24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir Nú 2 fyrir 1 af öllum útsöluvörum Lokadagur útsölu er föstudaginn 15. ágúst. Útsölulok! Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 www.friendtex.is Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Það er spurning hvort það borgar sig að setja þessi rör saman,“ segir Sigurgeir Bjarnason pípulagninga- meistari um plaströr sem tilheyra flotkví Jóns Gíslasonar bónda á Baulubrekku í Kjós. Í 16 bútum Landhelgisgæslan gerði kvína upptæka í ágúst í fyrra og flutti hana á athafnasvæði Siglingastofn- unar í Kópavogi. Nýlega fékk Jón upplýsingar um það hvar kvína væri að finna og að hana væri búið að hluta niður í 16 búta. Á þriðju- dag fór hann ásamt Sigurgeiri, sem hefur langa reynslu af því að sjóða saman plaströr, að kanna hvort hægt væri að laga kvína. Kostar milljón „Ég gæti alveg trúað því að það kosti upp undir milljón að koma svona hring saman,“ segir Sigur- geir sem telur að það kosti minna að búa til nýjan hring. Jón sagði við 24 stundir í júlí að hann ætlaði í skaðabótamál við Landhelgisgæsluna. Hann segir að auk tjónsins á flotkvínni sé lög- fræðikostnaður hans vegna sam- skipta sinna við Landhelgisgæsluna kominn í hálfa milljón króna. Landhelgisgæslan hefur lýst því yfir að málinu sé lokið af hennar hálfu. Flotkví sem Landhelgisgæslan gerði upptæka fyrir utan Kjós fyrir ári liggur nú í 16 bútum í Kópavogi Borgar sig ekki að gera við kvína ➤ Landhelgisgæslan gerði flotvíJóns Gíslasonar upptæka og vildi kæra hann fyrir að valda siglingahættu. Ríkissaksókn- ari taldi ekki ástæðu til þess. ➤ Jón vill að Landhelgisgæslanskili honum kvínni á sama stað og í sama ástandi, en hún hefur ekki orðið við því. ➤ Í lok júlí sögðu 24 stundirfyrst frá deilu hans við Land- helgisgæsluna. FORSAGAN Í 16 hlutum Jón stendur við „flotkvína“ sína. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Jafn margir brotamenn hafa hlotið þriggja ára fangelsisdóm eða meira frá ársbyrjun 2007 og hlutu sam- anlagt slíka dóma fimm árin á und- an. Þá hefur fjöldi kynferðisbrota- manna sem sitja í íslenskum fangelsum fjórfaldast frá aldamót- um, þeir sem sitja inni vegna fíkni- efnabrota eru tvöfalt fleiri og dóm- þolum í manndráps- og manndrápstilraunarmálum hefur fjölgað um 70 prósent. Stefnir í metár Nánast jafn margir brotamenn hafa hlotið þriggja ára fangelsis- dóm eða meira frá ársbyrjun 2007 og hlutu slíka dóma samanlagt fimm árin á undan. Á árunum 2002 til 2006 voru alls 40 einstak- lingar dæmdir til slíkrar refsingar. Árið 2007 voru þeir hins vegar 20 talsins og nítján hafa þegar bæst við á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Við lauslega athugun 24 stunda kom í ljós að fimm einstaklingar til viðbótar hafa hlotið dóm í héraðs- dómi sem er lengri en þrjú ár en hafa ekki hafið afplánun hans eða áfrýjuðu niðurstöðunni til Hæsta- réttar. Þá sitja einnig tveir menn í gæsluvarðhaldi grunaðir um stærsta fíkniefnainnflutning Ís- landssögunnar. Verði þeir ákærðir og sakfelldir eru allar líkur á að þeir muni hljóta meira en þriggja ára fangelsi. Miklu fleiri kynferðisbrot 24 stundir hafa á undanförnum dögum sagt frá því að öll fangelsi landsins séu að meðaltali fullnýtt á hverjum degi það sem liðið er af árinu 2008. Alls hafa 136 fangar setið í 137 rýmum að meðaltali á hverjum degi á þessum tíma. Átta af þessum 137 rýmum eru einangr- unarrými. Vegna þessa hefur verið brugðið á það ráð að tvísetja í fangaklefa og deila alls fjórtán fangar klefa með öðrum um þessar mundir. Ástandið er ekki líklegt til að batna því að þungum fangelsis- dómum í þeim brotaflokkum sem kalla á þyngstar refsingar hefur fjölgað mjög mikið frá aldamótum. Árið 2000 var fíkniefnabrot tilefni óskilorðsbundinnar fangelsisvistar í 55 tilvikum, sem gerðu dómþola slíkra brota að um fjórðungi allra fanga. Á síðustu þremur árum hef- ur meðaltal þeirra sem sitja inni fyrir fíkniefnabrot nánast tvöfald- ast og um 100 fangar að meðaltali setið inni fyrir fíkniefnabrot, sem er um þriðjungur fanga. Um aldamótin sátu alls tíu ein- staklingar inni vegna kynferðis- brota og voru 4,6 prósent allra fanga. Í fyrra voru þeir orðnir 42 talsins og tæp fimmtán prósent allra fanga. Fjöldi þeirra hefur því fjórfaldast á nokkrum árum. Þeim sem sitja inni vegna mann- dráps eða -tilrauna hefur einnig fjölgað mikið, eða um 70 prósent frá aldamótum þegar þeir voru alls þrettán talsins. Árið 2007 voru þeir orðnir 22. ÞEKKIRÐU TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Langtímaföngum fjölgar gífurlega  Mun fleiri afplána þunga fangelsisdóma í íslenskum fangelsum en áður  Kynferðisbrotamenn fjórfalt fleiri  Tvöfalt fleiri fá dóm í fíkniefnamálum Allt fullt Mun hærra hlutfall fanga situr nú inni lengur en í þrjú ár en áður hefur þekkst. ➤ Á árunum 2002 til 2006 voruað meðaltali átta manns dæmdir í þriggja ára fangelsi eða meira. ➤ Í fyrra hlutu tuttugu mannsslíka dóma. ➤ Það sem af er þessu ári eruþeir orðnir nítján. FJÖLGUN ÞUNGRA DÓMA „Gæsluvarðhald var framlengt um aðrar þrjár vikur í gær,“ segir Friðrik Smári Björg- vinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu. Framlengingin á við um sjötugan Hollending og Íslending en þeir eru grun- aðir um að hafa flutt og skipu- lagt innflutning á 190 kílóum af hassi. „Ákvörðunin um framlengingu var tekin því málið er enn í rannsókn,“ seg- ir hann og bætir við að málið sé bæði flókið og umfangs- mikið í meðförum. áb Hasshlass í húsbíl Tveir verða áfram í gæslu „Húsið fylltist fljótt en sam- kvæmt heimildum komust flestir inn sem voru með VIP kortin“ segir Heimir Már Pét- ursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga. Mikil ónægja var við Nasa aðfaranótt sunnudags þegar VIP gestum var vísað frá og sagt að þeir fengju ekki inngöngu. Hinseg- in dagar bjóðast til að end- urgreiða þeim sem urðu fyrir óþægindunum 2000 krónur. kg Hinsegin ball á Nasa VIP kort ekki tekin gild Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Gerð var könnun á eyðingu á geitungabúum. Verð miðast við venjuleg bú, holu- eða trjágeitungabú. At- hugið að mismunandi er hvort eitrað er eða búin fjar- lægð. Ekki er tekið tillit til gæða þjónustu og könnunin er ekki tæmandi. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. Eyðing geitungabúa misdýr Kristín Einarsdóttir NEYTENDAVAKTIN Eyðing geitungabúa Þjónustuaðili Verð Verðmunur Sótthreinsun & skordýraeyðing 5.200 Varnir Akureyri 6.000 15,4 % Meindýraeyðing heimilanna Hfj. 6.000 15,4 % Sigurjón B. Sigfússon Rvk. 6.500 25,0 % Firring Hfj. 7.000 34,6 % Meindýravarnir Suðurl. Selfossi 8.000 53,8 % Meinvarnir Garðabæ 8.715 67,6 % „Áhersla er lögð á að foreldrar kenni börnum sínum að ganga öruggustu leiðina til og frá skól- anum. Umferð ökutækja í kringum skóla skapar hættu,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferð- arráðs. Skólar munu byrja eftir helgi og búast má við að 4300 börn séu að fara út í umferðina í fyrsta skipti. Umferðarráð vill vekja athygli á því að foreldrar og börn fari yfir öryggisatriði umferðarinnar saman. kyg Grunnskólar hefjast Ökumenn gæti að börnunum 24stundir/Elías

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.