24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 28
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Matsveppir stinga upp höfðinu
víða um land á þessum árstíma
og margir sem halda í sveppaleit
með tágakörfu undir hendi. Meg-
inregla í sveppatínslu er að fólk
tíni ekki aðra sveppi en þá sem
það þekkir. „Það er best að byrja
á fáum, góðum og ljúffengum
matsveppum því að það er til
fullt af eitruðum sveppum á Ís-
landi. Fólk langar ekki til að vera
með alvarlegar magakvalir, nið-
urgang og uppköst í tvo sólar-
hringa af því að éta eitthvað sem
er tiltölulega vægt eitrað,“ segir
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
sveppafræðingur. Hún mælir enn
fremur með því að fólk tíni
sveppina meðan þeir eru ennþá
ungir og ferskir. „Þegar þeir eru
linir og stórir eru þeir eiginlega
orðnir ónýtir og best að láta þá
standa úti í skógi til að sinna
hlutverki sínu,“ segir hún.
Frystir eða þurrkaðir
Sveppirnir eru grófhreinsaðir
úti í náttúrunni og síðan settir í
tágakörfu eða hart ílát þar sem
loftar vel um þá. Þegar heim er
komið hreinsar maður þá eins
fljótt og auðið er með beittum
skrælihníf. Því næst má til dæmis
frysta þá eða þurrka. „Maður
brytjar sveppina og setur lítils-
háttar vatnslögg annað hvort í
pönnu eða í stóran víðan pott.
Maður sýður vatnið, setur svepp-
ina út í og hrærir stöðugt í þang-
að til sveppabúkarnir gefa frá sér
vatnið sem er í þeim,“ segir Guð-
ríður og bætir við að þeir séu að
mestu leyti vatn. Úr þessu verður
sveppamassi sem er kældur niður,
settur í plastpoka í hæfilegum
skömmtum og frystur.
Þarf að þurrka vel
Ef menn vilja þurrka sveppina
er að öllu jöfnu best að nota
grænmetisþurrkara sem eru
reyndar sjaldséðir í verslunum
hér á landi. „Ef maður ætlar að
gera þetta til dæmis í blástursofni
verður maður að passa rosalega
vel að hitastigið haldist lágt og að
þeir verði ekki að klessu,“ segir
Guðríður. Þegar sveppirnir eru
orðnir þurrir og stökkir er best að
geyma þá í glerkrukku með þéttu
loki. „Maður ætti að athuga 1-2
sólarhringum eftir að maður set-
ur þá í krukkuna hvort þeir séu
enn stökkir. Ef þeir eru ekki
stökkir þarf að þurrka þá pínulít-
ið betur af því að þeir mega alls
ekki vera rakir þegar þeir fara í
geymslu af því að þá mygla þeir
og verða ónýtir,“ segir Guðríður
og bætir við að það sé mikil synd.
Þurrkaðir eða frystir
Villta matsveppi má frysta
eða þurrka fyrir veturinn.
Tínsla og meðhöndlun á villtum matsveppum
Sveppir eru bestir
ungir og ferskir
Best er að tína matsveppi
á meðan þeir eru ungir
og ferskir. Fólk ætti ekki
að tína sveppi sem það
ekki þekkir. Hægt er að
frysta þá og þurrka fyrir
veturinn.
➤ Best er að tína sveppina ámeðan þeir eru ungir.
➤ Handbækur um sveppatínslueru illfáanlegar í bókaversl-
unum en má sums staðar
finna á bókasöfnum.
➤ Á vef Skógræktar ríkisinswww.skogur.is er einnig að
finna leiðbeiningarbækling
um matsveppi.
SVEPPATÍNSLA
28 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir
Á Íslandi er að finna ýmsa al-
genga sveppi sem henta vel til
matargerðar. Þá má yfirleitt tína
frá miðju sumri og fram á haust
eftir því sem veður leyfir.
Lerki- og furusveppir eru hent-
ugir matsveppir sem má finna
víða í skógum. Lerkisveppurinn er
algengur í lerkiskógum, til dæmis
á Norður- og Austurlandi. Hann
er gulur á lit, með gulbrúnan hatt
og gult pípulag undir honum.
Í grennd við höfuðborgarsvæð-
ið ber minna á lerki en meira á
furu. Furusveppurinn er með
dökkbrúnan hatt sem er stundum
slímugur og fölgult pípulag. Staf-
urinn er hvítur og með hvítan
kraga.
Ullblekill heitir sveppur sem vex
gjarnan í grennd við vegi. Hann er
hávaxinn og með ullarkennda
áferð á hattinum. Hann þarf að
verka mjög fljótt eftir tínslu því að
hann eyðileggst yfirleitt á fáeinum
klukkustundum. ej
Sveppir sem henta vel til matargerðar
Algengir íslenskir matsveppir
Lerkisveppur Í ungum
lerkilundum má oft rek-
ast á lerkisveppi.
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is neytendur
24stundir/Skafti
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Merktir hvalir gerðu vart
við sig á Kanarí.
» Meira í Morgunblaðinu
Hrefna fór í jólafrí
Sveinn Hrafnsson hefur
vakið athygli í enskum fjöl-
miðlum fyrir vetnistilraun á
Harley Davidson-mótorhjóli.
»Meira í Morgunblaðinu
Harley á vetni
LR, LA og Þjóðleikhúsið
kynna dagskrá vetrarins.
» Meira í Morgunblaðinu
Leikárið byrjar
Ragnheiður Jónsdóttir
og Trausti Guðjónsson
fagna platínubrúðkaupi.
» Meira í Morgunblaðinu
Saman í 70 ár
Skuldatryggingarálagið
lækkar tvo daga í röð.
» Meira í Morgunblaðinu
Viðskipti
Miðvikudagur 13. ágúst 2008