ingum um framtíð fyr- irtækisins. Unnið að úrbótum Stjórn fyrirtækisins Strætó bs. vinnur hörðum höndum að bættum rekstri. Erfitt verkefni fram- undan Krafa um betri þjónustu og hagkvæm- ari rekstur. Líf og fjör á Lækjartorgi Þegar al- menningssamgöngur blómstra og fólk stígur úr einkabílnum blómstrar mannlífið sömuleiðis. Taka lestina? Verið er að kanna möguleika á því að setja upp léttlest- arkerfi á höfuðborg- arsvæðinu. Bílar Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is SJÁLFVIRK 6v / 12v / 24v 0,8A - 25A HLEÐSLUTÆKI Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt árið og geta hlaðið allar gerðir rafgeyma. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.