24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 27
Eftir Hauk Harðarson
haukurh@24stundir.is
„Þetta er náttúrlega bara eins og
hvað annað sem maður tekur sér
fyrir hendur. Maður þarf að gera
smá heimavinnu, undirbúa sig og
spila eftir reglunum,“ segir Bjarni
Gunnar Kristinsson, yfirkokkur á
Grillinu á Hótel Sögu, aðspurður
hvort allir geti orðið góðir grillarar.
En hvenær fékk Bjarni áhuga á
matargerð. „Matarástin kviknaði
snemma. Svo byrjaði maður aðeins
að dunda í eldhúsinu og næsta
skref var að gera þetta að ævi-
starfi,“ segir Bjarni sem er í kokka-
landsliðinu sem undirbýr sig þessa
dagana fyrir Ólympíuleika mat-
reiðslumanna sem fara fram í
Þýskalandi eftir tvo mánuði.
Tíu góð grillráð frá Bjarna
Hér á eftir fylgja tíu góð ráð frá
grillmeistaranum og sé farið eftir
þeim er von á góðum árangri fyrir
framan grillið.
Verið undirbúin og hafið fulla
athygli á grillinu. Það er ekki góð
regla að setja kartöflurnar á síð-
astar af öllu eða brenna kjötið á
grillinu á meðan sósan er löguð.
Það er mikilvægt að hafa allt tilbú-
ið. Búið til sósur fyrr um daginn og
notist við forsoðnar kartöflur.
Gætið þess að eiga nóg af kol-
um og gasi þegar byrjað er að grilla.
Forhitið grillið hvort sem not-
ast er við gas- eða kolagrill. Sé hit-
inn ekki réttur á grillinu þegar
kjötið er sett á er hættara við því að
það brenni við eða soðni á grillinu.
Hafið grillgrindina hreina og
burstið vel áður en byrjað er að
grilla. Það er ekki kræsilegt að
borða leifar frá síðustu veislu.
Munið að pensla grindina
með olíu. Sniðugt er að nota
rósmaríngrein í staðinn fyrir
nælonpensil því hún brennur síður
við. Einnig er hægt að nudda
grindina með beikoni, það gefur
gott bragð og maturinn festist síð-
ur við.
Notið tangir eða spaða í stað
kjötgaffals. Sé kjötið stungið lekur
safinn úr kjötinu frekar niður á
kollinn eða ofan í grillið.
Penslið kryddleginum á síðast
í ferlinu svo kjötið nái að grillast
áður en kryddlögurinn brennur.
Stórar steikur og kjúkling þarf
að taka af eldinum 2/3 af eldunar-
tímanum og brúna svo í endann.
Gott er að notast við álpappír en
hafið það hugfast að þið eruð að
grilla en ekki sjóða matinn þannig
að það er mikilvægt að brúna kjöt-
ið í lok grilltímans.
Munið að hvíla kjötið. Allt
kjöt verður safaríkara ef það fær að
jafna sig í nokkrar mínútur.
Takið ekki augun af grillinu í
of langan tíma. Það þarf ekki nema
nokkrar mínútur til að brenna fal-
lega steik og þá er allur undirbún-
ingur farinn í vaskinn. Þegar kjötið
er á grillinu er ekki rétti tíminn til
að tala í símann eða blanda kok-
teila. Allt slíkt verður að vera klárt
áður en byrjað er að grilla.
Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirkokkur á Grillinu, gefur góð grillráð
Tíu grillráð frá
grillmeistara
Bjarni Gunnar Krist-
insson, yfirkokkur á Grill-
inu og margverðlaunaður
matreiðslumeistari, gefur
lesendum góð grillráð
auk gómsætra uppskrifta
sem henta vel á grillið.
Farið eftir tíu einföldum
reglum frá Bjarna og þá
er fátt sem getur farið úr-
skeiðis við grillið.
Bjarni Gunnar Með
gómsætan grillaðan hum-
ar sem er tilvalinn í forrétt.
➤ Bjarni er meðlimur í íslenskakokkalandsliðinu.
➤ Hann tekur þátt í Ólympíu-leikum matreiðslumanna í
Þýskalandi eftir tvo mánuði.
➤ Hann starfar sem yfirkokkur áGrillinu á Hótel Sögu.
BJARNI GUNNAR
24stundir FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 27
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Matarástin kviknaði snemma. Svo byrjaði
maður aðeins að dunda í eldhúsinu og næsta
skref var að gera þetta að ævistarfi.
Grillaður humar með vatns-
melónum og rauðvíni (fyrir fjóra)
Hráefni
600 g humar
50 ml hvítlauksolía
Aðferð:
Humarinn hreinsaður og pillað-
ur með bakinu en görnin dregin úr.
Humarinn er svo þerraður og grill-
aður við háan hita, penslaður með
hvítlauksolíunni og kryddaður
með salti. Færður upp á disk og
borinn fram með salati og brauði.
Rauðvínssíróp
Hráefni
300 ml rauðvín
100 ml púrtvín (má sleppa)
2 stk. stjörnuanís
Aðferð:
Látið sírópið sjóða í smástund til
að losa frá alkóhólið. Það gerir sír-
ópið bragðmeira.
Rauðvínsvatnsmelónur
Hráefni
100 ml rauðvínssíróp
1 vatnsmelóna (gott að skera í
teninga og taka mest af steinunum
úr)
Aðferð
Kryddleggið melónurnar með
rauðvínssírópinu. Gott er að nota
plastbox með loki eða poka með
rennilás.
„Rub“ kryddlagðar
lambakótelettur
„Rub“ er oftast blanda af þurr-
kryddum sem er nuddað í kjötið
fyrir grillun og hentar vel því margir
kryddlegir vilja brenna við grill-
grindina.
Hráefni
Grillaður humar með vatns-
melónum og rauðvíni
100 g púðursykur
2 tsk. mulið engifer
2 tsk. þurrkað estragon
1 tsk. kanill
1 tsk. svartur pipar
1 tsk. hvítlauksduft
½ tsk. salt
4 lambakótelettur
Aðferð
Blandið öllu saman í skál og
nuddið kryddinu í kjötið einni
klukkustund fyrir grillun. Hitið
grillið og penslið með olíu. Grillið í
um það bil fimm mínútur á hvorri
hlið. Framreiðið með góðum kart-
öflum og meðlæti að vali hvers og
eins.
Grillaður ananas með
rommi og rósapipar
Hráefni
100 ml vatn
100 g sykur
100 ml romm (má sleppa)
50 g púðursykur
smá vanilla (fræ úr stöng eða
smá dropar)
smá múskat eða kanilduft
1 ferskur ananas
ís að eigin vali
ristaðar valhnetur
Aðferð:
Sjóðið ananas upp í sykri og
vatni. Takið af hitanum og bætið
við rommi, púðursykri, vanillu og
kryddi. Látið ananasinn liggja í
þessu í að minnsta kosti klukku-
tíma. Má liggja yfir nótt. Grillið í
20 mínútur á öllum hliðum og fær-
ið upp á disk með ís og hnetum.
Gaman er að strá smá rósapipar yf-
ir diskinn fyrir framreiðslu.
www.signature.is
Fiskislóð 45 • 101 Reykjavík • Sími 565 3399
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
ÚTSALAN
Í FULLUM
GANGI
grillið