24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 35
24stundir FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 35 Scarlett Johansson hefur engan áhuga á að gefa söngferilinn upp á bátinn þótt fyrsta hljómplata hennar, Anywhere I Lay My Head, hafi fengið misjafna dóma gagn- rýnenda. Platan sem samanstóð af ábreiðum af Tom Waits-lögum féll illa í kramið hjá tónlistarrýnum en rýnir breska tímaritsins Mojo lýsti plötunni sem auðgleymanlegri. Þrátt fyrir þetta er engan bilbug að finna á hinni 24 ára gömlu Scarlett en hún sagði í nýju viðtali að hún vildi gefa út aðra hljóm- plötu. „Það var frábært að gera þessa plötu og ég vildi gjarnan gera aðra. En eins og staðan er núna vil ég frekar leikstýra mynd,“ sagði Scar- lett sem hefur greinilega sett mark- ið hátt. viggo@24stundir.is Scarlett Johansson hyggst gera aðra plötu Vill syngja meira Leikkonan Scarlett Joh- ansson er hæfileikarík stúlka. Hún gaf nýverið út sína fyrstu hljómplötu sem fékk misjafna dóma gagnrýnenda. Hún játar sig þó ekki sigraða og hyggst gefa út aðra plötu en vill þó fyrst prófa að leikstýra bíómynd. Vill gera aðra plötu Scarlett hefur ekki sungið sitt síðasta en vill þó fyrst leikstýra mynd. Mynd/Getty Images Hljómsveitin Radiohead hefur tekið að sér að semja alla tónlistina fyrir kvikmyndina Choke sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóv- ember. Myndin sem skartar meðal annars Sam Rockwell og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum er byggð á samnefndri bók rithöfundarins Chuck Palahniuk. Palahniuk hefur meðal annars skrifað bókina Fight Club sem hin eftirminnilega samnefnda kvik- mynd er byggð á og er ofarlega á lista margra yfir uppáhalds- kvikmyndirnar. Palahniuk sagði í viðtali við BBC 6 Music að Radiohead hefði upp- haflega bara átt að semja þemalag myndarinnar en svo hafi hlutur Radiohead í myndinni aukist skyndilega þegar í ljós kom að Pablo Honey, fyrsta hljómplata Ra- diohead, lék veigamikið hlutverk þegar Palahniuk sat sveittur við að skrifa Choke. „Clark Gregg [leikstjóri mynd- arinnar] vissi að ég hafði hlustað mikið á Pablo Honey þegar ég skrifaði Choke og þá sérstaklega Creep, aftur og aftur og aftur. Clark fékk Radiohead til að semja lokalagið fyrir myndina en svo lík- aði þeim myndin svo vel að þeir hafa samið nánast alla tónlistina fyrir myndina,“ sagði hinn vinsæli en umdeildi rithöfundur. vij Radiohead sér um tónlistina í Choke Hrifust af Choke Meðlimir Radiohead sömdu nær alla tón- listina fyrir Choke. Mynd/Getty Images FÓLK 24@24stundir.is a Clark fékk Radiohead til að semja lokalagið fyrir myndina en svo líkaði þeim myndin svo vel að þeir hafa samið nánast alla tónlistina fyrir myndina. poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.