24 stundir - 14.08.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8
VÍÐA UM HEIM
Algarve 31
Amsterdam 18
Alicante 30
Barcelona 27
Berlín 23
Las Palmas 26
Dublin 17
Frankfurt 19
Glasgow 16
Brussel 20
Hamborg 19
Helsinki 18
Kaupmannahöfn 20
London 17
Madrid 28
Mílanó 28
Montreal 16
Lúxemborg 19
New York 22
Nuuk 6
Orlando 23
Osló 16
Genf 22
París 22
Mallorca 29
Stokkhólmur 22
Þórshöfn 12
Suðvestanátt, víða 5-10 metrar á sekúndu.
Dálítil væta norðvestantil. Úrkomulítið suð-
vestanlands, annars bjartviðri.
Hiti yfirleitt 10 til 16 stig að deginum.
VEÐRIÐ Í DAG
12
12
16
12
12
Úrkomulítið
Sunnan 5-10 m/s og rigning eða súld með
köflum sunnan- og vestantil, annars bjart-
viðri.
Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
12
13
15
14
13
Rigning eða súld
„Þessa dagana er ég í upplýs-
ingastríði gegn innrás Rússa í
Georgíu,“ segir Ot Alaas, síberískur
læknir og blaðamaður sem sótt
hefur um pólitískt hæli á Íslandi.
„Það hefur ekkert breyst í Rúss-
landi – þar kunna menn bara að
láta vopnin tala.“
Dr. Alaas fór í hungurverkfall í
júlí síðastliðnum, eins og frá var
sagt í 24 stundum. Vildi hann
þannig þrýsta á um að Útlendinga-
stofnun sinnti beiðni hans um að
hljóta pólitískt hæli hér á landi.
Alaas kom til landsins 1. desember
síðastliðinn, en hafði ekkert heyrt
af máli sínu í sjö mánuði.
„Ég hef enn ekki fundið mér
vinnu,“ segir Ot. „En mér skilst að
Útlendingastofnun sé farin að
vinna í beiðni minni, eftir umfjöll-
un 24 stunda.“ andresingi@24stundir.is
Mál hælisleitanda mjakast áfram
Leitar sér að vinnu
Í Njarðvík Dr. Ot Alaas.
Hópur aðstandenda Sparisjóðs
Skagafjarðar hefur ákveðið að óska
eftir því að farið verði ofan í saum-
ana á gjörningum tengdum yfir-
töku Sparisjóðs Mýrasýslu og
tengdra aðila á Sparisjóði Skaga-
fjarðar, en sú yfirtaka fór fram í
ágúst 2007. Þá segja þeir líklegt að
farið verði fram á lögreglurann-
sókn á undirbúningi og fram-
kvæmd yfirtökunnar.
Bjarni Jónsson og Gísli Árnason
eru í forsvari fyrir þennan hóp
skagfirskra sparisjóðsmanna. Það
sem þeir vilja að rannsakað verði
lýtur að ýmsum þáttum og gjörð-
um sem tengjast yfirtökunni. „Við
erum þess fullvissir að yfirtaka
sparisjóðsins samræmdist ekki lög-
um og að Fjármálaeftirlitið hafi alls
ekki sinnt skyldum sínum í eftirliti
með sölunni.“ mbl.is
Aðstandendur Sparisjóðs Skagafjarðar
Vilja rannsókn
á yfirtöku sparisjóðs
Orkustofnun og iðnaðarráðuneyti
munu halda alþjóðlega ráðstefnu
til kynningar á olíuleit á Dreka-
svæðinu svokallaða í byrjun næsta
mánaðar.
Að sögn Ingu Dóru Guðmunds-
dóttur, kynningarstjóra Orkustofn-
unar, ganga skráningar vel. „Við
opnuðum fyrir skráningar í apríl.
Kynning á ráðstefnunni hér á landi
hófst svo í síðustu viku. Ráðstefnan
er aðallega ætluð sem kynning fyrir
sérfræðinga – til dæmis jarðfræðinga og stjórnendur hjá olíu-
fyrirtækjum – til að auglýsa útboðið sem verður hjá okkur í febrúar.“
Drekasvæðið er um 42.700 ferkílómetra svæði í norðausturjaðri land-
helginnar – norður undir Jan Mayen – þar sem talið er að olía geti
leynst undir hafsbotni. Gert er ráð fyrir að leyfi til rannsókna og
vinnslu á svæðinu verði boðin út í byrjun næsta árs, svo boranir geti
hafist árið 2011. aij
Olíuleitarráðstefna í haust
Eldri borgari fannst meðvit-
unarlaus á botni Laugardalslaug-
arinnar í gærmorgun. Lífg-
unartilraunir báru ekki árangur
og maðurinn var úrskurðaður
látinn á staðnum.
Þrír sjúkrabílar voru kallaðir til
eftir að neyðarkall barst í gegnum
Neyðarlínuna. áb
Eldri borgari
andaðist í sundi
Árlega koma eitt til tvö mál, í lík-
ingu við það sem sagt var frá á for-
síðu 24 stunda í gær, til kasta ut-
anríkisráðuneytisins, samkvæmt
upplýsingum frá ráðuneytinu. Í
fréttinni var fjallað var Íslending
sem settur var í fangelsi í Banda-
ríkjunum, grunaður um að hafa
stundað þar vinnu án tilskilinna
leyfa. Hann fékk að dúsa í fanga-
klefa í 15 daga áður en hann var
leiddur fyrir dómara og bar hann
vistinni ekki vel söguna. Honum
var sleppt úr haldi gegn loforði
um að fara úr landi, og kemur til
Íslands um miðjan ágúst.
hos
Einn til tveir á ári teknir vestra
STUTT
● Afskráning Í dag verður hald-
inn hluthafafundur í Teymi, þar
sem meðal annars verður kosið
um tillögu um að stjórn félags-
ins verði falið að óska eftir af-
skráningu úr Kauphöllinni.
● Leiðrétt Í blaðinu í gær var
sagt að Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir umhverfisráðherra
hefði ekki þegið boð umhverf-
isnefndar Alþingis um að
koma á fund nefndarinnar til
að ræða úrskurð sinn um ál-
ver á Bakka og tengdar fram-
kvæmdir.
Þetta er ekki rétt. Umhverfis-
ráðherra var aldrei boðið til
fundar við umhverfisnefnd.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Nýbyggður æfingasalur í bak-
garði enska knattspyrnu-
mannsins Stevens Gerrards er
svo stór að hann er í öðru
póstnúmeri en heimilið sjálft.
Nágrannar Liverpool-leik-
mannsins hafa lýst yfir mikilli
óánægju með ferlíkið og segja
það úr stíl við aðrar byggingar
í hverfinu. Gerrard hefur þó
látið mótmælin eins og vind
um eyru þjóta. aí
Risastór æfingasalur
Tvö póstnúmer
SKONDIÐ
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Snarræði flugmanns Iceland Ex-
press bjargaði lífi konu um þrítugt
sem missti meðvitund á leiðinni frá
Barcelona til Íslands síðastliðinn
föstudag. Konan hné niður 45
mínútum eftir flugtak, með óreglu-
legan hjartslátt og miklar öndunar-
truflanir.
„Áhöfnin byrjaði á því að kanna
hvort um borð væri læknir. Svo
reyndist vera og eftir að hafa kann-
að ástand konunnar lagði hann til
að við lentum eins fjótt og mögu-
legt var,“ segir flugmaðurinn.
Hann vill af virðingu við kollega
sína ekki láta nafns síns getið „enda
hefðu þeir allir brugðist eins við“.
Um mjög alvarlegt astmakast var
að ræða, en konan hafði gleymt að
hafa lyf sín í meðferðis. Reynt var
að gefa henni súrefni og astmalyf
um borð, en án árangurs.
Hefði getað látist
Flugmanninum tókst að lenda í
Basel í Sviss. Þar dvaldist konan í
einn og hálfan sólarhring á spítala,
en er nú komin til Íslands þar sem
hún heimsækir ættingja. Læknar
tjáðu henni að hún hefði trúlega
látist af súrefnisskorti ef ekki hefði
verið fyrir snarræði flugmannsins.
Flugmaðurinn segir að lending-
in hafi gengið vel, en þegar vél er
þetta nýlega tekin á loft og full af
eldsneyti, er erfitt að lenda henni
með góðu móti. Því þurfti flug-
maðurinn að bregða á það ráð að
brenna eldsneyti eins og hægt var
áður en hann lenti, meðal annars
með því að setja niður hjólin.
Aðspurður segir hann ákvörðun
um að lenda ekki hafa verið erfiða.
Hann segist hafa lent í því einu
sinni til tvisvar á ári á flugmanns-
ferli sínum að þurfa að lenda vél
sökum veikinda farþega. „Ég
drýgði enga hetjudáð. Þetta er hluti
af starfi okkar og við erum þjálfaðir
til að taka ákvarðanir við erfiðar
aðstæður.“
Vegna vinnu-
verndarlöggjafar
mátti áhöfnin ekki
halda áfram flugi.
„Því var ekki ann-
að í stöðunni en
að koma farþegum
á hótel yfir nótt-
ina,“ segir Lára
Ómarsdóttir, fjöl-
miðlafulltrúi Ice-
land Express. Hún segir farþega
um borð hafa sýnt þessu mikinn
skilning, en þeir gátu haldið áfram
ferð sinni daginn eftir.
Lára segir flugfélagið hafa greitt
fyrir dvöl farþeganna á hóteli, en
reiknar með að tryggingafélag
greiði kostnaðinn til baka.
Mannbjörg í
háloftunum
Snarræði flugmanns bjargaði lífi konu um þrítugt í vél Iceland
Express „Ég drýgði enga hetjudáð,“ segir flugmaðurinn
➤ Kona um þrítugt missti með-vitund í vél frá Barcelona sl.
föstudag.
➤ Læknar tjáðu henni að snar-ræði flugmanns hefði bjargað
lífi hennar.
LÍFI BJARGAÐ
Lífshætta Konan hefði
getað látist í háloftunum.
Lára
Ómarsdóttir