24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 15 Mig dreymdi óhugnanlegan draum í nótt. Mig dreymdi að búið væri að eyðileggja alla banka í landinu og aðeins einn banki stóð eftir. Búið var að kjafta hina bank- ana niður í fjölmiðlum og blekkja almenning um leið. Þessum eina banka sem eftir var tókst að fá fjöl- miðla á sveif með sér og telja al- menningi trú um að gamli bankinn þeirra væri ótraustur og honum yrði brátt lokað. Almenningur lét blekkjast og færði allt sitt yfir í þennan banka sem varð hrikalega stór. Þessi nýja bankastærð var bú- in að innlima alla aðra banka í landinu og stjórnaði nú hagkerfi Íslands og Alþingi um leið. Engin samkeppni lengur, himinháir vext- ir, allt almennt fólk sett í ánauð eins og til forna. Þetta var mjög óþægileg tilfinning í draumnum og ég fann hvernig möguleikar al- mennings í landinu rýrnuðu og frelsið hvarf með innlimun allra banka í einn risastóran. Allt per- sónulegt samband við bankann minn hvarf í draumnum. Nú var ég bara ónefnd stærð en fólk var að- allega flokkað eftir því hversu ríkt það var. Ef ég átti ekkert fé og skuldaði bara, þá gat bankinn kreist líftóruna úr mér. Ég vaknaði upp af þessum vonda draumi og ég óttast hreinlega að þetta sé að gerast nú hér á Íslandi. Þetta má ekki verða og það er okk- ar allra sem enn erum vakandi að stöðva þessa þróun. Gamli góði bankinn minn Þar sem ég ólst upp var í raun bara einn banki sem skipti ein- hverju máli, Sparisjóðurinn í Kefla- vík og þennan banka þekktu allir bæjarbúar mjög vel. Í dag er þessi banki meira en 100 ára gamall, skiptir enn jafn miklu máli og alltaf jafn persónulegt og notalegt að koma þangað inn. Ég hef prófað viðskipti við aðra banka en ég saknaði alltaf heimilislega and- rúmsloftsins og viðmótsins í gamla bankanum mínum. Þar eru allir jafnir, hvort sem þeir eiga peninga eða ekki. Þú skiptir nefnilega máli hjá Sparisjóðnum sem persóna. Eftir að KB innlimaði SPRON nýlega, las ég grein eftir einhvern fjármálaspekúlant að sparisjóðirnir væru að líða undir lok. Þá datt mér strax í hug að nú ætti að fara að kjafta niður alla banka nema Kaup- þing banka. Það líst mér ekki á. Heilaþvottur fjölmiðla Við höfum nú fylgst með því á þessu ári hvernig það virðast sam- antekin ráð þeirra sem stýra heila- þvottinum á almenningi í gegnum fjölmiðla, hvernig þeir hafa kjaftað okkur til að trúa því að allt væri á niðurleið. Og það fór allt niður þegar búið var að telja fólkinu trú um það. Nema hjá þeim sem hugs- uðu nýjar leiðir til að vinna á ástandinu og bjarga sér. Af hverju erum við ekki frekar hvött til dáða í gegnum fjölmiðla þegar ástandið er slæmt? Af hverju allt þetta nið- urrifstal? Fjölmiðlar eru gríðarlega öflugir og móta alla umræðu í landinu og þess vegna þurfa þeir að vanda sig, hvetja og byggja upp. Ef allt er á niðurleið þá eigum við ekki að sog- ast inn í þá umræðu, ekki að velta okkur upp úr henni endalaust. Við eigum frekar að horfa í nýja átt og sjá hvar sólin getur skinið niður á okkur næst. Ekki gleyma upprunanum! Ég fæddist rétt eftir miðja síð- ustu öld og þekki því gamla hljóm- inn í klukkunni í stofunni heima hjá ömmu og afa. Fyrir mér eru raunveruleg verðmæti fólgin í fólki sem hefur lifað en ekki átt eitthvað. Þetta nýríka Ísland og græðgi er að villa okkur sýn. Ég er orðin hund- leið á því að lesa um ríka fólkið, það er alls staðar verið að hampa nýríku fólki og þeim sem eiga pen- inga og merkjavörur. Þetta er bara bull! Ég elska að lesa og heyra um hvunndagshetjur og kynnast fólki með safaríkar lífsskoðanir. Þættirn- ir hans Gísla þar sem hann fer út og suður eru þess vegna ómissandi. Við skulum ekki gleyma upp- runa okkar, við erum bara nýstigin út úr moldarkofanum. Allt þarf sinn tíma. Núna erum við dálítið að tapa rótinni og að breyta stemn- ingunni í landinu okkar í eitthvað sem virkar yfirborðskennt, inni- haldslaust og froðukennt með þessari ofuráherslu á peninga og auðæfi, eða hvað finnst þér? Höfundur er kennari Ekki láta plata þig! UMRÆÐAN aMarta Eiríksdóttir Þá datt mér strax í hug að nú ætti að fara að kjafta niður alla banka nema Kaupþing banka. Það líst mér ekki á. Banki „Ég hef prófað viðskipti við aðra banka en ég saknaði alltaf heimilislega andrúmsloftsins og við- mótsins í gamla bankanum mínum.“ Verslanir Apple, Kringlunni og Laugavegi 182. Apple IMC/Humac er umboðsaðili Apple á Íslandi. Þú sérð framtíðina í stjörnunum iWork Frábær ritvinnslupakki með öllu. Les og skrifar Office-skjöl. 7.990 kr. Fjölskylduútgáfa: 8.990 kr. Neoprene Sleeve Frá 5.990 kr.Frá 3.990 kr. Verndar fartölvuna og passar vel í bakpokann. Þunn, þægileg og örugg. MacBook er ein af þeim öflugustu. Með 2,1 eða 2,4 GHz Intel Core 2 Duo örgjörva og 1 GB vinnsluminni vinnur hún jafn ljúflega með Mac OS X og Windows. Með skínandi björtum 13,3” hágljáa breiðtjaldsskjá er hún fullkomin fyrir þá sem vilja almennilegan kraft í fallegri, einnar tommu þykkri skólatölvu. Nylon Sleeve Plus Nettar og snyrtilegar töskur fyrir MacBook og MacBook Pro. Áður 134.990 kr., nú 124.990 kr.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.