24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is Alltaf dressuð upp á haustin „Ég byrjaði á Stubbadeildinni í Grunnskólanum á Selfossi en hún var til húsa í gamla skátaheimilinu. Sú sem kenndi mér þar heitir Ragnheiður og hún var sko ógeðs- lega sæt. Hún var fallegasta kona sem ég hafði nokkurn tímann séð,“ segir Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir en hún segist þó ekki muna nákvæmlega eftir allra fyrsta skóla- deginum. „Ég man þó eftir því að öll haust var ég dressuð svakalega smart upp fyrir skólann og þá fór ég úr skóla- fötunum þegar ég kom heim til þess að halda þeim fínum. Og ég man sérstaklega eftir því að eitt haustið voru keyptir handa mér al- veg ofboðslega flottir loðfóðraðir leðurklossar. Og mér þóttu þeir svo flottir að ég svaf í þeim í svona mánuð! Allir fílar Hannibals hefðu ekki náð mér úr þessum klossum.“ Vinahópur Guðlaugar sam- anstendur enn þann dag í dag að miklu leyti af Selfyssingum. „Þarna varð bara til svona rosa- lega sterkur vinahópur og þau eru ennþá mínir bestu vinir.“ Leikfangakallar og dramatík „Ég var í Æfingaskólanum sem í dag nefnist Háteigsskóli. Við vor- um einmitt oft kölluð Æf- ingadeildin og mér var mikið strítt af öðrum vinum mínum vegna þess. Þeim fannst það hljóma eins og við værum eitthvað skrítin,“ segir Gunnar Hansson leikari en hann var í Æfingaskólanum alla sína grunnskólagöngu. „Ég man svona nokkrar glefsur frá fyrsta skóladeginum, og ég man meðal annars að mér þótti þetta heldur óþægilegt ástand og fór að gráta. Svo man ég að einn strákur, sem síðar varð góður vinur minn, kom með leikfangakall á mót- orhjóli, sem hefði í raun átt að gera mig mjög glaðan. En ég átti sjálfur mjög flotta leikfangakalla og mér fannst ógeðslega fúlt að hann mætti hafa sinn í skólanum. Þar af leiðandi varð ég eiginlega enn leið- ari en ég var fyrir.“ Þrátt fyrir alla dramatíkina gat Gunnar ekki kvartað því hann var að nokkru leyti í verndaðra um- hverfi en flestir jafningjar hans. „Ég var svolítið dekraður af því að mamma mín var að kenna í þessum skóla. Ég þurfti því bara að labba út eins og einn gang ef ég vildi hitta hana. En þrátt fyrir að finnast fyrsti dagurinn svona erfiður þá átti mér eftir að líða mjög vel í þessum skóla. Og ég hélt meira að segja áfram að vera í honum þó svo að hann væri ekki í mínu hverfi og mamma hætti að kenna þar. Þarna eignaðist ég vini sem eru enn þann dag í dag mínir bestu vinir.“ Í sjokki yfir því að hitta nöfnu „Ég man nokkuð vel eftir þess- um degi. Við vorum sett í tvær raðir og fyrsta stelpan sem ég kynnist var nafna mín og ég var eiginlega í hálfgerðu sjokki yfir því að það væri önnur Klara þarna,“ segir Klara Ósk Elíasdóttir, söng- kona í Nylon, en hún var í Hval- eyrarskóla í Hafnarfirði. „Ég var rosa spennt fyrir þessum degi en ég var samt frekar feimin þarna, sem var mjög ólíkt mér. En feimnin var enga stund að renna af mér, sérstaklega vegna þess að ég kynntist henni nöfnu minni þarna strax í röðinni og þar með var ég komin með bandamann. Við urð- um svo bestu vinkonur og vorum það bróðurpartinn af minni skóla- göngu. Þetta var því mjög góður dagur. Í mínum huga var allavega sólskin og gott veður.“ Morgunblaðið/Kristinn Nokkrir þekktir einstaklingar deila með okkur sögum úr grunnskóla Hvernig var fyrsti skóladagurinn? Fyrsti skóladagurinn leggst misvel í fólk og eiga margir broslega dramatískar minningar um þá lífsreynslu. Við spurðum nokkra þekkta einstaklinga um fyrsta skóladaginn þeirra og komumst að því að marg- ir stofna þar til kynna sem endast langt fram á fullorðinsárin. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Heldur enn sambandi við grunnskólavinina. Klara Ósk Elíasdóttir Átti nöfnu í skólanum. Gunnar Hansson Fór að gráta fyrsta skóladaginn. Börn og uppeldi Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Börn hafa bæði gagn og gaman af því að læra að nota netið. Oft er hins vegar vandasamt fyrir krakk- ana að finna sér eitthvað upp- byggilegt að gera á vefnum. Á heimasíðu National Library of Virtual Manipulatives, eða NLVM, má finna ýmsar skemmtilegar stærðfræðiæfingar á mismunandi erfiðleikastigum. Þar getur barnið þitt æft sig í stærðfræði af ýmsu tagi, eins og rúmfræði, talnafræði, líkindafræði og mælingum og haft gaman af í leiðinni. Með einfaldri leit á leitarvélum má finna fleiri uppbyggilegar síður en flestar eru á ensku og því þurfa flest börn aðstoð foreldra til að koma sér í gang. hj Uppbyggilegar vefsíður         Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber hjálpa til við að varðveita rakann í húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16, Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi og Heilsuhornið Akureyri. dreifing: Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 Hvað ætlar þú að gera í dag?

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.