24 stundir - 13.08.2008, Síða 21

24 stundir - 13.08.2008, Síða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 21 Það er algengt að börn kvíði fyr- ir nýju skólaári, og það á sér- staklega við ef þau eru að ganga inn í nýtt og áður óþekkt um- hverfi. Hvort sem börn eru að byrja í leikskóla, fyrsta bekk eða eru að skipta um skóla þá er margt sem getur valdið þeim hugarangri varðandi skiptinguna í nýtt um- hverfi og aðstæður. Ræðið breytingarnar Fyrst af öllu er mikilvægt að ræða breytingarnar sem fram- undan eru í lífi barnsins. Láttu barnið vita að það stendur alls ekki eitt í þessum sporum. Hvettu barnið til að lýsa því hvernig því líður að skipta um umhverfi. Það getur hjálpað að lesa bækur með börnunum og ræða þær eftir á. Heimsækið nýja skólann Það getur verið gott að laga barnið að breyttum háttum sem tengjast skólagöngunni dagana áð- ur en skólinn hefst. Það hjálpar barninu að kannast við umhverfið áður en skólinn hefst. Skipuleggið því heimsókn í skólann áður en hann byrjar og fáið að taka einn hring í fylgd með barninu. Passið að barnið sé vant því að vakna snemma í skólann áður en skólinn hefst til að koma í veg fyrir pirring og þreytu hjá barninu fyrsta skóla- daginn. Það getur verið gott að kynnast verðandi bekkjarfélaga áð- ur en skólinn byrjar til að gera um- skiptin þægilegri. Það er ekki ólíklegt að einhver vandamál, stór eða lítil, komi upp fyrstu dagana á skólagöngunni. Þá er um að gera að vera tilbúin að ræða þau við börnin og veita þeim sjálfstraust til að takast á við nýjar aðstæður. haukurh@24stundir.is Foreldrar geta gert margt til að hjálpa barninu að aðlagast skólanum Að hjálpa barninu að aðlagast Undirbúið barnið fyrir breytingarnar Það getur verið gott að sýna barninu skólann og umhverfi hans áður en skólinn hefst. Þegar velja á skólatösku fyrir barn er margt sem þarf að hafa í huga og um að gera að foreldrar gefi sér nægan tíma og fari á fleiri en einn stað til að skoða og máta. Ekki er síður mik- ilvægt að gera verðsamanburð og at- huga hvort töskuna megi fá á netinu fyrir lægra verð. Mestu máli skiptir að taskan sé af réttri stærð miðað við stærð og þyngd barnsins og að hún sitji rétt á baki þess. Skólataskan má ekki vera of breið og ekki of löng. Hún á helst ekki að vera meira en tíu prósent af líkamsþyngd barnsins. Hún á að sitja vel við bak barnsins. Dýrar töskur Samkvæmt könnun Neytenda- samtakanna kosta dýrustu skólatösk- urnar með sundtösku, vatnsflösku og matarboxi, 10.980 krónur í Penn- anum, Griffli og Hagkaupum en 10.999 krónur í Skólavörubúðinni. Verslum á vefnum Neytendasamtökin hafa bent á að viðskiptavinir geti snúið sér til erlendra vefverslana til að kanna verð hjá þeim. Slíkt sé til þess fallið að auka samkeppni og þrýsta á lægra vöruverð. Sé farið á vefverslun Amazon má finna gott úrval af skólatöskum á mun viðráðanlegra verði. dista@24stundir.is Ekki of breiðar og ekki of síðar Allt til alls Leikfimitaska og vatns- brúsi. www.amazon.co.uk . Skemmtileg Scooby Doo taska af www.amazon.co.uk. Jeva skólataska Vinsælar en dýrar. Að velja góða tösku

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.