24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir Padraig Harrington erenginn Tiger Woods,allavega ekki hvað að- dráttarafl varð- ar. Sjónvarps- mælingar að loknu æsi- spennandi PGA- meist- aramótinu um helgina sýna að áhorf á golf fer hríðfallandi og eru stórmótin í golfinu ekki lengur vinsælasta íþróttaefni í sjónvarpi eins og raun hefur verið á undanfarin ár. Þvert á móti eru tölurnar svo hrapallegar að áhorf á PGA-mótið nú og fyrir ári síð- an minnkaði um meira en helming eða 55 prósent. Það þrátt fyrir að slagurinn á toppnum hafi verið harður og kannski harðari en oft áður. Slakið á og spilið ykkargolf er ráð Jack Nicklaustil fyrirliða og keppenda Bandaríkjanna fyrir Ryder- keppnina í golfi sem fram fer í næsta mánuði í Val- höll. Ekki höll Sjálfstæðisflokksins heldur á golfvelli í Kentucky vestanhafs. Valhallarvöllurinn er að taka nokkrum breytingum en sá er hannaður af Nicklaus og reynir hann nú að breyta brautum með það að markmiði að gera púttin erfiðari fyrir Ryder- keppendurna. Segir Nicklaus engan vafa í sínum huga að lið Bandaríkjanna sigri að þessu sinni þó Tiger Woods sé fjarri góðu gamni. Bandaríska pressan hættirseint að fjalla um verstahring Colin Montgo- merie um daginn en þá fór karlinn annan hringinn á PGA-meist- aramótinu á 84 höggum og var langt frá því að komast áfram. Höggin 84 eru versta skor Monty nokkru sinni á stórmóti í Bandaríkj- unum og sama skor og hann fékk á Opna breska meist- aramótinu á Muirfield árið 2002. Velta spekingar nú fyrir sér hvort Mony hafi leikið sinn síðasta leik en ekkert hefur til hans spurst síðan hann gekk álútur af velli á föstudaginn var. Meðan mest athygligolfunnenda var áPGA-meist- aramótinu var aðra sögu að segja um Svía. Þeir flykktust á lokamót An- niku Sörens- tam á heima- velli í Svíþjóð en þar tókst hinni sænsku, sem hættir keppni í árslok, ekki betur upp en svo að hún endaði sjötta þrátt fyrir að vera í öðru sæt- inu eftir fimmtándu braut og þrátt fyrir mikinn fjölda landa hennar sem hvöttu hana áfram. Annika tekur þátt í nokkrum kvennamótum til víðbótar vestanhafs en eftir það fer settið inn í geymslu en ekkert liggur fyrir hvað hún hyggst taka sér fyrir hendur eftir að ferlinum lýkur. ÚR GOLFHEIMUM Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Æskudýrkun landsmanna er slík að stundum kemur fyrir að helstu íþróttaafrek Íslendinga fara fyrir ofan garð og neðan hjá þorra fólks þar sem ekki er um íþróttafólk milli tvítugs og þrítugs að ræða. Þess vegna hefur ekki farið mikið fyrir umfjöllun um landslið Íslands skipað leikmönnum 70 ára og eldri en sveitin var hársbreidd frá því að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í ár. Leiddi hún mótið fyrstu tvo dagana af þremur en á lokasprett- inum seig sveit Austurríkis fram úr. Ísland engu að síður í sætum 2-4 á mótinu sem fram fór í Hollandi. Mikið ævintýri Sveitina skipuðu Ríkharður Pálsson, Sigurður Albertsson, Björn Karlsson, Júlíus Sólnes, Hans Kristinsson og Páll Bjarnason og fararstjóri var forseti Landssam- bands eldri kylfinga, Lúcinda Grímsdóttir. Vakti Lúcinda alveg sérstaka athygli að sögn Júlíusar Sólness enda fyrsta konan sem mætti á mótið sem forseti golfsam- bands. „Margir ráku upp stór augu þarna úti enda alls ekki venjan að kona sé að þvælast í þessu mikla karlavígi en ég er nú ekki frá því að sumir hafi bara spilað betur vitandi af henni.“ Stutt frá sigri Árangur Íslands á mótinu hefur aldrei verið betri en umrætt mót er tiltölulega nýlegt fyrirbæri. Aðeins hefur verið keppt á því síðan árið 2000. Júlíus segir að sveitin hefði átt að vinna mótið enda leiddi Ís- land fyrstu tvo dagana af þremur alls. „Við gáfum aðeins eftir á loka- holunum og Austurríkismenn náðu að síga fram úr á endasprett- inum. En það er óhætt að segja að við rétt misstum af efsta sætinu.“ Sveit Austurríkis vann mótið, þá komu jafnar sveitir Íslands, Portú- gals og Noregs og stórveldin Spánn, Frakkland og Bretland þar á eftir. Á sama tíma að ári. En íslensku sveitinni gefst kjörið tækifæri til að ná fram sigri og fyrsta Evrópumeistaratitli sínum á sama tíma að ári en þá fer umrætt mót fram hér á Íslandi. Fer mótið fram á golfvelli GS, Hólmsvelli, sem betur er þekktur sem Leiran. Júlíus segir það jafnan vekja mikla athygli keppenda erlendis hversu langt golfíþróttin er komin á þess- ari litlu eyju. „Það er mikið spurt og það var einmitt kynning á Leir- unni í lok mótsins um daginn og margir sem furða sig á fjölda golf- valla hér og eins fjölda kylfinga því Ísland er ólíkt flestum öðrum þjóð- um að því leyti að golfið hér er að heita má almenningsíþrótt en ekki lokaðir klúbbar. Það verður spenn- andi að taka á móti gestunum að ári.“ Útvaldir í landsliðið Það er enginn hægðarleikur að komast að í neinu landsliði og það á líka við um landslið 70 ára og eldri. Eru nokkur stigamót haldin hvert sumar fyrir þennan aldurs- flokk og í landsliðið komast aðeins þeir sex efstu að þeim mótum loknum. Júlíus segir það jákvæð- asta mál að hafa dálítið fyrir hlut- unum en hann var að spila fyrir Ís- lands hönd í annað skipti í röð á mótinu í Holland. „Það eru fjöl- margir góðir kylfingar á þessum aldri enda fer heilsa almennt batn- andi og aðstæður hér batna ár frá ári. Svo er þetta kjörin íþrótt fyrir unga sem aldna og ein af fáum íþróttum þar sem afinn getur tekið barnabarnið með sér að spila nú eða þá heilu fjölskyldurnar sam- an.“ Hin sjö fræknu Íslenska liðið ásamt fararstjóra. Frá v. Rík- harður Pálsson, Sigurður Albertsson, Björn Karlsson, Lúcinda Grímsdóttir, Júlíus Sólnes, Hans Kristinsson og Páll Bjarnason. Mikið er fjallað um helstu vonarstjörnur Íslands í golfinu dagsdaglega í fjölmiðlum. Þær blikna samt í samanburði við landslið okkar, 70 ára og eldri, sem var nálægt því að verða Evrópumeistari nú í byrjun ágúst. ➤ Varast skal að rugla samanöldungamótum og öld- ungamótum. Þar er í raun um tvo aldursflokka að ræða. Annars vegar 55-69 ára og hins vegar kylfinga eldri en 70 ára. ➤ Evrópumót kylfinga eldri en70 hefur aðeins verið haldið síðan um aldamótin og er til- tölulega ungt mót. ➤ Á næsta ári fer þetta samamót fram hér á Íslandi, í Leir- unni hjá Golfklúbbi Suð- urnesja. MÓTIÐ OG SVEITIN Ekki dapurlegar aðstæður Völlurinn sem keppt var á er í námunda við borgina Til- burg í Hollandi. Rétt misstum af efsta sætinu Elsta landslið Íslands, var nálægt því að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í golfi LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a En íslensku sveitinni gefst kjörið tækifæri til að hampa titlinum að ári en þ́á fer Evrópumót 70 ára og eldri fram hér á landi á Hólmsvelli á Suðurnesjunum. golf

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.