24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 25
24stundir MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 25 ... OG ALLT Í STÁLI LOK, LOK OG LÆS Ný sending af einstaklega vönduðum stál-bílskúrshurðum var að berast. Hurðirnar eru sérsmíðaðar eftir máli og afgreiðslutíminn aðeins 1-3 virkir dagar. Ekki láta þetta framhjá þér fara. Hringdu og fáðu tilboð í þína hurð. Hverriseldri hurðfylgir nú frígarðlýsing aðverðmæti25.000 kr. topdrive.is Smiðjuvöllum 3230 Reykjanesbæ 422 7722 - 615 1515 ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a En þrátt fyrir það hversu gríðarlega góður sundmaður Aaron Peirsol er og hve mikill tími fer í sundið þá er honum margt annað til lista lagt. Það kemur kannski á óvart að hann er nánast hálf-atvinnumaður á brimbretti og er einnig atvinnuljósmyndari. Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@24stundir.is Aaron Peirsol er nýlega orðinn 25 ára gamall, fæddur árið 1983, nánar tiltekið 23. júlí í Irvine sem er í Kali- forníu. Á tímabili voru Örn Arnarson og Peirsol svipaðir í baksundinu og börðust á nokkrum mótum. Er skemmst frá því að segja að á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug, sem fram fór í Moskvu árið 2002 hafnaði en Peirsol í 2. sæti í 100 m baksundi, en Örn í 4. sæti. Munaði þar sléttri sekúndu á Erni og Peirsol. Í gær var munurinn á þeim hálf fjórða sekúnda. Aaron sigraði en Örn endaði í 35. sæti. Í Aþenu fyrir fjórum árum synti Aaron á tímanum 54,06 sek. sem dugði honum til að hirða gullverð- launin í greininni, þá 21 árs gamall. Heimsmetið í greininni var ekki í hans eigu þá. Þó þurfti ekki að bíða lengi eftir því að svo yrði, því aðeins fjórum dögum eftir að Peirsol vann ólympíugullið í 100 m baksundi setti hann nýtt heimsmet þegar hann synti á tímanum 53,45 sek. og hefur síðan í ágúst 2004 verið heimsmethafi í greininni. Alls hefur Bandaríkjamaðurinn bætt heims- metið fimm sinnum og nú síðast í fyrradag. „Ég var nokkuð hissa en var jafn- framt létt,“ sagði Peirsol eftir að hafa bætt heimsmet sitt og varið ól- ympíugullið. „Þú færð ekki svona tilfinningu á hverjum degi. Ég verð aldrei vanur þessari tilfinningu að slá met eða vinna gull.“ Peirsol var ánægður að Matt Grevers skyldi synda rétt á eftir honum, því það hefði sett ennþá meiri pressu á hann að synda hraðar í sundinu. Með sigrinum hefur Aaron Peir- sol nú unnið fern ólympíugull- og ein silfurverðlaun. Silfrið hlaut hann á leikunum í Sidney árið 2000 í 200 m baksundi, en í Aþenu árið 2004 krækti hann í þrenn gullverð- laun. Sundgen í fjölskyldunni Aaron er ekki eini sundmaður- inn í sinni fjölskyldu. Yngri systir hans, Hayley Peirsol, sem er 23 ára hefur getið sér gott orð í lengri vegalengdum í sundinu og þá sér- staklega í skriðsundi. Reyndi Hayley eins og hún gat að komast inn á Ól- ympíuleikana í ár, en komst þó ekki inn og er því ekki meðal keppenda á þessum leikum. Hún hefur þó unn- ið til verðlauna á stórum mótum. Hennar stærstu eru sjálfsagt brons- verðlaunin sem hún hlaut á heims- meistaramótinu í lengri vegalengd- um í Melbourne í Ástralíu í fyrra. Þau fékk hún í 800 m skriðsundi. Ljósmyndari og brimbrettagæi En þrátt fyrir það hversu gríð- arlega góður sundmaður Aaron Peirsol er og hve mikill tími fer í sundið þá er honum margt annað til lista lagt. Það kemur kannski á óvart að hann er nánast hálf-at- vinnumaður á brimbretti og er einnig atvinnuljósmyndari. Segir hann einn af draumum sínum vera að fá að mynda eða skrifa fyrir tímaritið National Geographic. Hvernig maðurinn hefur tíma til að sinna þessu öllu saman er ótrúlegt, en svona er þetta nú víst samt sem áður. Í augnablikinu er Peirsol svo að láta byggja fyrir sig strandhús í Kostaríka, líkt og margar Holly- wood-stjörnur eiga. Þar ætlar hann sér að slaka á þegar hann getur og væntanlega leika sér eitthvað á brimbrettinu. Peirsol er góður sundmaður í flestum greinum og vann meðal annars gull í fjórsundi á leikunum fyrir fjórum árum. Hans sterkasta grein er þó engu að síður baksund- ið. Er hann heimsmethafi í bæði 100 m og 200 m baksundi auk þess að hafa unnið báðar greinar á Ól- ympíuleikunum í Aþenu og á góða möguleika á því að verja ólympíu- gull sitt í báðum greinum nú í Pek- ing. Mikill afreksmaður Aaron Peirsol fagnar eftir að hafa sett heimsmet í 100 metra baksundinu í Peking í gær.Venst aldrei þessari tilfinningu  Aaron Peirsol og Örn Arnarson voru svipaðir fyrir nokkrum árum  Í gær varð Peirsol aftur ólympíumeistari en Örn hafn- aði í 49. sæti ➤ Aaron Peirsol fékk silf-urverðlaun í Sydney árið 2000, þá 17 ára, og síðan þrenn gullverðlaun í Aþenu árið 2004. ➤ Hann hefur verið heims-methafi í 100 metra baksund- inu síðan í ágúst 2004 og bætti metið eina ferðina enn í gær. SIGURSÆLLBandaríkjamaðurinn Aar- on Peirsol varði í gær ól- ympíumeistaratitil sinn frá því fyrir fjórum árum í Aþenu í 100 m baksundi, þegar hann synti á tím- anum 52,54 sekúndum. Bætti hann þar með einn- ig eigið heimsmet í grein- inni. Fyrra heimsmet Peirsols í greininni var 52,89 sekúndur, sett fyrr í sumar.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.